15.6.2008 | 18:10
Útilega
Hér á föstudagskvöldið komu tvær BLÚNDUR sem voru á leið inn í Þórsmörk heimtuðu kaffi og já það endaði með því að Didda hjálpaði þeim að tjalda Enduðu semsagt í BJÓRGARÐI.Skelltum okkur á Kanslarann og já bara mikið fjör,ákváðum svo daginn eftir að fara bara upp á Flúðir og vera þar eina nótt,en neiiii þar var pakkað af hjólhýsum og fellihýsum og einu tjaldstæðin sem voru laus voru á þúfum og ofan í lautum,okkur leist nú ekki á það rúntuðum smá til að reyna að finna stæði en það var ekki að gera sig Þá var stefnan tekin á Úthlíð,lentum í torfærum á leiðinni þangað Guðrún og Inga voru á Jeppa og fundu kannski ekki mikið fyrir því en við Didda vorum á púdduni minni og fundum vel fyrir því,allt í einu stoppaði ég því ég eða við allar urðum hræðilega áttavilltar og vissum ekkert í hausana á okkurEn komumst í Úthlíð að lokum og þar var nóg plass fyrir okkur BLÚNDURNAR,sem betur fer því bílstjórarnir voru orðnir frekar þreyttir og slæptir,settum bara upp annað risa-tjaldið og ekki gekk það vel,því hann Kári ákvað að setja á okkur smá vind þegar var verið að tjaldaSumir orðnir frekar pist yfir tjaldinu hoho,ég slapp nú þokkalega vel frá þessum hluta ferðarinnar því ég var og er hálf handlama..Þetta er ekki alveg að virka hjá mér að setja myndirnar hér inn á síðuna þannig að ég geri bara albúm...En skemmtileg tilviljun hittum Tomma karlin sem er gullsmiður gítarsnillingur,og frábær söngvari,hann var bara í næsta tjaldi við okkur bara fyndiðÍ heildina var þetta mjög góð helgi og nú heitum við þessar 4 skvísur FERÐAKLÚBBURINN BLÚNDURNAR,því við erum algjörar blúndur haha kannski bjóðum við nokkrum slaufum með okkur næst ef þeir verða þægir..Frammundan hjá mér tja veit ekki bara heil vinnuvika eða svo neiiii það er frí á þriðjudaginn jibbý..Hvað á að gera af sér á 17 júní??? Ég ætla í spari blúndu-stuttbuxurnar mínar og veifa fána...Eitt að lokum ÁSDÍS mér er sagt að passa þessa sokka mjög vel...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
áttuð þið ekki ljómandi góða helgi. Mér líst vel á þetta með blúndubuxur og fána, svona á að halda uppá þjóhátíðardaginn. Þakka þér fyrir skrifin í gestabókina gullið mitt.
Heiður Helgadóttir, 16.6.2008 kl. 17:49
Isss, mér finnast sokkarnir þínir ekkert flottir.
Hvar fékkstu þá annars, eru þeir til í mínu númeri???
Ásdís (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 16:26
Haha,ég fékk þá í Slóveníju,eflaust eru þeir til þar í þínu númeri
Guðný Einarsdóttir, 18.6.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.