Jahá!!!!

Heyrið mig nú af hverju missti ég humm,það er komið nýtt ár meira að segja bara 2009,ooo já ég svosem hef nú eiginlega orðið vör við það,en mér hefur sýnst hér á commentum að fólk sé farið að sakna mín,elsku bloggvinir ég varð fyrir því óláni þegar ég var að skrölta heim eftir áramóta dansleik að lenda fyrir flugeldapriki sem bara flaug með mig til tunglsins,og þar er ég búin að vera í góðu yfirlæti hjá karlinum í tunglinu og borða ost,hann er ansi skemmtilegur þessi tunglkarl skal ég segja ykkur,og ekki nóg með það haha,þá er ég búin að vera að fylgjast með ykkur öllum úr stóra kíkinum hans,svo ég veit ýmislegt núna tralllalalaWink

Jæja nýtt ár nýtt þetta og nýtt hitt,hætta þessu og hætta hinu,hætta að reykja hætta að éta eins og það sé síðasti matarbitinn í öllum heiminum,er góð í ræktinni og hreyfingunni,þannig að vonandi gerist nú eitthvað skemmtileg með þessu hættirýi humm,mér finnst allavega að það meigi ske,en hvað um um það.....Jólin búin svona almennt nema hjá mér,ætla ekki að taka jólaskrautið niður fyrr en í vor,og jólatréð gráðuset ég svo þegar frost fer úr jörðu,og ríf það svo upp aftur í desember...Reyndar er þetta nú smá svolítil skröksaga,allt jólaskraut farið í kassa og komið á sinn stað nema seríur,var ekki með jólatré þannig að já er bara með hríslu út á palli sem ég setti einlita seríu í og verður hún þar bara áfram....

Læt þetta gott heita að sinni....sem sagt eins og sjá má þá er ég allveg

SPRELLIFANDI OG RÚMLEGA ÞAÐ SKOCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Gott að sjá þig aftur Elskuleg, með húmorinn í lagi, þá veit ég að þú ert alltaf sama  Gullan mín.  Njóttu þess að borða, ganga fara í flugferðir, og reykja ef þú nærð ekki að hætta þeim ósóma.  Við eigum að njóta en ekki berjast á móti öllu sem við gerum  Njóttu þess að vera þú þessi einstaka manneskja.

Kærleikur og ljós til þín Ljúfust mín...

Sigríður B Svavarsdóttir, 14.1.2009 kl. 15:40

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Gott sveita stelpan er mætt á svæðið.

Drífandi kraftur sendu smá hingað í borgina ekki veitir af.

Kærleikur til þín

Anna Ragna Alexandersdóttir, 14.1.2009 kl. 21:10

3 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Svo það varst þú sem ég sá veifandi á tunglinu þegar ég var að kíkja á það um daginn með stjörnukíkir?

Ég er orðin svona instant jólaskreytari. Er bara með ljósleiðara jólatré sem ég sting í samband og það glitrar svo tek ég það aftur úr sambandi eftir jólin og set í geymslu.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.1.2009 kl. 02:44

4 identicon

vá hvað er gott að heyra að það eru fleirri en ég í þessum gír... hætta þessu og hætta hinu...hummm minnz er það kók og reykjurnar.... fyrir sumarið .... og súrt með jólinn tók mín niður í kvöld var ekki alveg að virka lengur ..... Knús til þín og baráttu kveður í að hætta;O) hi hi .... maður bara má ekki orðið neitt.....

Elína Stolz (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 03:38

5 Smámynd: egvania

Jáhá, það hefur verið þú sem sast og dinglaði fótunum fram og tilbaka aftur og aftur.

Skemmtileg færsla takk fyrir.

Ásgerður

egvania, 21.1.2009 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband