11.12.2008 | 23:32
Smá grín
Smá grín á fimmtudegi, þetta er ansi skondin og áhugaverð köku-uppskrift finnst ykkur ekki humm haha
Nú er lag að fara að baka________________________________
1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 teskeið bökunarsódi
1 teskeið salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 bolli hnetur
1 FULL flaska af Grand
Smakkið Grandið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál.
Athugið Grandið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið.
Kveikið á hrærivélinni, hrærið 1 bolla af smjöri í stóra, mjúka skál.
Bætið 1 teskeið útí og hrærið aftur.
Athugið hvort Grandið sé nokkuð farið að skemmast, fáið ykkur annan bolla.
Slökkvið á hrærivélinni.
Brjótið tvær hnetur og bætið í skálina og hendið út í bollanum af þurrkuðu ávöxtunum. Hrærið á kveikivélinni.
Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrærararrarna losið þá þá af með rúfskjárni.
Bragðið á Grandinu til að athuga brestgratið.
Næst, sigtið 2 bolla af salti. Eða einhverju. Hverjum er ekki sama.
Athugið Grandið. Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar.
Bætið einu borði. Skeið. Af sykri eða eitthvað. Hvað sem þú finnur nálægt.
Smyrjið ofninn.
Stillið kökuformið á 250°.
Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann.
Athugið Grandið aftur. Farið að sofa.
(Finnst ykkur ávaxtakökur hvort sem er góðar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hahahaha ég þarf að kaupa mér grand, það er verst að þeir voru að hækka verðið á því akkurat núna rétt áðan, en miðað við hversu oft á að smakka grandið verð ég að hafa flöskurnar tvær? Þú veist hvernig ég þamba alltaf þegar ég sé stút.
Takk fyrir uppskriftina Elskuleg.
Við sjáumst og heyrumst þegar ég fer að baka, ég sendi þér smakk: Áður en ég hendi skálinni út um gluggann og fer að sofa..
Sigríður B Svavarsdóttir, 11.12.2008 kl. 23:53
Takk Sigga mínaÞetta er snild
Guðný Einarsdóttir, 11.12.2008 kl. 23:58
SnilldÁtt þú góðan dag
Anna Ragna Alexandersdóttir, 12.12.2008 kl. 11:59
HaHaHaHaHa....snilldaruppskrift , verð sko að prófa hana þessa .....
Hei annars, adressan er Kringlumýri 4. 600 Akureyri ....
....erum að klára að flytja í dag, hugsa ég...annars er bara búin að vera bullandi vinna og hún bara eykst, svo það verður kanski ansi lítið um "bakstur" á heimilinu ...hummm, eða þá bara nóttin notuð til að baka hehehe
Sjáumst elskan og hafðu það sem allra best .....
Kv frá okkur á norðurpólnum hehe
Inga Jóna Traustadóttir, 15.12.2008 kl. 10:46
Við svona bakstur er nauðsynlegt að hafa glögg og syngja með (svona til að skola Grandinu niður). Þannig ég sendi þér hér með smá uppskrift og söngtexta. Góða skemmtun.
Jólaglögg
1 líter vodka
1 rúsína.
Skreytt með greni.
-----------------------------------------------------
Svo syngja allir:
Skín í væna vínflösku,
og huggulega bjóra,
jólaglögg og eplasnafs
allt það ætl´að þjóra.
Dufla og daðra og leika mér
látum illa í desember
burt með sokk og skó
hér af víni er nóg.
Ó, hvað ég elska jólin,
von´eg hitti á stólinn.
Ásdís (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 12:34
Þessi er flott Ásdís,þú lumar alltaf á góðum uppskriftum
Guðný Einarsdóttir, 15.12.2008 kl. 23:37
Líst vel á þessar uppskriftir
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 16.12.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.