Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
14.4.2008 | 19:59
Rugl og bull
Þá er þessi helgin liðin,og var hún bæði góð og verri,en ég ætla ekkert að vera að minnast á það verra,því þá fer mín eiginlega bara í vont skap Við Didda fórum í bæinn á föstudaginn,við vorum búnar að fá leigða Foss íbúðina í Ásholtinu,mjög fín íbúð,á föstudagskvöldinu komu góðir gestir í mat.Það voru Konni og Roger.
Svo komu líka skvísurnar þær Helga og Unnur,og hún Unnur ætlaði nú alveg að kafna úr hlátri,jiminn hvað konan hló og bara út af enguUnnur afhverju ertu svona blááá ertu að kafna hahaha,þarna held ég að Konni hafi eitthvað verið að atast í henni
Á laugardeginum var búið að ákveða að labba laugarvegin,og var það gert,ég heilsaði upp á afmælisbarnið hana Viggu en hún varð 35 á föstudaginn stelpan... Didda og Helga sólarmegin á laugarveginum
Það var bara gaman að labba laugarvegin,að vísu þurfti ég að fara mér hægt,en þetta gekk nú bara ágætlega,það svona frekar kallt,en þá var bara að klæða sig,en ekki var mér kallt,þó sumir hafi kvartað undan kulda humm,humm..
Svo um kvöldið vorum við búnar að bjóða kellunum í mat,og alltaf klikkar eitthvað hjá þessum gömlu konum,Unnur svaf yfir sig en Helga mætti ekki,svo kom Kiddi og var hann stundvís að venju en bróðurhöndin hans ekki hann eiginlega borðaði miðnætursteik,en ég ætla ekki að vera að standa í því að bjóða fólki í mat sem getur ekki einu sinni komið mætt fyrr en seint um síðir puhhh ,svo var nú meiningin að fara eitthvað en það var ekki gert,ef ég á að segja eins og er þá var kvöldið glatað og hana núBræðurnir Kiddi og Ívar...´
Var svo ekki farið að snjóa á sunnudeginum ooohhh bömmer,ég sem er orðin algjör aumingi að keyra í svoleiðis,þannig að ég vildi drífa mig heim sem fyrst,fór með Unni fyrst til Öddu að skoða skartgripi,mjög fallega,,,Og Unnur takk fyrir hjálpina í gær Yndisleg frænka
Heiðin var auðvitað hundleiðinleg og mikið var ég fegin að komast heim,næst yek ég heimboði Lindu litlu,þar að segja hvenar sem þetta NÆST verður
10.4.2008 | 12:28
Lesið varlega
Annars gætuð þið lent í því sama og þessi maður. Kæri Guð, ég er trúfast lamb þitt.Ég er orðin svo þreyttur á þessari sífelldu endalausu vinnu og vildi óska þess eins að ég gæti skipt við konun mína!!!Konur þurfa ekkert að gera nema dunda sér heima og snýta börnum af og til! Gerðu það, kæri Guð , leyfðu mér að skipta!!!Maðurinn var góður og kristinn maður sem bað Guð ekki oft bóna líka þessari. Það kom honum því ekki mikið á óvart þegar hann vaknaði fyrir allar aldir morguninn eftir og uppgötvaði að Guð hafði bænheyrt hann. Hann var himinlifandi, allt þar til hann kom fram á klósett og rakst á skilaboð frá himnaföðurnum skrifuðum eldskrift í klósettpappírinn. Þar stóð: Ég hefi ákveðið að uppfylla ósk þína. Nú skalltu drífa þig að mála þig óaðfinnanlega og leggja hárið, vera komin fram í eldhús kl. hálf sjö, hita kaffi, vekja manninn þinn og börnin, útbúa morgunverð fyrir fjölskylduna sem og nesti fyrir þá sem það þurfa, því næst skaltu reka á eftir öllum að koma sér í fötin og koma öllum út í bíl.Þú skalt keyra manninn þinn í vinnuna og börnin í leikskóla og skóla og fara svo heim með yngsta barnið og skipta á bleyjunni á því. Þú skallt svo vaska upp eftir morgunmatinn , setja í þvottavél , brjóta saman af snúrunum frá því í gær, strauja það sem þarf að strauja, skipta aftur um bleyju á barninu, gefa því brjóst, búa um rúmin, taka úr þvottavélinni , hengja upp á snúru, rétta barninu snuðið sitt, setja aftur í þvottavélina, láta barnið leggja sig og nota tímann á meðan það sefur til að ryksuga, skúra , þurka af og skrúbba klósettið.Þegar barnið vaknar skaltu skipta um bleyju á því , skipta líka um föt á því , af því að það mun hafa kúkað sig allt út, og gefa því síðan aftur brjóst.Þá verður kominn tími til að sækja eldra barnið á leiksskólann. Gerðu það og komdu með það heim. Skiptu um föt á eldra barninu því það kom gauðaskítugt úr leikskólanum.Taktu úr þvottavélinni , hengdu upp, taktu niður þurran þvott og settu aftur í vélina. Brjóttu saman þvott. Gefðu eldra barninu eitthvað að borða og ruggaðu yngra barninu á meðan.Þá verður komið að þvi að sækja elsta barnið í skólann.Gerðu það og komdu með það heim. Láttu það taka til við heimalærdóminn og hafðu yfirumsjón með því á meðan þú skiptir á yngsta barninu, klæðir miðbarnið í útiskónna sína og gerir innkaupalista.Þegar elsta barnið hefur lokið við heimalærdómin, kallar þú miðbarnið inn, gefur börnunum vel samsettan og heilsusamlegan drekkutíma og kemur því næst öllum í útiföt, því nú áttu að fara að versla. Gerðu innkaupin án þess að garga á börnin þín eða beita þau harkalegu ofbeldi, því þau munu gera hvað sem þau geta til að ergja þig.Komdu vörunum, börnunum og sjáfri þér að kassanum og borgaðu. Því miður þá muntu komast að því að færslan verður ekki heimiluð á kortið þitt, svo þú verður að biðja afgreisludömuna að hinkra á meðan þú hringir í bankann og leysir flækjuna. A meðan þú bíður eftir að komast í samband við þjónustver bankans þá muntu taka eftir því að yngsta barnið er búið að kúka og það byrjar að öskra.Þér mun takast að fá yfirdráttarheimildina framlengda í gegnum símann, greiða fyrir vörunrnar og fara með þær út í bíl.Þá skaltu fara með börnin heim í snarhasti og skipta á því yngsta.Þú munt ekki hafa mikin tíma , því innan skamms verðurðu að sækja manninni þinn í vinnuna, svo vertu snögg!!!Nú skaltu sækja manninn þinn og passa þig að verða ekki of sein. Og mundu enn og aftur að það er ekki börnunum þínum að kenna að umferðin er svona bjráluð, svo ekki láta það bitna á þeim að það pirri þig !Þegar þú hefur sótt manninn þinn þá skaltu taka til við að útbúa kvöldmatinn. Þegar allir hafa borðað er kominn tími til að koma miðbarninu í háttinn og skipta enn og aftur á yngsta barninu.Þú þarft jafnframt að þrefa við elsta barnið , því það á eftir að biðja þig um að fá að gista hjá félaga sínum, sem þú vilt ekki að það geri, því þú veist að það er mikið áfengisvandamál á því heimili og þar fyrir utan þá þarf krakkinn að mæta í skólann á morgun !!Nuðaðu í manninum þínum í hálftíma til að fá hann til að lagfæra dyrakarminn sem brotnar þegar barnið skellir hurðinni.Þegar hann hefur gert það, þá skaltu skikka elsta barnið í rúmið, skipta á yngsta barninu , setja það í náttfötin, gefa því brjóst og koma því í svefn. Þegar því er lokið þá skaltu taka úr vélinni, hengja upp úr henni, taka niður þurran þvott og setja aftur í vélina. Brjóttu saman þvottinn.Nú skaltu vaska upp og ganga frá eftir kvöldmatinn.Nú muntu anda léttar, því ró verður komin yfir heimilið.En bíddu hæg!!!Nú þarftu að þóknast manninum þínum í rúminu, hvort heldur þú vilt það eður ei !Ef þú verður heppin ( sem ég veit að þú verður ekki því ég er Guð) þá tekur það bara stutta stund. Þegar hann er sofnaður eftir gleðistundina, þá skaltu fara fram á bað og skola þig vel og þvo þér á meðan þú bíður eftir að þvottavélin klári að þvo.Þegar hún er búin skaltu hengja upp úr vélinni, taka niður af snúrinni það sem er orðið þurrt og brjóta það saman, setja aftur í vélina og gera svo skólatösku elsta barnsins klára fyrir morgundaginn, gera tilbúin föt fyrir yngri börnin og klára að ganga frá eftir daginn.Gangi þér vel Maðurinn (konann) sat agndofa á klósettinu stutta stund en tók svo til við verkin.Hann (hún) komst örþreyttur gegnum daginn og sofnaði áður en hann náði að leggja höfðuðið á koddann um kvöldið, gersamlega búinn á taugum og með aum kynfæri eftir kynlífið. Hann náði tveimur þriggja tíma svefnlotum milli þess sem yngsta barnið vaknaði og vildi drekka og hanns fyrsta verk þegar hann vaknaði elsdnemma morguninn eftir var að falla á kné á baðherberginu og grátbiðja Guð um að fá að verða karlmaður aftur. Eldskriftin birtist samstundis á klosettpappírnum:KÆRI SONUR. Ég er stoltur af því hvað þér gekk vel í gær og ég vildi svo gjarnan verða við bón þinni í annað sinn . En því miður þá er mér það ekki mögulegt!! Þú verður að bíða í um það bil níu mánuði! .. ÞVÍ MAÐURINN ÞINN GERÐI ÞIG VÍST ÓFRÍSKAN Í GÆR.!!!
10.4.2008 | 12:18
Góður
Eiginmaðurinn hafði legið meira og minna í dái í nokkra mánuði fársjúkur en af og til komist til meðvitundar. Eiginkonan var við sjúkrabeð mannsins upp á hvern einasta dag. Dag einn þegar eiginmaðurinn komst til meðvitundar um stund gaf hann konu sinni bendingu um að koma nær sér. Þegar hún hafði sest hjá honum hvíslaði hann að henni tárvotum augum:
"Veistu hvað? " Nei, hvað er það væni minn?
"Þú hefur gengið gegnum öll erfiðleikatímabil lífs míns með mér "
"Þegar ég var rekinn varstu til staðar að styðja mig " "Þegar atvinnureksturinn misheppnaðist varstu stoð mín og stytta " "Þegar var skotið á mig varstu við hliðina á mér " "Þegar við töpuðum húsinu varstu á þínum stað og þegar heilsan fór að bila varstu enn við hlið mér . " "Veistu hvað ?"
Nei hvað, kæri minn, sagði hún brosandi um leið og hún fann hjarta sitt fyllast hlýju.
Ég held þú færir mér ógæfu"
9.4.2008 | 16:07
Alltaf flottur karlin
Hann segir að það sé út af hárinu sem hann nýtur kennhylli,ég hef nú ekki spáð í það mér finnst hann bara flottur,trúlega væri hann ekkert spes ef hann væri sköllóttur,en sagt er að skalli laði að sér kvnnfólk,veit ekki meir..
Hárið er málið" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2008 | 14:49
Bæn dagsins
Kæri drottinn.
Í dag hef ég gert allt rétt.
Ég hef ekki slúðrað, ekki orðið reið,
ekki verið gráðug, fúl, vond, eða sjálfselsk.
Ég hef ekki vælt, kvartað, blótað eða borðað súkkulaði.
Ég hef ekki sett neitt á kredidkortið mitt.
En ég fer á fætur eftir nokkrar mínútur og mun þurfa mun meiri hjálp eftir það.
Amen
Þessi sending kom í pósti til mín
9.4.2008 | 10:46
Vissir þú ???
8.4.2008 | 22:37
Dýr og menn
8.4.2008 | 18:41
Komin heim
Það er gott að vera komin heim aftur..
Ég fór til Reykjavíkur á sunnudaginn,því ég átti að fara til læknis á mánudagsmorgun,Adda ákvað að hafa kynningu á sunnudagskvöl og var Unnur með fötin sín þar líka,og auðvitað bruðlaði ég í föt og snyrtivörurEn ég gisti hjá Öddu..
Svo á mánudagsmorgun fór ég til doktors Sigurjóns Sig í Glæsibæ minn sérfræðingur,hefur séð um hnéð mitt,arrrrrrrrrrg það var vökvi inn á liðnum og þurfti að tappa af liðnum ææææóóóáttts það var bara VONT,svo fékk ég sprauturnar,bólgueyðandi og verkjastillandi og auðvitað var þetta líka hund vont ég get allveg sagt frá því að ég urraði á karlgreyið,svo keyrði Adda mig bara heim og skipaði mér undir sæng ig hvíla mig því ég á að hafa hæt um mig í ca 2-3 sólarhringa,var í banni hjá Öddu útivistarbanni haha,en dagurinn í dag er verri en dagurinn í gær,en þetta lagast víst þekki það af reynslunni hef farið í þessar sprautur áður,en já,.............................Það var frábært veður á leiðinni austur sól og blýða en það var auðvitað engin sól þega ég nálgaðist Helluna þannig að ég stoppaði bara á Rauðalæk og fékk mér kaffi hjá Diddu,gott að fá kaffi..Jæja svo er bara að reyna að taka því rólega,ég eiginlega kann það ekki,en verð samt jamm,jamm
Hvað haldið þið með það er komið VOR???? Það komu nokkur snjókorn í Rvk,í dag,og svo hér í kvöld,ég vil fá vorið...Gott að sinni
6.4.2008 | 12:30
Ekkert gert
Ekkert gert þessa helgina annað en að reyna að hvíla sig,fann til alls-staðarþó aðalega í hné og baki,og nú er ég farin að taka verkjalyf nokkru sinnum á dag,þetta hefur ekki gerst hjá mér síðan olían fraus og amma dó barnlausog ég er ekki sátt..Er að fara til doktors Sigurjóns sérfr,minn á mánudaginn(ég á hann)vonandi ´fæ ég einhverja bót...
Ekki fór ég á kartöfluballið eins og ráðgert var fer bara á næsta ári hef allavega sagt þetta áður,en þar sem þær sem ég ætlaði með forfölluðust ákvað ég bara að vera heima líka og það var nú ekki slæmt,við Linda (gömlu hjónin) duttum í smá sukk,pizza,nammi og tv.ekki amarlegt ha,neinei bara assgoti gott sko hihihi...
Ég er að fara í bæin á eftir,fer þá til Öddu og verð á kynningu þar í kvöld hjá Avon gisti hjá henni, og svo keyrir hún mig til dokksa á morgun,hef grun um að ég fái verkjasprautu ohhh það er svoooo vont,en svo gott ca degi seinna annars er misjafnt hvernig þessar andsk..... sprautur fara í mig..jamm,jamm svona er lífið bara
Jæja hvað ætti ég af mér að gera núna??? annað hvort að leggjast undir feld aftur,eða horfa á tv,eðataka til restina af íbúðinni,eða fara í sturtu eða bara fá mér kaffi það er spurning,sængin og rúmið heillar voðalega sko ætla hugsa þetta vel hahaha
Jæja gott fólk hafið það gott á þessum fallega degi
2.4.2008 | 17:50