Lítil jólasaga.

Hér kemur lítil jólasaga sem einn góður vinur minn sendi mér,takk fyrir söguna Halli minnSmilegóð saga.

Jólasaga
Ekki fyrir löngu, á mælikvarða jólanna, kom uppá svolítið vandamál. Jólasveinarnir voru flestir komnir til byggða að sinna sínum uppáhalds erindum. Í helli sveinanna voru hins vegar veikindi og kertasníkir sem síðastur kemur á aðfangadag gekk illa að fá aðstoð við að undirbúa sig til ferðar. Það styttist í að sveinki þurfti að drífa sig af stað, hann var orðinn frekar stressaður. Grýla kom í heimsókn sem hafði ekki önnur áhrif en að stressa sveinka enn meira upp. Hinir bræðurnir höfðu ekið vélsleðana sem voru í lagi og sá síðasti var bilað ur. Hreindýrin voru uppi við Kárahnjúka og hreindýrasleðinn hafði ekki fengið neitt viðhald í 17 ár. Með nokkur farlama hreindýr, fyrir sleðanum, sem ekki nenntu í burt vegna elli, fór sveinki að hlaða á sleðann sem brast undan þunganum og allt fór út um allt. Kertasníkir æddi inn til að fá sér hálfkaffi (viskí og kaffi). Hann komst að því að einhver hafði drukkið viskíið og ekkert annað var til. Kaffibollinn fór í gólfið og brotnaði þannig að brotin fóru um allt gólf. Þegar hann ætlaði að sópa sá hann að mýsnar höfðu nagað hárin af kústinum. Þá er bankað á hellisdyrnar, í brjáluðu skapi strunsar sveinki til dyra. Fyrir utan stendur engill með jólatré. “Hvar vilt þú að ég setji tréð?” segir engillinn. Og þannig kom það til, vinir mínir, að engillinn er á toppi jólatrésins.
............................................................................................................................................................
IMG_1178´Þessi tré blasa við mér út um eldhúsgluggan,þau eru að svigna undan snjóþunga,hér bara snjóar og snjóar,bara gaman,meðan ég kemst ferða minna..
Er eiginlega búin að öllu fyrir jólin nema að skúra,það liggur nú ekki svo á því,..
Hér kemur smá grín...
Búin að skrifa á alla pakkana,baka jólakortin,og pakka inn smákökunum.....
Skál....
Hafið það gott þangað til næst..Whistling

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Vá það aldeilis snjóar hjá þér Gulla mín..  Hér er hvítt en bara smá föl.. Það er hinsvegar allt á kafi á Húsavík frétti ég í dag.. Já nú situr þú uppi með mig á heimilinu þínu, en í lit hehe Eigðu góða daga fram að jólum Elskuleg.

Sigríður B Svavarsdóttir, 18.12.2008 kl. 21:48

2 identicon

Ég held að þú hafir verið að borða jólakökuna og drekka jólaglöggið (sjá fyrri færslu) þegar þú kláraðir þessa bloggfærslu. hIkkk hikkk

Njóttu þess að vera búin að öllu, öfunda þig nú soldið.

Ásdís (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband