3.11.2008 | 14:42
Mánudags blogg
Jæja nú er ég aftur orðin eins og ég á að mér að vera,hvorki þreytt né þunnmaður var óttalega tuskuleg þarna á laugardaginn,eins og margir Hellubúar,eina hræðan sem var á ferðinni var var ég en ég skrönglaðist á Kanslarann og fékk Lindu til að malla ofan í mig dýrindis pizzuassgoti gott,hresstist öll við það...
Það er bölvað rokrassgat núna pufff,í gær borðuðum við systkinin og fjölskyldur hjá mömmu,systir mín kom úr Reykjavík,og kom hún með stofuborð handa mér,við skiptum reyndar bara á borðum,þau hjónin eiga sko bæði borðin,þau lánuðu mér hitt borðið þegar ég flutti hér inn árið 1999,ágætt að breyta smá deila húsgögnunum aðeins
Er nú eiginlega ekki búin að afreka neitt í dag,nema helst að borga reikninga,ohhh andsk reikningar,en hvað get ég sagt,ég kom mér alfarið í þetta sjálf haha svo skulda ég barasta alls ekkert mikið eiginlega bara pínulítið og á ekkert með það að vera kvarta,svo ég er bara hætt því
Er eiginlega farin að hlakka til næstu helgar að hitta skvísurnar og borða með þeim góðan mat,fer sko til Lindu á fimmtudag,svo förum við saman á námsk,eða fyrirlestur á Reykjalundi,verð hjá henni um helgina sko Lindu.......................... ................. .... Ætlað'i nú reyndar að vera í sveitinni í dag og skrúbba hausa,en hausinn á mér var með mótmæli og verki andsk,,,,það bara bíður eftir mér á morgun þessi hausaþvottur,æi gott að taka því rólega gamla konan ég..
Það er alls ekki hægt að opna tvo glugga í íbúðinni minni í einu því þá byrjar gluggaflautið og ég þvoooooli það ekki svona gnauð og flaut....
Jæja læt þetta gott heita á mánudegi sem á að vera til mæðu en er það nú ekki allavega ekki í dag
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott að sjá að kortin mín eru tilbúin Guðfríður mín. Nú þarf ég nebbla að senda mörg kort þessi jólin svo að kannske ætti ég bara að byrja að skrifa. Eða ertu búin að fylla þau út fyrir mig líka .. bara eftir að skrifa: Bestu kveðjur, Sigfríður
Ha ???
Sigfríður sunnan (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:08
Haha áttu annan???? Kortin eru nú bara tilbúin og bíða eftir að það sé skrifað inn í þau Sigfríður mín
Guðný Einarsdóttir, 3.11.2008 kl. 17:48
Já það er gott að ég get verið til staðar til að malla ofan í þig ef að þú ert svöng Gulla mín.
Hvernig væri að skella inn eins og einni mynd af nýja borðinu þínu ??
Linda litla, 4.11.2008 kl. 19:31
Heyrðu já ég skal gera það,,,
Guðný Einarsdóttir, 4.11.2008 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.