Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
17.11.2008 | 14:34
Smá bull frá mér,,frh.af síðustu færslu..
17.11.2008 | 14:14
Smá bull frá mér...
Er búin að vera heimsins mesti letingin með þetta blogg duuu mar.Jæja ætla reyna núna að gera eitthvað í þessu,þó ég sé alls ekki að nenna þessu,og er mest að spá í að hætta þessu blogg bulli þar hafið þið það,
Ég er nú búin að dedúa margt sl,hálfa mánuð eða svo 6-9 nóv var ég í bænum,6 nóv,fórum við Linda á námskeið á Reykjalundi í samb/við offitu,og fannst mér það mjög fróðlegt jæja var víst búin að segja frá því áður,7 nóv,var ósköp lítið afrekað,jú matur hjá Lindu þar komu Brynja og Didda voða góður matur hjá kellu,og notarlegt og gaman,jamm,jamm,8 nóv var svo innflutningspartý hjá Konna og Roger,ágætis kvöldskemmtunn,neinei það var voðalegt fjör þarna sumir fjörugri en aðrir,og sumir eiginlega bara hundleiðinlegir því er ekki að neita,hafði hugsað mér að setja inn myndir af þeim fjörugustuæi virkar ekki ..geri það seinna ætla nefnilega aðeins að gramsa í þessum albúmum hér og taka út sumar myndir eða bara albúm,,og geyma jafnvel á gömlu síðunni minni eða bara hreinlega út af fyrir mig,ég hugsa að sumir verði fegnir nefni engin nöfn haha...
Hér var risamarkaður um helgina í reiðhöllinni út á flötum,hægt að gera góð kaup sko,keypti nokkrar jólagjafir á lítið...
Jæja hætt í bili
7.11.2008 | 11:24
Reykjavík
Jámm er í henni Reykjavík,við Didda komum í gærmorgun,náðum í Lindu og fórum við ég og Linda á námskeið/fyrirlestur á Reykjalundi námskeið um offitu.mjög fróðlegt fannst mér,er ekki viss um að sumir hafi séð allt eða heyrt bara gaman að því haha Ég var eiginlega orðin eitthvað ansi þreytt og sibbin þarna í restina en hafði nú af að hanga með augun opin,þó ég eigi mjög erfitt með að sitja svona fyrirlestra Svo um kvöldið bjó Kormákur til dýrindis pizzur mmmm ekkert smá gott hjá krakkanum,sukk um helgina og svo já baunir og grænmeti eða eitthvað ekkert sukk meir að sinni,,jamm,jamm,,
Það koma grunsamleg óhljóð hér út úr stofunni hjá lindu snork með meiru haha,hú sagðist ætla að skella sér í smá lúr augnbíó,svaka spennandi bíó heyrist mér.....
Veit eiginlega ekkert hvað skal segja meir blogga bara þegar ég kem heim,þá gef ég ýtarlega skýrslu um borgarferðina....
Góða helgi kæru bloggvinir...og njótið þess að vera til
4.11.2008 | 21:37
Er orðin fúl..
núna yfir þessum tölvugarmi mínum,ha,henni dettur í hug að leggja sig svona allt í einu og þá kemst ég ekki lönd né strönd í því sem ég er að gera hér inni,Arna var að hreinsa hana áðan og var það henni tölvunni ofviða því hún sofnaði eftir þau þrif arrrrrrrgen hún er nú samt öllu fljótari núna en áðan verð nú að segja það,ójá ójá..Jæja ætla að reyna aftur að setja inn myndina af borðinu góða sem ég var að eignast,Linda mín hér er gripurinn,ég er nú bara mjög ánægð með þaðÞetta tók nú sinn tíma að koma einni mynd inn,,,,
Kári er nú heldur betur að þenja sig núna,koma ansi góðar hviður svona annað slagið með góðri vökvun,Linda er það gott fyrir gróðurinn hahaha
3.11.2008 | 14:42
Mánudags blogg
Jæja nú er ég aftur orðin eins og ég á að mér að vera,hvorki þreytt né þunnmaður var óttalega tuskuleg þarna á laugardaginn,eins og margir Hellubúar,eina hræðan sem var á ferðinni var var ég en ég skrönglaðist á Kanslarann og fékk Lindu til að malla ofan í mig dýrindis pizzuassgoti gott,hresstist öll við það...
Það er bölvað rokrassgat núna pufff,í gær borðuðum við systkinin og fjölskyldur hjá mömmu,systir mín kom úr Reykjavík,og kom hún með stofuborð handa mér,við skiptum reyndar bara á borðum,þau hjónin eiga sko bæði borðin,þau lánuðu mér hitt borðið þegar ég flutti hér inn árið 1999,ágætt að breyta smá deila húsgögnunum aðeins
Er nú eiginlega ekki búin að afreka neitt í dag,nema helst að borga reikninga,ohhh andsk reikningar,en hvað get ég sagt,ég kom mér alfarið í þetta sjálf haha svo skulda ég barasta alls ekkert mikið eiginlega bara pínulítið og á ekkert með það að vera kvarta,svo ég er bara hætt því
Er eiginlega farin að hlakka til næstu helgar að hitta skvísurnar og borða með þeim góðan mat,fer sko til Lindu á fimmtudag,svo förum við saman á námsk,eða fyrirlestur á Reykjalundi,verð hjá henni um helgina sko Lindu.......................... ................. .... Ætlað'i nú reyndar að vera í sveitinni í dag og skrúbba hausa,en hausinn á mér var með mótmæli og verki andsk,,,,það bara bíður eftir mér á morgun þessi hausaþvottur,æi gott að taka því rólega gamla konan ég..
Það er alls ekki hægt að opna tvo glugga í íbúðinni minni í einu því þá byrjar gluggaflautið og ég þvoooooli það ekki svona gnauð og flaut....
Jæja læt þetta gott heita á mánudegi sem á að vera til mæðu en er það nú ekki allavega ekki í dag
1.11.2008 | 19:40
Þynkuskrif;)
29.10.2008 | 21:25
Nokkur orð.
Gaddur Gríms og bróðir hans Frosti Frostason voru mættir hér í gærmorgun brrr hvað það var kallt -10 gráður,og smá vindur,svo hjaðnaði þetta sem betur fer,var skárra í dag,en ef þessi andsk,vindur væri ekki alltaf ohhþá væri allt í góðu held ég bara... Lítið sem ekkert hefur nú gerst í kringum mig,ég er ekki komin með nagladekkin undir bílin þau eru í skottinu ennþá það er allavega byrjun ekki satt?? En fer til dekkja Bjössa á föstudags morgun og ætlar hann að redda þessu karlin sá
Það verður dansball hér um helgina það eru sko fréttir þar sem það er aldrei neitt um að vera hér annars,kannski böll 3-4 sinnum á ári eða þannigég er nú sko bara mikið´að spá í að fara með henni Diddu vinkonu minni,ætlum að reyna að plata nælonsokkana úr Reykjavík austur og sprella aðeins með þær fyrst en það kemur í ljós hvort það tekst....
Silfurdrengirnir okkar eru að spila handbolta núna og eru þeir sko baaaaaaaara að standa sig í því jeiiiiii ÁFRAM ÍSLAND
Nú er október-að líða undir lok,ég er eiginlega dauðfegin,þetta er búin að vera hundleiðinlegur mánuður,kannski verður nóv,ekkert skárri og þá það bara,en það besta við þetta eru að það eru mánaðarmót framundan.......................................
Er að hugsa um að láta þetta gott heita að sinni og fara að hafa augun alveg á strákunum okkar...
Hafið það gott fólks,og passið ykkur í snjónum það geta leynst hálkublettir..
27.10.2008 | 23:26
Skrítið!!!!!!!!!
Ég skrifaði hér færslu á sunnudaginn,en hún virðist ekki hafa skilað sér ohhh fúltkannski bara týnst í kerfinu annað eins gerist víst í dag...
Allt gott að frétta úr sveitasælunni hér austan fjalla,sól og gott veður í dag smá frost,en hvað er það á milli vina,,,
Var að fóstra ísl,hund um helgina fyrir bróðir minn,og honum að þakka sko hundinum þá hreifði ég mig ansi mikið Hér er mynd af karlinum,fallegur hundur hann heitir Tryggur
Jæja er loksins búin að þefa uppi vetrardekkin mín,og fara þau bara hið fyrsta undir bílinn allavega áður en ég fer í höfuðborgina í næstu viku,því ALLS EKKI fer ég yfir heiðina á sumardekkjum ónei,ónei....
Ef hún Sigfríður mín les þetta blogg þá er ég búin að gera kort handa þér og rúmlega það,þú getur bara valið,kem bara með gáminn út á Rauðalæk um næstu helgi,,,haha kannski ekki alveg gámur sko,jamm,jamm...
Annars er hausin á mér galtómur núna svosem ekkert nýtt myndi eflaust einhver asni segja
Læt þetta gott heita fólks,,og góða nótt,og sofið rótt,hafið hljótt
25.10.2008 | 15:19
Bara eitthvað...
Þar sem ég er letinginn mestasti að blogga þá er ég að hugsa um að skella hér inn smá lesningu sem ég fékk senda á meili einhvertíma i síðustu viku
Hvern fjandann er fólkið að meina?>
> Starfs míns vegna neyðist ég til að lesa kreppufréttir daginn út og
> daginn inn. Auðvitað finnst mér þetta alveg hræðilegt og allt það
> en
> það er eitt sem ég skil ekki. Flestir tala um að nú sé kominn tími
> til
> að sinna börnunum sínum, fjölskyldu og vinum. Hvað í andskotanum
> heldur
> þetta fólk að íslenskur almenningur hafi haft fyrir stafni? Skyldi
> það
> ætla að við höfum verið viti okkar fjær og stigið trylltan dans í
> kringum gullkálfinn á meðan börnin okkar, vinir og ættingjar lágu
> óbættir hjá garði? Umkomulausir og einmana þar sem enginn hafði
> nokkurn
> tíma fyrir þá?
>
> Ég sjálf og allir sem ég þekki hafa nú verið uppteknir af því að
> vinna
> fyrir sér, að vísu ekki að vinna fyrir bankastjóralaunum heldur bara
> svona til að eiga fyrir salti í grautinn. Þessi sauðsvarti almúgi sem
> ég þekki hefur bara hugsað vel um börnin sín, takk fyrir. Hringt í
> vini
> og ættingja og heimsótt þá jafnvel ef sérlega vel hefur legið á
> fólki.
>
> Mér finnst þessi umræða gjörsamlega fáránleg. Það er verið að
> slá
> ryki
> í augun á okkur með því að við getum nú gert svo margt gott og
> nytsamlegt þótt búið sé að ræna okkur aleigunni og marga starfinu.
> Nú
> þakkar maður fyrir það helst að hafa þó vinnu. Það er verið að
> koma
> inn
> hjá okkur samviskubiti, að við höfum nú ekki hugsað sem best um þá
> sem
> næst okkur standa. Nú þegar við erum orðin atvinnulaus og blönk getum
> við allavega gefið okkur tíma að sinna börnunum í stað þess að
> æsa
> okkur yfir því að það sé búið að svipta okkur aleigunni og
> atvinnunni.
> Við eigum nefnilega ekkert að vera að velta okkur upp úr því hver sé
> ástæðan fyrir þessum hremmingum, við erum hvort eð er svo vitlaus að
> við munum aldrei geta skilið að þetta var eiginlega alveg óvart og
> mönnum í útlöndum að kenna. Hvað er svo sem að marka einhverja
> aumingja
> sem eiga ekki einu sinni part í þyrlu?
>
> Ég fyrir mína parta ætla að halda áfram að sinna börnunum mínum,
> ættingjum og vinum. En ég ætla líka að vera reið, alveg fjúkandi
> vond,
> og ekki hætta fyrr en ég hef fengið svör við því hvernig í
> andskotanum
> allt gat farið hér til helvítis á einni nóttu.
>
> Afsakið orðbragðið.
> Kona
>
22.10.2008 | 16:28
Kusu fyrirtæki og fl...
Fékk þetta sent frá góðri vinkonu...Njótið bara
SÓSÍALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.
KOMMÚNISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.
FASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.
NASISMI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.
SKRIFRÆÐI
Þú átt 2 kýr.
Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri
mjólkinni.
HEFÐBUNDINN KAPITALISMI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú.
Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein
SÚRREALISMI
Þú átt 2 gíraffa.
Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.
BANDARÍSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar
kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður
dauð.
ÍSLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki
mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að
þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar.
Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en
leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum.
Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til
viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og
átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
FRANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú
vilt eiga þrjár kýr.
JAPANSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða
tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju,
"Kúmann", sem nær miklum vinsældum um allan heim.
ÞÝSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í 100 ár, éta einu sinni í mánuði og
mjólka sig sjálfar.
ÍTALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar.
Þú ákveður að fá þér að borða.
RÚSSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr.
Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr.
Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr.
Þú hættir að telja og opnar aðra vodkaflösku.
SVISSNESKT FYRIRTÆKI
Þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun.
Þú rukkar eigendurna fyrir geymsluna.
KÍNVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og
blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttmanninn sem sagði frá stöðunni eins
og hún er í raun og veru.
INDVERSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Þú tilbiður þær.
BRESKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Báðar eru með gin-og klaufaveiki
ÍRASKT FYRIRTÆKI
Allir virðast eiga fjölda kúa.
Þú segir öllum að þú eigir enga.
Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast inn í landið.
Þú átt enn engar kýr, en þú býrð þó amk í lýðræðisríki núna...
ÁSTRALSKT FYRIRTÆKI
Þú átt 2 kýr.
Bissnessinn gengur vel.
Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það.
NÝ-SJÁLENSKT FYRIRTÆKI
Þú átt tvær kýr.
Sú til vinstri er asskoti löguleg.