17.9.2008 | 00:38
Tími komin
Á smá blogg,en núna þessa dagana hrjáir mig mikil bloggleti bara svo þið vitið það Ég er er búin að vera að hamast við að vinna smá í sjálfri mér,veit ekki eða man ekki hvort ég minntist á það að ég var alltaf þreytt og með þennan líka mikla bjúg,en allavega er þreytan og bjúgurinn horfin og er ég mjög fegin að vera laus við þann fjanda, trallalala,,,
Jæja hér var margt um manninn eða öllu heldur konuna í kvöld,hingað komu tvær hressar skvísur í höfuðborginni og voru að kynna Avon snyrtivörur og Frendtex föt,og hingað komu nokkuð margar kvensur held að það hafi bara sjaldan eða aldrei verið svona margar konur(margt um konur) hér inni af öllum aldri,,,mikið fjör og gaman,flott föt og flottar snyrtivörur já svo voru líka flottir skartgripir sem Avon skvísan var með..Takk fyrir kynninguna stelpur mínar þetta var frábært..
Jæja svo á morgun er það sjúkraþjálfun, jamm,jamm
Föstudaginn fer ég svo í stelpupartý eða konupartý eins og hún mákona mín sagði,,ekkert nema konur í kringum mig núna,,,þannig að á laugardaginn er ég að spá í að fara í réttir með stóra brósa mínum þar að segja ef það verður ekki mýgandi rigning,því þá nenna þau sem ég ætla að keyra í réttirnar ekki að vera á hestum í mýgandi rigningu,,sko meiningin er að þau fari með hestana á föstudagskvöldinu uppeftir og ríði svo heim úr réttunum,,,svo verður feikna fjör í reiðhöllinni um kvöldið þar sem sveitadrengir eða heita þeir sveitapiltar æi man það ekki ætla að skemmta,skemmtanaglöðum Rangæingum og gestum,og hafði ég hugsað mér að láta mig alls ekki vanta þarer búin að bjóða frænkum mínum og Diddu í mat á laugardagskvöldinu,held bara að mér sé farið að hlakka til að gera eitthvað,hef bara verið róleg síðan ég kom frá Danmörku,enda er það bara allt í lagi að slaka aðeins á,er að vinna smá á Kanslaranum er í hádegis ösinni...
Jæja þegar allt kom til alls þá gat ég skrifað humm ekki slæmt..og að lokum er hér mynd fyrir dúlluna hann Kormák,
Indiana Jons vinur okkar Kormáks
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég get sko alveg lofað þér því Gulla að hann Kormákur verður glaður að sjá mynd tileinkaða sér á síðunni þinni, ekki spurning.
Segðu mér annars.... hvaða reiðhöll ertu að tala um ?? Er einhver reiðhöll á Hellu ?? (spyr sá sem ekki veit)
Linda litla, 17.9.2008 kl. 09:11
bara Indiana jones.
takk takk!!!!!!!!!!!!!!.
okey ég verð að fara.
bæ bæ bæ bæ.
p.s
ég elska þig miljón.
Korri cool (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 18:16
Linda mín það er reiðhöll út á velli haaallllóen það verður víst ekkert ball,sýsli eyðilagði það
Guðný Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 19:24
Kormákur krútt elsaka þig líka
Guðný Einarsdóttir, 17.9.2008 kl. 19:25
Gott að þú ert komin aftur saknaði þín
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 20:35
Alltaf gaman að vera með hressum konum. Eigðu góðan dag
Heiður Helgadóttir, 18.9.2008 kl. 07:46
úbbss.... sorry, mí stjúpit.
Hvað er annars í gangi á milli þí og Kormáks....... þvílíku ástarjátningarnar hérna, með fullri virðingu fyrir þér Gulla mín, þá sætti ég ekki við þig sem tengdadóttur. Mér finnst þú heldur gömul fyrir hann Kormák minn, ég meina kommon, það eru 40 ár á milli ykkar.
Ég þarf að ræða þetta við drenginn. Sjáumst um helgina.
Linda litla, 18.9.2008 kl. 08:48
Það er engin hætta að ég verði tengdadóttir þín halló,heldur þú að ég sé vöggu ræningi ha??? elska hann samt hann er jú frændi minn er það ekki
Guðný Einarsdóttir, 18.9.2008 kl. 10:27
lestu póstinn þinn stelpa
Guðrún, 22.9.2008 kl. 20:50
Takk fyrir okkur Gulla mín þetta var frábært hjá þér.
Adda (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.