Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
22.12.2008 | 17:50
Slubb og slabb..........:(
Jæja fólk,þá eru jólin að rigna burt,,,neinei meina snjónum að rigna burt því miður og ekkert nema slubb og slabb allstaðar,og er ég burraði hér um þorpið áðan þá dansaði bíllin eiginlega tjatcatja(kann ekki að skrifa þettaþakkaði nú fyrir að keyra ekki ruslabíllinn niður út á rauðalæk,en hann var verulega mikið fyrir mér,hann þurfti ekkert að vera að þvælast um akkúrat á þessum tíma,en ég hafði það af að sleppa því að smella rauðum kossi á gula bílinn hohoho
Ég ætlaði að fara í bæinn í kvöld með frænku minni,en ég er nú bara steinhætt við það,ég þurfti bara ekkert að fara,og langar alls ekki að vera að ferðast í þessu óveðri sko...Ætla nú bara að fara í smá skötuveislu til Diddu umm hvað mig hlakkar til að smjatta á henni sko skötunni...
Á morgun er það svo bara að sofa út eins og ég gerði reyndar í morgun,æi nei ég sef ekkert út á morgun það er ræktin sko,eins gott að púla af sér nokkrum grömmum fyrir jólasteikina,keyra svo út jólapakkana,eða kannski verður nú hægt að labba með einhverja ef það það er göngufært,en það er alls ekki göngufært núna..........................
Er að fylgjast með svölunum hjá mér,ööö þær eru hálfullar af vatni er nú bara að spá í að skella mér í sundbolin og opna hvítvísflösku og skella mér í svalarpottinn haha...þetta sjatnar og rennur út því jú ekki fyllast þær það eru göt á þeim....
Jæja nóg komið af bulli að þessu sinni..hafið það gott bloggvinir og
GLEÐILEG JÓL.....
19.12.2008 | 19:01
Ekkert.......
Er ekkert að finna mig í bloggi núna,þannig að nú er það bara grínið sem er í hávegum haft,..Góða skemmtunn
Jóla Hvaaðð
Jólasveinarnir í ár!
Skemmtilegt....ihiihi
1.
Glitnisgaur kom fyrstur,
gráðugur í öll bréf.
Hann laumaðist í vasana
og lék með fólksins fé.
Hann vildi sjúga þjóðina,
þá varð henni ekki um sel,
því greyið var sko afæta,
það gekk nú ekki vel.
2.
Björgúlfsaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.
Hann faldi sig í Rússlandi
og froðunni stal,
meðan bjórmeistarinn átti
við Yeltsín gamla tal.
3.
Bjármann hét sá þriðji,
böðullinn sá.
Hann krækti sér í milljarða
þegar kostur var á.
Hann hljóp með þá til Noregs
en hirti ekki um sjóðina,
sem féllu hver af öðrum
við sjáum núna slóðina.
4.
Sá fjórði, Bændasleikir,
var fjarskalega sljór.
Og ósköp varð hann leiður,
þegar bankadruslan fór.
Þá þaut hann eins og Welding
og þotuna greip,
og flaug með henni í London
því krónan var svo sleip.
5.
Sá fimmti Smárasnefill,
var skrítið fjármagnsstrá.
Þegar hinir fengu í nefið
hann barði dyrnar á.
Þeir ruku'upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti' ann sér að pokanum
og fékk sér góðan verð.
6.
Sá sjötti Sigjónárna,
var alveg dæmalaus.-
Hann framundan rústunum
rak sinn ljóta haus.
Þegar fólkið vildi skýringar
á auralausum reikningum,
hann slunginn var að afsaka
og skyldi ei neitt í hlutunum.
7.
Sjöundi var Heiðarmár,
sá var sjaldan sýndur,
ef fólkið vildi tal af 'onum
hann var alltaf týndur.
Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó þjóðarskútan maraði
þá hálfu kafi í.
8.
Baugabur, sá áttundi,
var skelfilega þver.
Hann hluta keypt'af bönkunum
með hluta úr sjálfum sér.
Svo lánaði hann sér milljarða
og yfir öðrum gein,
uns stóð hann á blístri
og stundi og hrein.
9.
Níundi var Nógafaur,
næmur á fé og snar.
Hann hentist út um heiminn
og hluti keypti þar.
Á enskum bita sat hann
í símaleik
og át þar hluti drjúga,
enga Breta sveik.
10.
Tíundi var Skallakjaftur,
tungulipur mann,
sem hamaðist á landslýð
og æsti upp hann.
Ef vammlegt var hvergi
né ósiðlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.
11.
Ellefti var Stjórnaskelfir
aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hláleg
og heljarstór eyru og nef.
Ef fnyk af féhyggju
ekki hann fann,
þá léttur, eins og reykur,
lyktina upp spann.
12.
Sólráður, sá tólfti,
kunni að spinna vef.-
Hann þingmannasveitina
sveigði í kosningaþref.
Hann krækti sér í fylgi,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist enginn
akkurinn hans þá.
13.
Þrettándi var Kreppugeir,
þá var komið kvöld,
alltaf kom hann síðastur
á bankahrunsöld.
Hann blekkti litlu börnin sín,
sem mótmæltu prúð og fín,
og trítluðu um bæinn
með spónaspjöldin sín.
Ég er nú að vona að bloggandin komi nú yfir mig aftur,nú ef hann gerir það ekki þá bara hætti ég þessu............
Góða helgi kæru bloggvinir,og farið vel með ykkur
18.12.2008 | 18:25
Lítil jólasaga.
Hér kemur lítil jólasaga sem einn góður vinur minn sendi mér,takk fyrir söguna Halli minngóð saga.
11.12.2008 | 23:32
Smá grín
Smá grín á fimmtudegi, þetta er ansi skondin og áhugaverð köku-uppskrift finnst ykkur ekki humm haha
Nú er lag að fara að baka________________________________
1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand
Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál.
Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið.
Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál.
Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur.
Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla.
Slökkvið á hrærivélinni.
Brjótið tvær hnetur og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum. Hrærið á kveikivélinni.
Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með rúfskjárni.
Bragðið á Grandinu til að athuga brestgratið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar.
Bætið einu borði. Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt.
Smyrjið ofninn.
Stillið kökuformið á 250°.
Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann.
Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.
(Finnst ykkur ávaxtakökur hvort sem er góðar
6.12.2008 | 15:26
latur laugardagur....
Já þetta er rosalega latur laugardagur,mér gengur bara ekkert að láta hann gera handtak,þennan laugardag hoho...Ætli ég sé bara ekki að bíða eftir að kl,verði eitthvað,því ég er að fara á jólahlaðborð hjá hreppnum,og eiginlega versta ég man ekki kl,hvað,ég verð að fara að gera eitthvað í þessu minnisleysi mínu ég gleymi öllu,dööö
Ég er búin að pakka inn öllum jólagjöfum,en ég virðist samt hafa keypt of margar,ég er ótrúleg einu orði sagt haha,jæja ég geymi þær þá bara fram að næstu jólum,þær skemmast ekki sko
Skapp í morgunkaffi til minnar múttu,og þar tók hann Dabbi minn á móti mér,hann Dabbi er köttur og heitir fullu nafni Davíð Oddson,barnabörn mömmu skírðu hann fyrir ca 4 árum eða svo,þetta er merkis köttur skoHér er kallinn í sólbaði...
Jæja er búin að komast að því hvenær hlaðborðið er trallalalala
Umm hvað skal ég segja meira,jú svo verður dansiball hér í kvöld á Kanslaranum,og er það hin góða eyjasveit dans á rósum sem ætlar að skemmta okkur trilla Rangæinga og gesti hahahihihoho..
Aldrei þessu vant er hausin á mér tómur,hann er eiginlega búin að vera það upp á síðkastið,,,þetta verður bara að vera nóg núna,,
Verið þið hress,ekkert stress og BLESS,BLESS
5.12.2008 | 21:23
Föstudags ritgerð !!!!!
Af því ég veit ekkert hvað ég á að blogga um,andin kemur ekki yfir mig,en vonandi gerist það um helgina en sjáum til,
HÉR ER SMÁ LESNING FYRIR YKKUR KÆRU VINIR
26.11.2008 | 07:48
Bara ekkert
Að vakna snemma og vakna snemma er sko ekki það saman ég ætlaði að vakna snemma eða um átta og finnst mér það ágætur tími en haaalllló ég vaknaði 05.15 og meira að segja glaðvaknaði,og er eiginlega urrandi fúl yfir því,hugsa að einhverjir verði framlágir í dag,fæ mér bara kríu kannski eftir nuddið það er ágætt,sofna stundum þegar ég er sett í bakstra haha en kannski það versta við það er að ég ligg yfirleitt á bakinu í þessum bökstrum og ef ég sofna á bakinu er það vísir á hrotur dííí mjög gaman eða hitt þó þegar Diegó kemur og segir þú sofa pínulítið núna og skælbrosir og þá veit ég það að ég hef verið að hrjótaen svona er þetta bara stundum hjá mér..Jamm er semsagt að fara í sjúkraþjálfun núna kl.9
Nú fer allt föndur í kassa í dag er hætt þessu kortamöndli,enda komið nóg held ég,er búin að vera að dunda mér við þetta í rúman mánuð ágætt að hafa eitthvað að dunda við..svo er ég að hekla poka fyrir GSM,síma sem ég ætla nú að gera eitthvað við fyrst ég er að þessu,gef kannski nokkra í jólagjafir,ekki galið
Við Peta fórum á Hvolsvöll í gær fórum á nytjamarkað sem þar er,sem er bæði notað og nýtt samt meira notað,mikið af barnafötum sem sést ekkert á,en þar sem ég á ekkert svoleiðis þarf ég ekki að hugsa fyrir því...svo fórum við í prjónless,sem er garn ööö prjónabúð mér sýndist reyndar ekki vera mikið af garni þarna,en kannski var ég ekki með augun á réttum stað má veraskoðuðum svo nýju húsasmiðjuna,svo kíktum við í kaffi á Gallerí Pizza til,Berglindar,Alberts og Óla og ekki er nú hægt að segja að við höfum farið svangar þaðan út eftir kaffi og gúmmelaði....enduðum svo á því að kíkja í kaupfélagið eða Kjarval eins og það heitir núna,og alltaf finnst mér búðin á Hvolsvelli betri en Kjarval búðin á Hellu hvernig sem á því stendur,það er bara þannig,mér finnst vera meira til þar,kannski maður fari nú bara að fara þangað svona annað slagið humm
Jæja svo í fyrramálið er það tækjasalurinn,mér finnst þetta eiginlega bara orðið ómissandi núna,líka það að hitta Ólínu og fá smá kaffi í Bjóluhjáleigu,bara gaman....
Jæja nú er ég að hugsa um að hætta þessu annars ágæta morgun-bloggi mínu,mér virðist ganga best að blogga á morgnana og sérstaklega ef ég vakna OF snemma,jájájá,svona er Hella í dag
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.11.2008 | 15:00
Sprikl
Vaknaði spræk í morgun,sprikldagurrétt rúmlega hálf tíu lagði ég af stað niður í Bjóluhjáleigu,að hitta hina sprikluna,fórum í Þykkvabæinn um tíu og vorum góðan klukkutíma þar,ég var nú bara ofurhress eftir þetta,en eitthvað seig nú á mig syfja eftir hádegi,og um leið þurfti bakið að mótmæla,fór nú samt að þvo og kláraði kortin sem voru ókláruð,ég ætla að vera búin að losa mig við allt jólakorta-föndur ofan í kassa fyrir helgi,er ekki að nenna þessu meir...Þetta er nú bara smá sýnishorn,jamm,jamm..
Er svo ekki málið að fara að þrífa gluggana að innan og skella upp seríum svo að ég sé ekki sú eina í götunni sem er ekki með seríur ótrúlega margir sem eru búnir að setja jólaseríur bæði úti og inni,þetta lífgar upp á skammdegið,og er nú doltið rómó finnst mér allavega,en það er bara ég...
Nenni þessu ekki meir..
21.11.2008 | 08:48
Nýtt jólalag!!!!
Nýjasta nýtt
Ótrúlega dugleg á mánudagsmorgni...vaknaði allt of snemma held að það sé nokkuð ljóst...En eitt þetta net er ekki að gera sig núna,hálf dáið (syngist við Bjart er yfir Betlehem). Bjart nú ómar betl um heim, blikar jólastjarna, stjarnan mín og stjarnan þín, stjarnan allra barna. Var hún áður víkingum vegaljósið skæra. Banki í jörðu barinn var, banki landsins kæra. Víða hafa víkingar vélað margar þjóðir. Eftir standa alls staðar auralausir sjóðir. Birtu þeirra baðast í börn og afkomendur. Sínu landi sökktu í sjálfshyggjunnar hendur. Banka greifum gáfu þeir, borga skal nú landinn. Útrás verður aldrei meir, útför krónu er vandinn. Seðlabanka svart er grín, sindrar skuldastjarna. Skuldin mín og skuldin þín, skuldin okkar barna. Guðmundur Páll Guðmundsson |
21.11.2008 | 06:36
Hvað er ást??
Gefðu þér 3 mín. til að lesa þetta. Það er alveg þess virði. Fagfólk lagði spurninguna fyrir hóp af 4 8 ára börnum, "Hvað þýðir Ást?"
Svörin voru fjölbreyttari og dýpri en nokkurn grunaði. Hvað finnst þér?:
'Þegar amma mín fékk liðagigtina gat hún ekki
beygt sig niður til að lakka táneglurnar lengur.
Svo að Afi minn gerði það alltaf fyrir hana jafnvel
eftir að hendurnar hans fengu liðagigt líka. Það er Ást.'
Rebekka 8 ára
'Þegar einhver elskar þig, segja þeir nafnið þitt öðruvísi.
Þú bara veist að nafnið þitt er öruggt í munninum á þeim.'
Billy 4 ára
'Ást er þegar stelpa setur á sig ilmvatn og strákur setur á sig rakspíra
og þau fara út og lykta af hvort öðru.'
Karl 5 ára
'Ást er þegar þú ferð út að borða með einhverjum og hann gefur þér frönskurnar
sínar án þess að láta þig gefa sér nokkuð af þínum eigin.'
Chrissy 6 ára
Ást er það sem lætur þig brosa þegar þú ert þreytt.'
Terri 4 ára
'Ást er þegar Mamma gerir kaffi handa Pabba,og hún tekur sopa áður en hún gefur honum það til að vera viss um að bragðið sé í lagi.'
Danny 7 ára
'Ást er þegar þið kyssist öllum stundum. Síðan þegar þið eruð þreytt á að kyssast viljið þið enn vera saman og tala meira.
Mamma mín og Pabbi eru þannig. Það er ógeðslegt þegar þau kyssast'
Emily 8 ára
'Ást er það sem er með þér í stofunni á Jólunum ef þú stoppar að taka upp gjafirnar og hlustar.'
Bobby 7 ára (Vaá!)
'Ef þú vilt læra að elska meira skaltu byrja á vini sem þú hatar,'
Nikka 6 ára
(við þurfum nokkrar milljónir af Nikkum á þessa jörð)
'Ást er þegar þú segir strák að þér finnist skyrtan hans falleg,
og þá gengur hann í henni alla daga.'
Noelle 7 ára
'Ást er eins og lítil gömul kona og lítill gamall maður sem eru
enn vinir jafnvel eftir að þau kynnast hvort öðru svo vel.'
Tommy 6 ára
'Þegar ég var með píanótónleikana mína, var ég á sviði og ég var hrædd.
Ég leit á allt fólkið sem horfði á mig og sá Pabba minn veifa og brosa.
Hann var sá eini sem gerði það. Ég var ekki hrædd lengur'
Cindy 8 ára
'Mamma mín elskar mig meira en nokkur annar.
Þú sérð engan annan kyssa mig góða nótt á kvöldin.'
Clare 6 ára
'Ást er þegar Mamma gefur Pabba besta hlutann af kjúklingnum.'
Elaine - 5 ára
'Ást er þegar Mamma sér Pabba illa lyktandi og sveittan
og segir enn að hann sé myndarlegri en Robert Redford.'
Chris 7 ára
'Ást er þegar hvolpurinn þinn sleikir þig í framan
eftir að þú skildir hann eftir einan allan daginn.'
Mary Ann 4 ára
'Ég veit að stóra systir mín elskar mig vegan þess hún gefur mér
öll gömlu fötin sín og verður að fara í búðina og kaupa ný.'
Lauren 4 ára
'Þegar þú elskar einhvern, fara augnhárin upp og niður
og litlar stjörnur koma út úr þér.' (þvílík sýn)
Karen 7 ára
'Þú ættir ekki að segja "Ég elska þig" nema þú meinir það.
En ef þú meinar það áttu að segja það oft. Fólk gleymir.'
Jessica 8 ára
Og að lokum:
4 ára gamall drengur átti gamlan herramann að nágranna sem hafði nýlega misst konuna sína.
Þegar hann sá gamla manninn gráta, fór litli drengurinn inn í garð herramannsins, klifraði upp í kjöltu hans og bara sat þar.
Þegar móðir hans spurði hann hvað hann hafði sagt við gamla manninn svaraði hann: "Ekkert. Ég bara hjálpaði honum að gráta"
Það er fyrst þegar ekkert er eftir nema Guð, að við gerum okkur ljóst að Guð er allt sem við þurfum.
Förum með örstutta bæn í huganum fyrir hvort öðru og höldum hamingjusöm og full ástar út í lífið.