11.9.2008 | 16:49
Orðabók hvað..........
9.9.2008 | 20:32
Hvað er þetta með mig...
Hvað er þetta eiginlega með mig ég er svo andlaus þegar ég kem heim úr vinnu,langar bara að sofa,þó svo ég láti það nú kannski ekki alltaf eftir mér en þá kemur það fyrir að svefninn sigri..Hvaða vítamín á ég aftur að troða í mig humm vitið þið það??
Jæja ég er sem sagt að leysa af á Kanslaranum núna og eitthvað og finnst mér það sko fínt að hafa eitthvað að gera,svo er ég að byrja í liðveislunni aftur,hringdi í dömuna í morgun og er stefnan tekin í höfuðborgina á morgun,er þá bara ekki lífið komið í réttar skorður þegar ég er byrjuð í liðveislunni aftur humm spurning
Svo er það sjúkraþjálfun eins gott að muna eftir henni úbbs gleymdi henni í síðustu viku og bara svaf hana af mér haha Diego var ekki kátur þegar ég baulaði grútsyfjuð í síman að ég hafi gleymt mér,en hann lét mig nú samt hafa annan tíma karlinn jájá...
Það eru búin að vera helv....auka útgjöld hjá mér núna átti hálfpartinn von á þessu en vonaði samt að það myndi sleppa en auðvitað var það ekki ohhh,fór með bílinn í skoðun í síðustu viku og eru það auka útgjöldin því ég fékk ekki fulla skoðun á hann,,drusluna eins og litli frændi minn segir svo skelli hlær ormurinn sá....nú henti honum á verkstæði sko bílnum ekki krakka orminum,því ég sætti mig sko ekki við einhvern skærgrænan miða nei takk sko,eiginlega sem betur fer er ég byrjuð aftur að vinna,því ekkert vann ég í ágúst bara eins og fín dama í fríi eiginlega án þess að ætla það,en ég neyddist til að hætta í þessum skúringum,ekki beint drauma djobbið en djobb samt,en svo bara gat ég ekki meir,var nefnilega alltaf í sprautum út af öxlinni,var orðin þokkalega þreytt á því að finna alltaf til ef ég gerði eitthvað,og viti menn núna finn ég ekkert til,....Trallllalalala
Jæja nú er ég búin að ausa úr minni andlegu ruslafötu á bloggi mínu....
Hafið það gott fólks
9.9.2008 | 17:56
Námskeið á Bifröst
NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA!!!
Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:
HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT ?
Skref fyrir skref með glærusýningu.
KLÓSETTRÚLLUR: VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM? Hringborðsumræður.
MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel).
DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?
Pallborðsumræður; nokkrir sérfræðingar.
LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi -
Opin umræða.
TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?
Hópvinna og hlutverkaleikir.
HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM
PowerPoint kynning.
SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar.
ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?
Ökuhermir.
AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA
Fyrirlestur og hlutverkaleikir.
HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni.
AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR
Komdu með dagatalið þitt í tímann.
AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR
Einstaklingsráðgjöf og samtöl.
Skráning er hafin í s. 666-9999.
5.9.2008 | 15:27
Smá grín á föstudegi:)
Eiginmaðurinn hallaði sér upp að frúnni og sagði: Manstu eftir því þegar við elskuðumst í fyrsta skipti fyrir rúmlega 50 árum ?
Þú studdir þig upp við girðinguna og ég tók þig aftan frá.
Já ég man þetta vel segir konan með dreymnum svip og brosir við bónda sínum.
Hvernig væri að endurtaka þetta ? Bara svona upp á gamla tímann . Girðingin er hérna rétt hjá ?
Ooooooohhhhh , Stebbi . segir frúin feimin, þú littli skratti . Mér finnst þetta frábær hugmynd.
Maðurinn við næsta borð heyrði á tal hjónanna og trúði varla sínum eigin eyrum . Hann ætlaði sko ekki að miss af þessu og elti þau út.
Gömlu hjónin lölluðu af stað með stafina sína og hölluðu sér hvort upp að öðru til að fá betri stuðning.
Þegar þau komu að girðingunni, lyfti sú gamla pilsinu og smeygði sér úr naríunum og sá gamli lét sínar buxur sömuleiðis falla. Um leið og frúin hallaði sér upp að girðingunni , laumaði karlinn sér inn að aftanverðu.
Skyndilega upphófust einhverjar fjörlegustu og kraftmestu samfarir sem maðurinn hafði nokkru sinni orðið vitni að. Gömlu hjónin hristust og skulfu og létu eins og brjálæðingar upp við girðinguna og héldu þannig áfram í rúmlega 40 mínútur. Konan ákallaði guð og sá gamli hékk aftan á henni eins og það væri hans síðasta. Skyndilega var eins og allur vindur væri úr þeim og þau féllu niður í grasið.
Maðurinn sem varð vitni að þessu starði næstum úr sér augun. Honum varð hugsað til foreldra sinna, hvort þeir stunduðu enn svona villt og galið kynlíf.
Hann átti bágt með að trúa því.
Þegar kynlífsparið hafði legið í þrjátíu mínútur í grasinu til að jafna sig , risu þau gömlu á lappir og komu flíkunum í réttar skorður.
Ég verð að spyrja þann gamla hvernig hann fór að þessu , sagði sá ungi með sjálfum sér. Þau voru eins og miðnæturhraðlest! Gjörsamlega óstöðvandi.
Þegar gömlu hjónin gegnu fram hjá manninum sagði hann. Þetta var ekkert smáræði. Þið hljótið að hafa verið að í 40 mínútur. Hvernig fóruð þið að þessu ??? Er það kannski leyndarmál ?
Nei sko það er ekki leyndarmál sagði gamli maðurinn og ranghvolfdi augunum . nema hvað að fyrir 50 árum var þetta ekki ramagnsgirðing!!
--
Góða helgi allir,og njótið þess að vera til
2.9.2008 | 16:29
Laugardagurinn!!!
Á laugardeginum var bara vaknað á góðum tíma,farið og fengið sér morgunmat,og svo var eiginlega bara stokkið af stað að finna hvaða strætó færi í dýragarðinn,létum Ívar í það mál og reyndist það honum auðvelt,enda kunni hann aðeins á þetta því kauði bjó einu sinni í Danmörku...fórum með rúmlega stútfullum stætó hehe ekki fyrir mig að ferðast í svona síldartunnu ónei,ónei,,,og auðvitað voru trilljón manns þar Ég held að ég sé ekkert að setja inn fl,myndir ég barasta nenni því ekki og ef einhverjum langar að sjá fl myndir þá verður sá hinn sami bara að koma í heimsóknjæja við vorum í dýragarðinum eiginlega mest allan laugardaginn enda margt að skoða,og mikið af dýrum,ég vorkenndi hvítabjörnunum þeir voru ornir gaga,syntu alltaf sama hringinn og gægðust af og til upp úr vatninu,,,jájá
vorum dauðþreytt þegar við komum upp á hótel um sex leitið það var búið líka að vera svooooo mikill hiti vááað þreyttu vitleysingarnir frá Íslandi sem allir héldu að væru Finnar grjótsofnuðu í tvo tíma,bara gott.....
Meira seinna....................
2.9.2008 | 10:45
Komin heim....
Jæja þá er ég komin á gamla góða Ísland aftur og heim á Helluna í litlu fínu góðu íbúðina mína og svaf í mínu rúmi í nótt Yndislegt bara alltaf gott að koma heim,Heima er best hvar sem það er
Er samt ekki alveg að nenna þessu bloggi,ætla svona að spá í það síðar,hvort ég hætti þessu bulli hér eða ekki,á eftir að koma í ljós...
Ferðasaga hihi
Við Didda fórum í bæin á miðvikudagskvöldið,var búin að ákveða að geyma bara bílin hjá systir minni,sem ég gerði og hún systir mín keyrði okkur til Ívars ákváðum að vera öll á sama stað þegar það yrði náð í okkur en frænka hennar Diddu heimtaði að fá að keyra okkur vitleysingana á sínum flotta Kadilakk bara gaman hún kom svo um 03,30 um nóttina jiii hvað við vorum mygluð eftir þriggja tíma svefn jæja það var brunað upp á völl,og hvernig sem á því stóð þá vorum við tímalega þar en vorum samt með þeim síðustu inn í vélina haha en svona er það bara stundum...Sváfum aðein í flugvélinni, fórum fá Ísl,kl.7 og lentum í Köben um hád að dönskum tíma,tókum lest frá flugvellinum og fórum á aðal lestarstöðina,strunsuðum svo Vesterbrogatan þangað til við fundum hótelið ekki svo langt frá... Vorum eitthvað að dinglast upp á herb,hálf slæpt en samt ekki,ákváðum að fara á strikið að hitta Pede,hann kom og það var rosalega gaman hjá okkur,hahaHér eru Pede og Ívar mikið spjallað og mikið hlegið. Vorum eiginlega að væblast á stikinu framm á kvöld,fengum okkur að borða saman jamm og svona bjórin smakkaður
Skál í borðinu,þarna var aðeins orðin svalt og komin úðarigning, Hér er svo gínan í rauðu peysunni..
Pede kom með okkur upp á hótel því þar átti hann ísl glaðning,vá hvað hann var hamingjusamur þegar hann fékk pakkan
Á föstudeginum vorum við öll eitthvað hálf dösuð og vorum bara á rólegu nótunum,planað var að fara í tívolí um kvöldið það var líka bara það eina sem var gert eða þannig vorum bara eitthvað að ráfast um jamm,jamm,fórum í tívolí og þar voru tónleikar með Dodos and the dotos(veit ekki hvort þetta er rétt skrifað) og já vá þar var sko stappan mestasta jiii minn ákváðum að vera ekkert með í þessari stöppu,heldur var bara stikað inn á veitingastað og borðað úti og hlustað á tónleikana,Pede kom þarna með vinum sínum og kærustu,gaman að hitta þau..Eiginlega var allt loft úr mér uum kvöldið þannig að ég var bara heima og fór snemma að sofa...
Meira seinna............
2.9.2008 | 06:37
Klukkið
Klukkuð..
Fjögur störf sem ég hef unnið um Ævina
0 Landsvirkjun
0 Ísfélag Vestmanneyja
0 Rangárþing Ytra
Fjórar Bíómyndir sem ég held upp á
0 Mýrinn
0 ?
0 Djöflaeyjann
Fjórir staðir sem ég hef búið á
0 Reykjavík
0 Hella
0 Vestmannaeyjum
0 Rauðalækur
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
0 CSI NY
0 Eurika
0 Everwood
0 Lost
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium
0 Danmörk
0 Írland
0 Ísland
0 Slóveníja
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
0 mbl
0 visir
0 Sudurland.is
0 Vedur.is
Fernt sem ég held upp á matarkyns
0 Kjúklingur
0 þorramatur
0 Lambahryggur
0 soðin þoskur
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
0 Fyrir austan sól og ...
0 Bíbí
0 ????
0????
Fjórir bloggara sem ég klukka
0 Linda
0 Arna
0 Ester.
Ferðabloggið kemur í dag...
20.8.2008 | 01:26
Ekki komin aftur !!! ;)
Smá úr bústaðaferðinni,sem var bara æðisleg,frábært veður,rigndi daginn sem við fórum heimFroðufellandi furðuverur í heita pottinum..Begga kom og var hjá okkur í tvo daga,Anna systir og mamma komu og voru í eina nótt,það var nóg af gestum og ekki leiddist manni svosemJá ekki má gleyma að Siggi kom með börnin sín og var hjá okkur yfir helgina hann gisti í fellihýsinu sínu fyrir utanHér er Siggi,Helga Rún,Gretar og Sigrún...
Á miðvikudeginum skruppum við í Slakka margt að sjá þar af dýrum eins og venjulegaAndrea að klappa kátri kanínu.Guðrún með þreytta hvolpinn.Berglind og Birgitta með eina kanínu,í baksýn eru Guðrún og Andrea að klappa þreytta hvolpinum,.....
Svo er hér ein mynd af skilti sem ég varð að takaJamm,jamm
..........................................................................................................................
Um síðustu helgi skruppum við Didda í Hveragerði á blómstrandi daga það var gaman,
Og um næstu helgi er það svo landbúnaðarsýningin+töðugjöld,og er ég harð ákveðin í að mæta á svæðið,núbb svo 28 er ég bara að fara til Danmerkur ásamt Diddu,Ívari og tja óvitað hver sá fjórði er
Læt þetta gott heita að sinni,,,,það var verið að nöldra í mér að fara að blogga aftur,en er nú samt að hugsa um að vera í smá pásu áfram
Hafið það gott allir,og njótið þess að vera til
5.8.2008 | 21:35
Smá frí....
Nú ætla ég komin í smá frí,og ætla því að taka mér frí hér líka,og bara tölvufrí líka,því auðvitað er hún algjör tíma þjófur úfff
Hafið það gott
2.8.2008 | 10:26
Smá blogg inn í helgina
Jæja þá er þessi verslunarmannahelgi gengin í garð,og ótrúlegt en satt ég sit bara hér heima við tölvuna að blogga jahérna semsagt kraftaverkin gerast enn...en það er nú ekki öll nótt úti enn,ætla að skreppa á rúntinn upp í Árnessýslu og ath statusin á nágranna sýslunni,verð að fylgjast með þessu sko ha
Í gærmorgun fór ég á Hvolsvöll ti læknis og auðvitað fékk ég sprautu í handlegginn og öxlina ekki eina heldur bara tvær,og leið svakalega vel eftir þær og fann ekki fyrir neinu,en dokksi varaði mig við og sagði að ég gæti fundið óþægindi seinna,og þau létu sko ekki á sér standajemundur minn bólgan stökk niður í olnboga og píndi mig vel og já ég fékk einhverjar dúndur pillur sem sjá um mig og mína bólgu verkinúna er ég bara aum eftir þetta allt finn aðeins til enn ekkert sem pirrar mig,ég gæti sko dansað á pallinum meðan Didda skellihlær
Didda bauð mér í grillmat í gærkv,og auðvitað át maður á sig gat mmmmm,,svo komu Ásdís og Siggi,og fórum við að spila Trivjal,og teiknispilið,ég held að Didda og Ásdís hafi svindlað í trivjal huhh þær völtuðu yfir okkur Sigga...SVINDLARARhaha en þetta var mjög gaman,gisti hjá Diddu því ég smakkaði smá hvítvín eða svo,en ekki meira en það að ég var vöknuð kl 08.00.og komin heim kl.09.00.. eldspræk hvað annað...Fékk hringingu í nótt sem mér þótti mjög vænt um hann Ingi Þór sonur Röggu vinkonu minnar í eyjum hringdi,og sagði mér að það væri engin Þjóðhátíð án mín,þessi elska er svo vanur að ég komi alltaf til eyja á þessum tíma,hann reyndi allt sem hann gat til að reyna að snúa mér í þessum málum,ætlaði að redda mér inn í dalinn,og sagði að ég mætti gista hjá þeim ef allt væri fullt hjá mömmu hans..Ég sagði að hann eða þau yrðu að vera án mín þetta árið,en við myndum bara hittast á töðugjöldunum....
Jæja nú ætla ég að fara að hætta þessu......
Góða helgi allir og munið að ganga hægt um gleðinnar dyr hvar sem þið eruð stödd..Það ætla ég að gera...