Helgarráp...

Best að rápa yfir helgina,yfir það sem var gert og ekki en átti samt að geraWinkÁ föstudaginn fór ég eftir vinnu að kíkja á stráka niður í pakkhúsi,alltaf hressir þeir karlar,kom þaðan út með með þekjandi dökk græna viðarvörn,því mín ætlaði að vera myndó og mála borðið sem Helgi gaf mér,er reyndar ekki enn búin að koma því í verk huhh mikið að gera á stóru heimili eða þannig,,kom heim henti í eina vél og fór svo á Selfoss að ná í Lindu litlu,,Þegar mín ætlaði svo að fara hengja upp þvottinn úr þvottavélinni þá hafði andsk....vélin gefið upp öndina hætt í miðju prógrammi,þvotturinn ekkert nema sápa,eftir smá ræðu inn í þvottahúsi við sjálfa mig og þvottavélina sem er bara þriggja ára,þó ákvað ég að þetta yrði bara seinnitíma vandamál,hringdi nú samt í Gilla rafyrkja,en hann kemst ekki fyrr en í næstu viku,fór með þvottinn til mömmu,...Inga kíkti á okkur á föstudagskv,og svo grillaði frk,Linda dýryndis kjét nammi,namm,og Didda kom líka í grill með sitt kjét,assgoti gottTounge.Kíktum á Kanslarann,get nú ekki sagt að fjörið hafi verið þar haha....Á laugardaginn,fengum við okkur sveran og sveittan hamborgara á the kanslara,tókum rúnt um þorpið og hitt gleðipinnana Halldóru og Steina og náði ég að blikka Steina til að keyra okkur um kvöldið,en við vinkonurnar,ég,Linda og Didda ákváðum að fara í Hellishóla að kíkja á Sigga tæki og co,þeir voru þar í útilegu,Siggi reyndar rak aðeins inn nefið hér yfir daginn..Við burruðum á minni fjallapúddu í Hellishóla og ákkúrat var verið að kveikja varðeldin þegar við komum og brekkusngurinn að byrja,trölluðum við auðvitað með,svo var rölt inn á tjaldsvæðið,þar sem þeir félagar voru,Sölvi var aðeins og fullur,W00tekki beint gleðipinninn á svæðinu,sátum drykklanga stund,þar að kjafta,svo var bara farð heim rétt rúmlega miðnætti,börnin hans Sigga voru orðin ansi lúin öll þrjú...Þessi gistiaðstaða þarna á Hellishólum er ansi flott,svo er pöbb þarna eða já kanski frekar veitingastaður,heitir pottar,sturtur og golf,alltaf einhvert band að spila þarna um helgar,og varðeldur og brekkusöngur mínus Árn JohnsenLoLen það er allt í lagi sko...Í dag veit ég ekki hvað verður gert annað en  að kíla vömbina,og kannski reyna að mála borðið góðaLoLJá svo var Linda litla að selja mér sumarhúsgögn,bekk 2 stóla og borð,kom Unnur svo með þetta hey kom ekki kella með sólbekk líka hún hafði óvart tekið hann þarna þar sem dótarýið hennar Lindu var haha ég græddi slatta af því nú get ég bara legið og sleikt sólina á fína flotta sólbaðsbekknum mínum sem kostaði ekki krónuLoL...

Læt þetta gott heita af mínu helarbrölti..hafið það gott fólksSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég kíkti í sveitasæluna fyrir austan, rosa mikil veðurblíða alla helgina :)

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.6.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Greinlega annasöm helgi hjá þér Gulla mín,hafðu það gott kerlan mín.

Agnes Ólöf Thorarensen, 22.6.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Búin að ath,sigti og allt sem mér dettur í hug,en nei virkar ekki

Nei Stína hefur ekki boðið mér í fermingu

Guðný Einarsdóttir, 23.6.2008 kl. 00:24

4 Smámynd: Linda litla

Já það er eins gott að Gilli komi nú í vikunni og kíki á vélina hjá þér, vonandi er þetta ekkert mikið að henni.

Helgin er búin að vera stórfín hjá okkur fyrir utan tvennt leiðinlegt fólk.... en svona er það bara, einhvers staðar verða vondir/leiðinlegir að vera hehehehe

Sofðu vel..... ég fer alveg að fara að slökkva ljósin

Linda litla, 23.6.2008 kl. 01:40

5 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Gott að hafa góðann sólbekk

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 23.6.2008 kl. 18:28

6 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Óþolandi þegar tækin bila

Sé þig á hestamannamótinu og vonandi tekst þér að smygla þér inn

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.6.2008 kl. 14:55

7 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Nóg að gera hjá minni þessa dagana

Heiður Helgadóttir, 25.6.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband