Skemmtilegir málshættir..........

Hér virðist lítið hafa gerst síðan í byrjun júní,jájá ég er letingi....

En hér er smá djókur fyrir ykkur kæru vinir

@->---

Hér koma nokkrir málshættir, eða með öðrum orðum. Útúrsnúningar og spaug:

-Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
-Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
-Léttara er að sóla sig en skó.
-Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
-Ekki er aðfangadagur án jóla
-Blankur er snauður maður.
-Lengi lifa gamlar hræður.
-Betra er langlífi en harðlífi.
-Sá hlær oft sem víða hlær.
-Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.
-Rangt er alltaf rangt, það er rétt.
-Margur hefur farið flatt á hálum ís
-Sjaldan er góður matur of oft tugginn.
-Heima er best í hófi.
-Betri eru læti en ranglæti
-Betri er uppgangur en niðurgangur.
-Oft er virtur maður ekki virtur viðlits.
-Enginn veit sína kæfuna fyrr en öll er
-Betra er að standa á eigin fótum en annarra.
-Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst.
-Oft er grafinn maður dáinn.
-Oft veldur lítill stóll þungum rassi.
-Oft er bankalán ólán í láni.
-Oft eru læknar með lífið í lúkunum.
-Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur.
-Enginn verður óbarinn boxari.
-Oft er dvergurinn í lægð.
-Einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.
-Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni.
-Illu er best ólokið.
-Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
-Ekki dugar að drepast.
-Eitt sinn skal hver fæðast.
-Sjaldan fellur róninn langt frá flöskunni.
-Blindur er sjónlaus maður.
-Bændur eru bændum verstir og neytendum líka.
-Eftir höfðinu dansar limurinn.
-Flasa er skalla næst.
-Margur slökkviliðsmaðurinn er eldklár.
-Margur geispar golunni í blankalogni.
-Sjaldan fara sköllóttir í hár saman.
-Oft eru bílstjórar útkeyrðir.
-Betra er að vera sí-virðulegur en svívirðilegur.
-Margur fer yfir Strikið - í Kaupmannahöfn
-Oft fýkur í menn sem gera veður útaf öllu.
-Flestar gleðikonur hafa í sig og á.
-Fiskisagan flýgur en fiskimaðurinn lýgur.
-Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga.
-Betra er að hlaupa í spik en kekki.
-Nakinn er klæðalaus maður.
-Margur miljónamæringurinn á ekki baun í bala - bara peninga.
-Sjaldan eiga fiskar fótum fjör að launa.
-Minkar eru bestu skinn.
-Margur nautabaninn sleppur fyrir horn.
-Betra er að drepa tímann en sjálfan sig.
-Betra er að ná áfanga en að ná fanga.
-Margur leggur "mat" á disk.
-Hungraður maður gerir sér mat úr öllu.
-Betra er að vera eltur en úreltur.
-Oft kemst magur maður í feitt.
-Oft eru lík fremur líkleg.
-Betra er áfengi en áfangi.
-Ei var hátíð fátíð í þátíð.
-Margur boxarinn á undir högg að sækja.
-Betri eru kynórar en tenórar.
-Betra er að sofa hjá en sitja hjá.
-Oft verða slökkviliðsmenn logandi hræddir.
-Til þess eru vítin að skora úr þeim.
-Oft fer bakarinn í köku, ef honum er gefið á snúðinn.
-Auðveldara er að fá leigt í miðbænum en guðanna bænum.
-Oft fara hommar á bak við menn.
-Oft eru dáin hjón lík.
-Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum.
-Betra er að fara á kostum en taugum.
-Greidd skuld, glatað fé.
-Margri nunnu er "ábótavant".
-Margur bílstjórinn ofkeyrir sig.
-Oft hrekkur bruggarinn í kút.
-Margur bridsspilarinn lætur slag standa.
-Oft er lag engu lagi líkt.
-Oft svarar bakarinn snúðugt.
-Betri er utanför en útför.
-Margur fær sig fullsaddan af hungri.
-Það er gömul lumma að heitar lummur seljist eins og heitar lummur.
-Oft eru bílstjórar vel á veg komnir.
-Oft fara bændur út um þúfur.
-Víða er þvottur brotinn.
-Oft fer presturinn út í aðra sálma.
-Betra er að teyga sopann en teygja lopann
-Margur bóndinn dregur dilk á eftir sér.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Veit ekki hvort ég geti lofað því að fara að bæta mig hér en þetta kemur í ljós þegar sólin hættir að skína,þá verð ég kannski duglegri við það að sitja við tölvuna...

Hafið það gottSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Agnes Ólöf Thorarensen, 24.7.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þarna leynast mörg gullkornin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.7.2009 kl. 20:59

3 Smámynd: josira

Snilldarorð og setningar...

josira, 28.7.2009 kl. 10:33

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Flott hjá þér gullmoli

Anna Ragna Alexandersdóttir, 30.7.2009 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband