26.11.2008 | 07:48
Bara ekkert
Að vakna snemma og vakna snemma er sko ekki það saman ég ætlaði að vakna snemma eða um átta og finnst mér það ágætur tími en haaalllló ég vaknaði 05.15 og meira að segja glaðvaknaði,og er eiginlega urrandi fúl yfir því,hugsa að einhverjir verði framlágir í dag,fæ mér bara kríu kannski eftir nuddið það er ágætt,sofna stundum þegar ég er sett í bakstra haha en kannski það versta við það er að ég ligg yfirleitt á bakinu í þessum bökstrum og ef ég sofna á bakinu er það vísir á hrotur dííí mjög gaman eða hitt þó þegar Diegó kemur og segir þú sofa pínulítið núna og skælbrosir og þá veit ég það að ég hef verið að hrjótaen svona er þetta bara stundum hjá mér..Jamm er semsagt að fara í sjúkraþjálfun núna kl.9
Nú fer allt föndur í kassa í dag er hætt þessu kortamöndli,enda komið nóg held ég,er búin að vera að dunda mér við þetta í rúman mánuð ágætt að hafa eitthvað að dunda við..svo er ég að hekla poka fyrir GSM,síma sem ég ætla nú að gera eitthvað við fyrst ég er að þessu,gef kannski nokkra í jólagjafir,ekki galið
Við Peta fórum á Hvolsvöll í gær fórum á nytjamarkað sem þar er,sem er bæði notað og nýtt samt meira notað,mikið af barnafötum sem sést ekkert á,en þar sem ég á ekkert svoleiðis þarf ég ekki að hugsa fyrir því...svo fórum við í prjónless,sem er garn ööö prjónabúð mér sýndist reyndar ekki vera mikið af garni þarna,en kannski var ég ekki með augun á réttum stað má veraskoðuðum svo nýju húsasmiðjuna,svo kíktum við í kaffi á Gallerí Pizza til,Berglindar,Alberts og Óla og ekki er nú hægt að segja að við höfum farið svangar þaðan út eftir kaffi og gúmmelaði....enduðum svo á því að kíkja í kaupfélagið eða Kjarval eins og það heitir núna,og alltaf finnst mér búðin á Hvolsvelli betri en Kjarval búðin á Hellu hvernig sem á því stendur,það er bara þannig,mér finnst vera meira til þar,kannski maður fari nú bara að fara þangað svona annað slagið humm
Jæja svo í fyrramálið er það tækjasalurinn,mér finnst þetta eiginlega bara orðið ómissandi núna,líka það að hitta Ólínu og fá smá kaffi í Bjóluhjáleigu,bara gaman....
Jæja nú er ég að hugsa um að hætta þessu annars ágæta morgun-bloggi mínu,mér virðist ganga best að blogga á morgnana og sérstaklega ef ég vakna OF snemma,jájájá,svona er Hella í dag
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:34 | Facebook
Athugasemdir
Þú er alltaf svo skemmtileg að segja frá. Gaman að lesa fréttapistilinn þinn.
Ég var líka í þjálfun, fór 3 daga í röð. Er farin að finna fyrir miklum mun þessa dagana. Úbs já sem sagt á bata vegi. Þar kom að því. Ljós til þín Ljúfan mín.
Sigríður B Svavarsdóttir, 26.11.2008 kl. 13:37
Nú skil ég afhverju þú ert svona fúl á fésbókinni. Ég væri aðeins meira en fúl hefði ég vaknað kl. 05:15 í morgun. Það heitir mið nótt hjá mér ekki snemma morguns.
En vonandi hefur þú náð að leggja þig aðeins og fengið smá sól í hjartað
Ásdís (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 15:35
Fórst þú bara á fætur um miðja nótt ?? Mér finnst nú alveg nóg að vakna á milli 7 og hálf 8 á morgnana.
Það var engin hreyfing hjá mér í dag, en ég mæti í baðhúsið eldsnemma í fyrramálið. Þess vegna fer ég snemma í bælið í kvöld.
Voðalega eruð þið Peta annars duglegar að þvælast. Hún hlýtur að vera ánægð með þig Gulla mín.
Linda litla, 26.11.2008 kl. 19:57
Knúsur
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 27.11.2008 kl. 21:56
Gaman að lesa það sem þú skrifar.
Mundu að fara vel með þig
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.