Nýtt jólalag!!!!

Nýjasta nýttGrin

Ótrúlega dugleg á mánudagsmorgni...vaknaði allt of snemma held að það sé nokkuð ljóst...En eitt þetta net er ekki að gera sig núna,hálf dáiðAngry

     (syngist við Bjart er yfir Betlehem).
 
 
Bjart nú ómar betl um heim,
blikar jólastjarna,
stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarnan allra barna.
Var hún áður víkingum
vegaljósið skæra.
Banki í jörðu barinn var,
banki landsins kæra.
 
Víða hafa víkingar
vélað margar þjóðir.
Eftir standa alls staðar
auralausir sjóðir.
Birtu þeirra baðast í
börn og afkomendur.
Sínu landi sökktu í
sjálfshyggjunnar hendur.
 
Banka greifum gáfu þeir,
borga skal nú landinn.
Útrás verður aldrei meir,
útför krónu er vandinn.
Seðlabanka svart er grín,
sindrar skuldastjarna.
Skuldin mín og skuldin þín,
skuldin okkar barna.
Guðmundur Páll Guðmundsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Við Kormákur erum að hlusta á létt Bylgjuna og syngjum með jólalögunum og erum að fara að perla.......

Kvitt á þig.

Linda litla, 23.11.2008 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband