14.10.2008 | 17:04
Gamla fólkið!!!
Gamla fólkið á elliheimili úti á landi var orðið afar þrúgað og meðtekið af efnahagsbölsýnisíbyljunni í fjölmiðlunum. Forstöðukonan hafði sverar áhyggjur af þessu.Í morgun var leikfimi á heimilinu. Forstöðukonan bað íþróttafræðinginn að vera nú heldur á léttu nótunum og fyrir alla muni ekki minnast á efnahagsmál eða þrengingar. Þetta væri alveg að fara með gamla fólkið.Íþróttafræðingurinn sagði það ekki nema sjálfsagt.Svona hóf hann tímann:"Kæru vinir! Í dag byrjum við á mjög léttri æfingu. Við réttum hendur út frá hliðunum, beygjum olnbogana og bönkum flötum lófum létt á bringuna, síðan réttum við úr höndunum og kreppum snöggt hnefana og endurtökum allt aftur og aftur," og svo hrópaði hann:
"Koma svo! Banka - kreppa, banka - kreppa, banka - kreppa......!"
ÁSDÍS!!!!
Ég var EKKI að skralla með fólkinu þarna á sunnudaginn..Gullan er oftast stillt og prúð og hagar sér vel á sunnudögum túdderýdey
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
HeHeHe ..... Þetta kemur og fer elskan , hellist yfir mig öðru hvoru thíhí ..... En að öðru, hingað til veit ég ekki betur en þú hafir "eytt" sunnudögum í þynnku hehehehe..... , nema að "mín" hafi róast hahahahahahaha .....
DJÓÓÓk hahahahah
Kv blúnda norðan fjalla thíhí......
Inga Jóna Traustadóttir, 15.10.2008 kl. 09:23
Hehehehe, ég elska að fá viðbröðgð frá þér hehheh
Hef fengið þær fréttir (frá áreiðanlegum aðila) að þú hafir EKKI verið á kendiríi á sunnudaginn. Bara svo það sé alveg á hreinu hér í bloggheimum. Ekki viljum við að bloggvinir þínir haldi að þú sért óreglumanneskja.
Bestu kveðjur !
p.s. hvað gerðiru á laugardagskvöldið
Ásdís (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:34
Laugardkv.reyndi ég að horfa á tv,en það hraut einn svo vel í sófanum að það gekk illaað reyna að horfa á tv
Guðný Einarsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:10
Neee, það hefur ALDREI verið óregla á henni "Hellublúndu" .... bara "reglulegt" kendirí öðruhvoru hahahahahaha .... og þynnkan tekin út á sunnudögum hehehe .......
Kv að norðan ...... Blúndubjútí
Inga Jóna Traustadóttir, 15.10.2008 kl. 23:23
P.S. HVER hraut í sófanum !!!! hugs, hugs........
Inga Jóna Traustadóttir, 15.10.2008 kl. 23:24
Hver af mínum vinum hrýtur mikið HAAAAAAAAAA???? Jörundsson hver annar haha
Guðný Einarsdóttir, 15.10.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.