14.7.2008 | 12:12
Kvef...pest
Hrjáir mig núna og ákvað ég barasta að vera ekkert að fara út úr húsi í dag,reyna að ná þessum óþverra úr mér,mér finnst það hálf asnalegt að vera bullandi kvefuð um mitt sumar,en svona er þetta bara og lítið við því að gera
Helgin var ágæt hjá mér,við Didda skruppum til reykjavíkur á laugardagsmorgun til að eyða smá pening og það tókst nú alveg sko skal ég segja ykkur við fórum í Smáralindina,en ég svosem verslaði ekki mikið buxur og bol,í Evans slapp nokkuð vel með það,jú svo verslaði ég brúðkaupsgjöf,en Ella dóttir Diddu er að fara að gifta sig 19 júlí,og ekki er nú gaman að koma tómhent í veisluna,en ég ætla nú ekki að segja hvað ég keypti því hún gæti nú lesið þetta blogg hver veit huhh...Nú svo fórum við og heilsuðum upp á Kidda hann var að kaupa sér íbúð í Breiðholtinu,hann er búin að rústa öllu út úr henni,en þetta verður örugglega flott þegar hún er tilbúin Hilmar málari var mættur á svæðið með málingarúlluna,,lentu í bölvuðu óveðri upp á Hellisheiði ekki neitt sem mig langar að keyra í aftur hávaða rok,svarta þoka og mýgandi rigning,ekki sérstaklega góð skilyrði til að keyra í,ónei,ónei..En eitt slæmt henti mig samt á leiðinni,það sótti hvað eftir annað á mig hrikaleg syfja dísess var alltaf að stoppa og fara út og reka andlitið upp í vindinn,þetta er skelfilegt þegar svona kemur yfir mann,og Didda var engu skárri þannig að ekki gat hún leist mig af við að keyra
Jæja ég hélt að ég hefði verið komin í bloggfrí,en þegar ég þarf að vera svona heima og fara ekkert út,það er nú hvort eð er ekki spennandi því það er nú bara eiginlega rigning og já................
Ekki myndi ég nenna að vera að bíða eftir þessum eina sanna ha þá yrði ég svona fyrir rest,því þessi eini sanni er auðvitað ekki tilhahaha
Þess vegna er ég bara að hugsa um að vera áfram engill í dulargerfiLæt þetta gott heita og flýg á vit ævintýra dagsins
Njótið dagsins
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Konan á bekknum er greinilega búin að bíða í nokkuð mörg ár eftir hinum eina sanna.
Heiður Helgadóttir, 14.7.2008 kl. 12:58
En Gulla mín þú ert alger engill. knús frá okkur
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:14
Taktu heilsutvennu frá Lýsi hf og allt kvef á bak og burt...
Brynja Hjaltadóttir, 16.7.2008 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.