21.10.2008 | 23:48
Á ég að reyna........
Að sjóða saman smá blogg það er spurning,það gæti nú orðið allsherjar blogg-grautur hjá mér
Var með liðveislu í gær og náði ég nú í frökenina því ég neiddist til að svíkja hana á sunnudaginn,en þetta var ágætt hjá okkur í gær,við dunduðum okkur í kortagerð,spjalli og smá videóglápi,ætla að reyna að vera dugleg með hana núna allavega framm að áramótum,þá verð ég kannski letingin aftur neinei uss það má ekki þetta er mín vinna verð víst að stunda hana fyrst ég ákvað að halda henni áfram...
Fékk smá vinnustubb um helgina og var að vinna með fjörkonunni henni Lindu(www.bestalitla.blog.is ) og þetta var bara assgoti gott,kostaði að vísu auma fætur og smá þreytu en það var nú bara gott..
Svo er ég að byrja hjá sjúkraþjálfanum aftur eftir mánaðar frí,sem þýðir það að ég VERÐ að vakna snemma á morgun,og það er nú alltaf þannig með mig að þegar ég þarf að vakna snemma vil ég bara sofa,en þegar ég má sofa þá vakna ég fyrir allar aldir,voðalega er maður skrítin ha...
Ég er að hugsa um að reyna og hamast við það að gera mig ofurlitla svo ég komist í eitt af hólfunum á ferða töskunni hennar Lindu,var nefnilega búin að gata eitt hólfið svo hægt væri að anda ef ske kynni að ég þyrfti að fela mig þar,en hún veit sko ekkert af þessu hahakannski ekki allveg svona lítil en næstum því....
Jæja nú er gott komið af þessu bulli,er akkúrat ekkert að tjá mig af viti,andin kemur víst ekki yfir mig í þetta sinn..
Góða nótt og sofið vel
20.10.2008 | 08:02
Aðeins um karlmenn!!!!
"Ég finn þetta ekki" Þýðir: Þetta féll ekki í hendurnar á mér
"Get ég hjálpað til við matinn ?" Þýðir: Af hverju er maturinn ekki tilbúinn?
"Það tæki alltof langan tíma að útskýra það" Þýðir: Ég hef ekki hugmynd um það hvernig það virkar.
"Ég hreyfi mig meira þessa dagana" Þýðir: Batteríin í fjarstýringunni eru ónýt.
"Taktu þér smá pásu elskan, þú hamast alltof mikið" Þýðir: Ég heyri ekki í fótboltaleiknum fyrir helv#### ryksugunni.
"Þetta er áhugavert elskan" Þýðir: Ertu ennþá að tala.
"Elskan mín við þurfum ekki á dauðum hlutum að halda til að sanna ást okkar" Þýðir: Ég gleymdi brúðkaupsafmælinu aftur.
"Ég aðstoða við heimilisstörfin" Þýðir: Ég henti einu sinni óhreinu handklæði nálægt þvottakörfunni.
"Þú ert svakalega flott í þessum fötum" Þýðir: Gerðu það ekki prófa fleiri föt, ég er að deyja úr hungri.
"Ég saknaði þín" Þýðir: Ég finn ekki sokkaskúffuna mína, krakkarnir eru svangir og klósettpappírinn er búinn.
"Mér varð hugsað til þín og keypti þessar rósir" Þýðir: Stelpan sem var að selja þau var algjör skutla
"Ég þarf ekki að lesa leiðbeiningarnar" Þýðir: Ég er fullfær um að klúðra þessu án þess að lesa mér til um það
"Við erum ekki villt, ég veit alveg hvar við erum" Þýðir: Það sér enginn okkur á lífi aftur.
15.10.2008 | 21:37
Eins og stytturnar
Veit ekki,sé ekki,segi ekki og heyri ekki,eflaust eru þær fl.þannig er mitt líf núna eða þannig,ég opna varla orðið fyrir útvarp og ef ég geri það þá er ég hætt að heyra kreppufréttir,alltaf mikil gleði og hamingja hjá mér ...Ég hef eiginlega ekkert til að blogga um það segi ég satt,er þá ekki bara alveg eins gott að sleppa þessu en tapa sér í einhverju bulli og þvælu,hef ekki tekið einu sinni myndir,svei mér þá held að ég sé komin í kreppu,neiii kannski bara kremju múú´hahaha..var að góna á sky1 og jájá jóla-auglýsingarnar eru sko byrjaðar í útlandinu,sami gamli jólalegi jólasveinninn humm eru ekki allir jólasveinar jólalegir eða hvað??
Smá bull....Það er ekki sama hvort þú ert brúnn,eða hvítur bangsi haha eða þannig allavega ekki
sömu þægindi svo mikið er víst....
Hafið það gott...........
A
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.10.2008 | 17:04
Gamla fólkið!!!
"Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - kreppa......!"
ÁSDÍS!!!!
Ég var EKKI að skralla með fólkinu þarna á sunnudaginn..Gullan er oftast stillt og prúð og hagar sér vel á sunnudögum túdderýdey
10.10.2008 | 00:11
Gott kvöld!!
Það er helst í fréttum ööö ætla ekki að fara að baula einhverjar fréttir hér inn ónei,ónei,það er víst nóg af þeim í öllum fjölmiðlum þessa dagana...
Hér á þessu svæði er hauga rigning,mér er svosem sama er inn í hlýjunni og líður nú bara vel...Í dag fór ég í göngutúr með Halldóru og vorum með 2 barnavagna með í för og var annar ætlaður tveim börnum sem við vorum að ná í á leikskólann,og trillaði ég með þann
vagninn allavega tóman fyrst um sinn og já Halldóra tók við í brekkunni,ég er ekki orðin nóg æfð fyrir svona átök hahaen fer það á morgun og þá verð ég líka með hund í bandi jeiiii hann Lási Týr vill endilega fá að fara með í þessa göngutúraOg hér er karlinn
Það var nú voðalega gott veður þegar við lögðum í hann,en ég get svo svarið það´við vorum gegndrepa er heim kom en bara hressandi,
Það er bara að koma helgi aftur og nýbúin það finnst mér allavega,er nú ekki búin að plana eitt né neitt þessa helgina,ætli ég verði nú bara ekki heima,heima er best hvar sem það er.....................................
Ég er aðeins byrjuð að föndra jólakort,búin að gera 27 kort,ætla nú helst ekki að kaupa mér kort,en ætla kannski að reyna að selja nokkur en veit ekki samt,,jájá veit það er bara október en mér er sama það verður komin 24 des áður en ég veit af....
Jæja læt þetta gott heita að sinni...
6.10.2008 | 20:31
Sko..
Ekkert alveg í því stuðinu að blogga,en ég held að ég sé alvarlega blogglöt núna,svona er þetta bara..Eiginlega hef ég ekki frá neinu að segja,held bara að ekkert hafi merkilegt á daga mína drifið allavega ekkert sem ég man eftir...
Ætla að setja inn hér eina mynd sem ég fékk senda áðan ansi skondin eða hvað finnst ykkur??
Reyni svo að herða mig upp í að bullublogga síðar..
30.9.2008 | 22:00
Túdderý deiiii!!!
Er ég vaknaði í morgun um átta leitið og skakklappaðist inn í eldhús,að hella mér á vakna vökvann,þá er mér litið út um gluggann,og ég get svo svarið það að ég vaknaði án þess að fá vakna vökvann,það var farið að snjóa,en sem betur fer bráðnaði það eiginlega um leið hjúkkitý púkk..Ætlaði að vera svaka myndó og labba í vinnuna af því já,það er svo langt þá ákvað ég bara að keyra að þessu sinni(keyri yfirleitt,þó stutt sé skömm að því) púffpíff og það var svooooo mikið að gera að mér hitnaði í hamsi,en gat nú samt tæst í körlunum að vanda...
Fór til Ingu eftir vinnu ekkert barnabarn komið,Hófí enn með bumbuna sína stóru,,ákváðum það þegar ég fór að við myndum fara í stafagöngu í kvöld,,,fór til múttu í afmæliskaffi,þar voru tvær kvennsu stóra og litla hehe.............Er svo búin að vera að letibykkjast eftir að ég kom heim,en frú Inga og Alexandra mættu hér um átta með prikin sín,óó meina stafina,og eitthvað var verið að hringla með hæðina og svo var Arna hér líka en hún labbaði ekki enda hefðum við örugglega misst hana ofan í einhvert niðurfallið á leiðinninú við löbbuðum í hálf tíma svona fyrst og ætlum svo að auka það eitthvað visst á hverjum degi,,en mikið djööö er orðið kallt ha...Ætli ég verði ekki að fara að taka papriku tréð mitt inn,en það er í plasthúsi hér úti á palli,spurning..........................
Þetta er orðið gott að sinni ætla að hlamma mér í sófan og horfa á tv..
P.S......Ekki hlæja,en ég er farin að dunda mér svona við að gera jólakortin,ætla mér nú bara helst ekki að kaupa svoleiðis,svo ætla ég að fá mér bréfdúfu haha djókur..
Verið sæl að sinni,og passið ykkur á kuldabola hann er farin að læðast hér um
29.9.2008 | 13:55
Bara að láta vita...
Sko ég var búin að skrifa ansi góða færslu hér en hún hvarf og bara fyrir minn klaufaskap,ég er óttalegur auli með þetta núna huhh..
En ætla bara að láta hana Ásdísi mína vita af því að ég er ekki týnd,,,Ég skreið bara undir feld þegar það byrjaði að rigna og ætlaði heldur betur undan þeim feldi í dag,en ekki virkaði það alveg hjá mér því mín er með einhverja skítapest upp og niður eða svo ójjjj
Ætla að fara að reyna að vera duglegri hér hvernig sem það nú gengur,koma tímar koma ráð,,já svo var mín að byrja í aðhaldi í dag,vonandi verð ég bara Gulla mjóa þegar því líkur haha,,,hefur gengið vel með þetta í dag enda lystin ekkert of góð,og morgunmaturinn fór nú já sína leið í Gústafsberg.....
Læt þetta gott heita að sinni..
Hver vill pestina næst???
29.9.2008 | 11:48
Svo satt...
Er þetta satt humm
17.9.2008 | 00:38
Tími komin
Á smá blogg,en núna þessa dagana hrjáir mig mikil bloggleti bara svo þið vitið það Ég er er búin að vera að hamast við að vinna smá í sjálfri mér,veit ekki eða man ekki hvort ég minntist á það að ég var alltaf þreytt og með þennan líka mikla bjúg,en allavega er þreytan og bjúgurinn horfin og er ég mjög fegin að vera laus við þann fjanda, trallalala,,,
Jæja hér var margt um manninn eða öllu heldur konuna í kvöld,hingað komu tvær hressar skvísur í höfuðborginni og voru að kynna Avon snyrtivörur og Frendtex föt,og hingað komu nokkuð margar kvensur held að það hafi bara sjaldan eða aldrei verið svona margar konur(margt um konur) hér inni af öllum aldri,,,mikið fjör og gaman,flott föt og flottar snyrtivörur já svo voru líka flottir skartgripir sem Avon skvísan var með..Takk fyrir kynninguna stelpur mínar þetta var frábært..
Jæja svo á morgun er það sjúkraþjálfun, jamm,jamm
Föstudaginn fer ég svo í stelpupartý eða konupartý eins og hún mákona mín sagði,,ekkert nema konur í kringum mig núna,,,þannig að á laugardaginn er ég að spá í að fara í réttir með stóra brósa mínum þar að segja ef það verður ekki mýgandi rigning,því þá nenna þau sem ég ætla að keyra í réttirnar ekki að vera á hestum í mýgandi rigningu,,sko meiningin er að þau fari með hestana á föstudagskvöldinu uppeftir og ríði svo heim úr réttunum,,,svo verður feikna fjör í reiðhöllinni um kvöldið þar sem sveitadrengir eða heita þeir sveitapiltar æi man það ekki ætla að skemmta,skemmtanaglöðum Rangæingum og gestum,og hafði ég hugsað mér að láta mig alls ekki vanta þarer búin að bjóða frænkum mínum og Diddu í mat á laugardagskvöldinu,held bara að mér sé farið að hlakka til að gera eitthvað,hef bara verið róleg síðan ég kom frá Danmörku,enda er það bara allt í lagi að slaka aðeins á,er að vinna smá á Kanslaranum er í hádegis ösinni...
Jæja þegar allt kom til alls þá gat ég skrifað humm ekki slæmt..og að lokum er hér mynd fyrir dúlluna hann Kormák,
Indiana Jons vinur okkar Kormáks