9.9.2008 | 20:32
Hvað er þetta með mig...
Hvað er þetta eiginlega með mig ég er svo andlaus þegar ég kem heim úr vinnu,langar bara að sofa,þó svo ég láti það nú kannski ekki alltaf eftir mér en þá kemur það fyrir að svefninn sigri..Hvaða vítamín á ég aftur að troða í mig humm vitið þið það??
Jæja ég er sem sagt að leysa af á Kanslaranum núna og eitthvað og finnst mér það sko fínt að hafa eitthvað að gera,svo er ég að byrja í liðveislunni aftur,hringdi í dömuna í morgun og er stefnan tekin í höfuðborgina á morgun,er þá bara ekki lífið komið í réttar skorður þegar ég er byrjuð í liðveislunni aftur humm spurning
Svo er það sjúkraþjálfun eins gott að muna eftir henni úbbs gleymdi henni í síðustu viku og bara svaf hana af mér haha Diego var ekki kátur þegar ég baulaði grútsyfjuð í síman að ég hafi gleymt mér,en hann lét mig nú samt hafa annan tíma karlinn jájá...
Það eru búin að vera helv....auka útgjöld hjá mér núna átti hálfpartinn von á þessu en vonaði samt að það myndi sleppa en auðvitað var það ekki ohhh,fór með bílinn í skoðun í síðustu viku og eru það auka útgjöldin því ég fékk ekki fulla skoðun á hann,,drusluna eins og litli frændi minn segir svo skelli hlær ormurinn sá....nú henti honum á verkstæði sko bílnum ekki krakka orminum,því ég sætti mig sko ekki við einhvern skærgrænan miða nei takk sko,eiginlega sem betur fer er ég byrjuð aftur að vinna,því ekkert vann ég í ágúst bara eins og fín dama í fríi eiginlega án þess að ætla það,en ég neyddist til að hætta í þessum skúringum,ekki beint drauma djobbið en djobb samt,en svo bara gat ég ekki meir,var nefnilega alltaf í sprautum út af öxlinni,var orðin þokkalega þreytt á því að finna alltaf til ef ég gerði eitthvað,og viti menn núna finn ég ekkert til,....Trallllalalala
Jæja nú er ég búin að ausa úr minni andlegu ruslafötu á bloggi mínu....
Hafið það gott fólks
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hvaða ruslahrúgu tal er þetta kona,nú er bara rífa sig upp og....UPP MEÐ FJÖRIÐ....vinkona
Agnes Ólöf Thorarensen, 9.9.2008 kl. 21:14
varla heitir krakkaormurinn Dagur Steinn og ef það er rétt hjá mér þá er hann sko enginn krakkaormur heldur snillingur enda frændi minn
Unnur Dögg (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:48
Knús elsku Gulla mín
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 10.9.2008 kl. 07:59
Já gamla mín, nú dugar sko ekkert að lifa eins og fín dama eins og í ágúst. Núna hefst lífið á ný.
Heyri í þér viði tækifæri, hafðu það gott,
Linda litla, 10.9.2008 kl. 20:02
kíktu á bloggið mitt (núna)!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!=) =-) :) :-)
Korri cool (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 15:45
Þú þarft endilega að dæla i þig góðum vitamínum og bætiefnum. Passa sig að borða sem mest hrein matvæli, þ.e. ekki unnin og taka mikið af C-vitamínum sem dæmi. Gott að láta tékka á járni, b12 og fólinsýru með því að fara í blóðprufu og biðja um að þetta verði athugað.
Knús til þín og hafðu það gott
Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.9.2008 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.