31.7.2008 | 17:17
Fjörið að byrja....
Hélt að það væri jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2008 | 13:36
Gott veður...veður gott
Þetta er náttúrulega bara búið að vera frábært veður,en verð nú að viðurkenna að í gær var eiginlega of heitt fyrir mig sko púfff..Og gott er það nú í dag líka þó svo sólin skíni ekki jafn mikið,svo er smá gola sem er bara gott..Bræður mínir náðu að klára heyskapinn í gær,þá er það frá,,kem ekkert nálagt þessu lengur......
Ég er komin í hálfs mánaðar frí núna,ákvað bara að biðja um frí næstu viku vegna slæmsku hér og þar,og var það auðsótt mál,er að fara að hitta doktor Guðmund í fyrramálið(aldrei sami læknirinn)eiginlega drullu kvíður mér fyrir,er nefnilega viss um að ég fái sprautu,ohh ég er svoooo sprautuhrædd að það er ekki fyndið það frýs í mér blóðið held ég,en ef ég verð betri í öxl og hálsi þá er það til vinnandi sko
Þannig að eflaust verður mín bara heima um helgina,skrepp kannski bara í bíltúra hingað og þangað aðalega þangað,ætla pottþétt að kíkja á litla bró og co upp í Haukadal
Kannski ég rekist á svona fugl um helgina,,,ekki gott að segja hvað gerist,það er alltaf verið að hringja vinirnir og ath hvað á að gera,sumir ætla þetta og aðrir annað,og ég hitt hoho
Kannski ég skjóti öllum ref fyrir rass og skondri á þjóðhátíð og segi engum frá það væri bara snild,en samt ætla ég nú ekki að gera það,því ég er að spara fyrir Danmerkurferðinni okkar,nenni ekki að vera blönk í dk,ekki sniðugt heldur að vera að fara út og eiga engan gjaldeyrir ónei,ónei...
Jæja nú er ég að spá í að hætta þessu bulli og fara að letibykkjast eitthvað hér,hvað svosem sem það nú verður,alltaf hægt að finna sér eitthvað til dundurs,eða bara skella sér á hótel mömmu og fá nýbakaðar kleinur og flatkökur sem hún og tvíburastelpurnar hennar systur minnar voru að baka nammi,namm..
Gott að sinni..............................
29.7.2008 | 20:04
Þurrt...land
Hvað er fólk eiginlega að bruðla svona með vatnið hér sunnanlands ha ég bara spyr,heyrði og sá í fréttum að sveitastjórin okkar,var að tala eitthvað um að það yrði kannski vatns-skortur að fólk bruðli með vatnið það er allveg satt að það er bruðlað með það eins og allt annað
Hér er búin að vera algjör steik í dag,þoldi ekki við á pallinum því þar voru 39 stig í sólinni,en 27 í forsælu eða eitthvað svoleiðis,ég ákvað að fara inn áður en ég yrði að sméri,hahaha..jamm,jamm
Skal viðurkenna að síðasta blogg var bara bull stelpur ég er ekkert orðin gömul,bara oggulítið þreytt og pirruð,að vera svona eins og ég er í dag huhh..En hvað með það best að brosa bara við morgundeginum og dingla sér ýýhhhhahaha..Jæja jæja..hef eiginlega lítið meira til að tjá mig um..
Gaman væri að vita hvort hún Sigga kannaðist við fremsta drenginn
Bara gert upp á grínið...
28.7.2008 | 17:15
Á ég að blogga smá humm..
Hef nú ekki verið sú duglegasta að blogga núna þessa dagana,er bara búin að vera í einhverjum aumingjaskap puhhh..handlama og liðið ekkert of vel,og var ekkert að vinna,já mín bara með svakalega vöðvabólgu upp í háls,en handleggurinn er allt annar handleggur,og jibbý komst að hjá lækni 1 ágúst sko heimilislækni,þetta er með ólíkindum,jamm,jamm,nóg um það...
Mér finnst alveg ótrúlegt að það sé að koma verslunarmannahelgi,einhverntíma hefði ég nú verið búin að ráðstafa henni,en það er ekki svo núna,kannski er mín bara að róast og eldast held það nú bara haha..
ÆÆÆÆÆ það er verið að tala um Heklugos ohhhað hún gjósi á næstu 3 árum,og hvernig eigi að vara fólk við,ég man ekki betur en að síðast árið 2000,þá hafi þeir vitað það með 20 mín fyrirvara...humm gaus hún síðast 2000,svei mér þá held það bara,held að hún hafi ekkert hnerrað eftir það.....kannski er ég orðin gömul,man ekkert ööö.......en þeir segjast geta vitað það með klukkutíma fyrirvara,ef að fólk verði á vappi þarna í kring eða bara upp á Heklu,jájá,svona er þetta la líf...Hef ekkert meira að tjá mig um..Ætla að hlusta á þetta betur...
23.7.2008 | 07:49
Skreppur
Ekki Skreppur Seiðkarl haha man eftir honum stórskrítin galdrakarl hoho...En ég skrapp í bæinn í gær eftir hádegi og með mína múttu meðferðis og fórum nú á hennar bíl,minn er hálf bensínlaus hér út á plani og fær að vera það aðeins áfram,allavega fram að versló,þá er spurning hvort ég tími að setja nokkra dropa á hann...
Já við skruppum semsé sagt í höfuðborgina,alltaf sama andsk.....stressið þar,skruppum í ZikZakk,ekkert bruðlað þar,en það eru komin ansi flott föt þar og fallegir litir grænn minn litur olivíu grænn,allt er vænt sem vel er grænt,skruppum svo í Hagkaup í skeifunni og þar var auðvitað bruðlað pínu ekki mikið bara smá,svo restuðum við í rúmfatalagernum í skeifunni,smá bruðl þar líka,svo var barasta brunað upp í Grafarvog til systur minnar,en hún var búin að bjóða okkur á MammaMía ´myndina og var hún frábær að mínu mati skemmti mér vel þar,karlin hennar systur minnar var búin að elda dýrindis fiskrétt þegar við komum heim,fórum austur aftur um níu,og komu tvíburarnir með,ágætis dagur bara hjá mér í gær
En í morgun þá vaknaði ég kl.05.30 ekki allveg það sem ég ætlaði mér,ég er nú ansi hrædd um að sumir sofni eftir nuddið á eftir,er nefnilega að fara í sjúkraþjálfun um hálf tíu,kannski bara best að leggja sig aðeins eftir það,svo ég verði spræk í dag,því ég ætlaði að nota þennan frídag minn í að taka fataskápinn í gegn,það er einhver óregla inn í honum...
Jæja gott fólk vona að þið eigið góðan dag...
20.7.2008 | 21:57
Ella og Jón eru orðin hjón!!!!!
Já Ella og Jón eru orðin hjón,þau létu pússa sig saman á laugrdaginn í Árbæjarkirkju,og svo heljarinnar veisla á eftir í fjósinu á Brekkum æskusyöðvum Ellu,Þarna eru þau hjónin sæt og fín.....verð að setja eina mynd afSprellikellunum Helenu og Diddu..
Í dag er mín búin að vera frekar þreytt haha,bara legið yfir imbanum og horft á dvd assgoti ljúft,svo fór ég núna seinnipartin að taka laulegt hér á pallinum og út í garði og koma því í örugg skjól,á ekki að vera einhver brjáluð Bína í veðrinu eða svona næstum því,,jamm,jamm....
Er ekki eiginlega að muna neitt meira til að tjá mig um er semsagt búin að hella úr minni andlegu ruslafötu í dag
Góða nótt fólks,og dreymi ykkur vel....
18.7.2008 | 21:51
Spes fyrir Lindu
Linda og Ragnar voru gift, en hann var mikil karlremba. Þó þau ynnu bæði fullan vinnudag leit hann aldrei við hússtörfum og hélt því fram að það væri hlutverk konunnar að sjá um þau. En eitt kvöldið þegar Linda kom heim úr vinnunni sá hún sér til mikillar ánægju að búið vr að baða börnin, vaska upp, þvo þvott og hengja út, dýrindissteik var í ofninum og búið var að leggja fallega á borð og setja stóran og fallegan blómvönd á mitt borðið. Linda varð auðvitað forviða og heimtaði að fá að vita hvað væri í gangi. Eftir nokkrar fortölur viðkenndi Ragnar fyrir henni að hafa lesið í tímariti að útivinnandi eiginkonur væru yfirleitt ásleitnar ef þær væru ekki svo þreyttar eftir að húsverkin bættust við vinnuna. Daginn eftir gat Linda varla beðið eftir að segja vinnufélögunum frá þessari breytingu. "Og hvað gerðist?" spurðu þeir. "Þetta var alveg frábær matur," svaraði Linda. "Ragnar vaskaði meira að segja upp eftir sig, hjálpaði krökkunum með heimavinnuna, braut saman þvottinn og gekk frá öllu upp í skápana." "Og hvað gerðist síðan seinna um kvöldið?" spuriði vinnufélagarnir forvitnir. "Ekkert," svaraði Linda, "hann var svo þreyttuuuuuur......."
hahahihi
18.7.2008 | 13:14
Fjólublár...............
Fjólublár hattur!
3 ára:
Lítur í spegil og sér Drottningu!
8 ára:
Lítur í spegil og sér sjálfa sig sem Öskubusku/Þyrnirós!
15 ára:
Lítur í spegil og sér sjálfa sig sem
Öskubusku/Þyrnirós/Klappstíru eða ef hún er á túr sér: Feit/Bólur/LJÓT (Mamma, ég fer ekki í skólann svona!)
20 ára:
Lítur í spegil og sér: of feit/of mjó, of lítil/of stór, of
slétt hár/of krullað; en ákveður að þetta verði að duga.
30 ára:
Lítur í spegil og sér: of feit/of mjó, of lítil/of stór, of
slétt hár/of krullað; en segir að hún hafi ekki tíma til að laga það og
lætur það duga.
40 ára:
Lítur í spegil og sér: of feit/of mjó, of lítil/of stór, of
slétt hár/of krullað; en segir ;Ég er þó allavega hrein; og lætur það
duga.
50 ára:
Lítur í spegil og sér ;Ég er; og gerir það sem hana langar til.
60 ára:
Lítur í spegil og minnir sjálfa sig á það er til fólk á hennar
aldri sem getur ekki einu sinni séð sig í spegli lengur. Fer út og
sigrar heiminn.
70 ára: Lítur á sjálfa sig í spegli, sér visku, hlátur og möguleika.
Fer út og nýtur lífsins.
80 ára:
Hefur ekki fyrir því að líta í spegil. Setur bara upp fjólubláan
hatt, fer út og hefur gaman af lífinu.
Kannski ættum við allar að setja upp fjólubláa hattinn fyrr. Sendu þetta til 5 kvenna sem þú ert svo lánsöm að eiga að vini.
Ef þú gerir það mun nokkuð frábært gerast: .......þú munt ýta undir
Góða helgi allir mínir bloggvinir
16.7.2008 | 23:05
Eyjapæjan..............
Eyjapæjan hún Ragga birtist óvænt hér í dag,og er búin að vera að hrista upp í okkur Diddu með þjóðhátíð,ohhhDidda sagði nú við hana að hún skyldi nú ekki alveg útiloka það að við kæmum,ég er búin að vera hörð á því að fara ekki,er farin að halda að ég sé að mýkjast aðeins við þessa gömlu æskuvinkonu mín hihi...Reyndar var planið annað sko í mínum huga,og það var að gera ekki neitt svosem nema kannski að burra eitthvað út í óvissuna,kannski bara burra niður í Þorlákshöfn,haha minnir mig á eitt ég sagði Diddu að ég ætlaði að bjóða henni og strákunum í óvissuferð á föstudeginum fyrir versló,og sagði henni hvert för yrði heitið fyrst færum við niður í Þorlákshöfn og horðum á Herjólf farasvo myndum við keyra út á Bakka flugvöll og horfa á allt liðið sem væri að fara í flug,og ég get sagt ykkur það að henni fannst þetta ekkert svakalega sniðugt og spurði mig hvort ég væri orðin eitthvað leið á lífinu jiii kann fólk ekki að taka skemmtilegu djókiÉg fæ bara flotta karlin með svipuna til að bjarga mér ef þau reyna að koma mér fyrir
Jæja,jæja,ég er eitthvað voðalega myndasjúk núna haha,og ég gleymi því enn og aftur að ég er í bloggfríi,þurfti bara að tjá mig aðeins um þetta...........
14.7.2008 | 12:12
Kvef...pest
Hrjáir mig núna og ákvað ég barasta að vera ekkert að fara út úr húsi í dag,reyna að ná þessum óþverra úr mér,mér finnst það hálf asnalegt að vera bullandi kvefuð um mitt sumar,en svona er þetta bara og lítið við því að gera
Helgin var ágæt hjá mér,við Didda skruppum til reykjavíkur á laugardagsmorgun til að eyða smá pening og það tókst nú alveg sko skal ég segja ykkur við fórum í Smáralindina,en ég svosem verslaði ekki mikið buxur og bol,í Evans slapp nokkuð vel með það,jú svo verslaði ég brúðkaupsgjöf,en Ella dóttir Diddu er að fara að gifta sig 19 júlí,og ekki er nú gaman að koma tómhent í veisluna,en ég ætla nú ekki að segja hvað ég keypti því hún gæti nú lesið þetta blogg hver veit huhh...Nú svo fórum við og heilsuðum upp á Kidda hann var að kaupa sér íbúð í Breiðholtinu,hann er búin að rústa öllu út úr henni,en þetta verður örugglega flott þegar hún er tilbúin Hilmar málari var mættur á svæðið með málingarúlluna,,lentu í bölvuðu óveðri upp á Hellisheiði ekki neitt sem mig langar að keyra í aftur hávaða rok,svarta þoka og mýgandi rigning,ekki sérstaklega góð skilyrði til að keyra í,ónei,ónei..En eitt slæmt henti mig samt á leiðinni,það sótti hvað eftir annað á mig hrikaleg syfja dísess var alltaf að stoppa og fara út og reka andlitið upp í vindinn,þetta er skelfilegt þegar svona kemur yfir mann,og Didda var engu skárri þannig að ekki gat hún leist mig af við að keyra
Jæja ég hélt að ég hefði verið komin í bloggfrí,en þegar ég þarf að vera svona heima og fara ekkert út,það er nú hvort eð er ekki spennandi því það er nú bara eiginlega rigning og já................
Ekki myndi ég nenna að vera að bíða eftir þessum eina sanna ha þá yrði ég svona fyrir rest,því þessi eini sanni er auðvitað ekki tilhahaha
Þess vegna er ég bara að hugsa um að vera áfram engill í dulargerfiLæt þetta gott heita og flýg á vit ævintýra dagsins
Njótið dagsins