Er ekki lífið yndislegt

Mér finnst lífið sko bara yndislegt,SmileÉg er víst þó orðin árinu eldri en þegar ég bloggaði síðast,,og síðan þá hefur margt á daga mína drifið og margt gerst...

Ég er búin að vera í viku fríi og fór til Slóveníu sem er bara yndislegt land og fallegt,hef bara ekki komið á fallegri stað,já fyrir utan landið okkar fagraWinkég fór héðan eða öllu heldur skellti í lás hér heima um sjö á laugardagskvöldi og fór heim til hennar mömmu,og horfði á júróvisjon með henni,um kl 02.00 um nóttina kom svo rútan að ná í okkur sem betur fer á ég gott með að sofa í rútum,ekki man ég mikið eftir ferðinni til Keflavíkur haha,svo var farið í loftið kl,06.00,og mikið djöööö var kallt í þessari flugvél brrrrAngrylentum í Tríeste á Ítalíu rúmlega 10 og flýttum klukkunni um tvo tíma,vááá gekk maður á hitavegg já eiginlega,svo tók við klukkutíma keyrsla til Portoroz,og útsýnið það var nú bara vááá tré og aftur tré og mikill gróður,IMG_0283tók nokkrar myndir eiginlega margar myndir en þessi er bara tekin af svölunum á 8 hæð...

á mánudeginum áttum við að fara í siglingu en þeirri ferð var frestað til miðvikudags þannig að mánudagurinn var frjáls,og löbbuðum við í bæin að skoða okkur um,og auðvitað tókst mér að brenna í gegnum skýin,mér tekst´nú ýmsilegt,en kannski ekkert skrýtið því það var 25 stiga hiti,þannig að ég þurfti að vera annaðhvort í bol upp í háls eða með sjal eða klút sem huldi bakhlutan á mér,,Á þriðjudeginum fórum við svo að blet vatni það var rútuferð og ójjj það var 35 stiga hiti,en sem betur fer eru nú góðar loftræstingar í þessum rútum,Blet vatnið er bara með fallegri stöðum sem ég hef augum litiðIMG_0304Við keyrðum upp að þessum kastala hann var veið Blet vatnið,og þeir sem voru hraustastir löbbuðu niður fóru ekki með rútunni,ég get kjaftað frá því að ég var ekki ein af þessum hraustu,hahaIMG_0307Þessi eyja er við Blet vatnið líka og er kirkja í eyjunni,og fær fólk að reyna sig við að hringja kirkjuklukkunni það er víst frekar erfitt..Við löbbuðum um þennan litla fallega bæ og skoðuðum búðir,ég komst að því að það er ekki mikið um stór föt þarna né í portoroz en það var allt í lagi,því þetta var ekki verslunarferð,ég keypti mér að vísu nokkra boli,IMG_0314Þetta er Harpa Hallgríms fararstjórinn okkarSmile,hey já svo þarna var mig farið að svíða aðeins í brunan minn,þó það hafi verið makað á hann smyrslum,þannig að hún ég fann þarna apótek og þar fyrir innan var ansi myndarlegur apótekari sem vildi allt fyrir mig gera meira að segja bara bera á mig smyrlsið sem hann ráðlagði mér að kaupaWinkþetta var mjög gott smyrsl reddaði mér allveg...

Á miðvikudeginum var svo siglingin,man ekki hvað hehe fyrri bærin hét sem við fórum til en sá seinni hét og heitir Piran báðir mjög fallegir,smakkaði grillaðan smokkfisk,og rauðsprettu um borðIMG_0364Og hér eru herlegheitin og fannst mér þetta bara herramannsmatur skolað niður með ísssköldu vatni..jamm nenni ekki að setja fl myndir hér inn set þær bara annarstaðar,,

á fimmtudeginum fórum við svo til höfuðborgar Slóveníu Lublijana,og var hún auðvitað mjög fallegt eins og allt þarna,við fórum í skoðunarferð um borgina og löbbuðum svo og villtumst,með eldra fólkið með okkur vorum að leita að einhverju molli,og auðvitað tók ég ranga beyju haha en það vara bra gaman,,,á föstudeginum átti að fara til Feneyja en urrrr það var hætt við þá ferð því hún náði ekki 20 manns við vorum 18 eða eiginlega 19,því ein kona ætlaði bara að fara til þess að fylla upp í hópin,þannig að föstudagurinn var frjáls,og var hann bara notaður í gönguferðir um Portoroz í hitanum,þarna var veitingastaður sem Íslendingar sækja en hann eiga tveir Slóvenar sem hafa unnið mikið á Íslandi og eru þeir kallaðir Íslensku Slóvenarnir,haha bra fyndið,en þeir eru með mjög góðan mat og lúðu frá Íslandi,mjög skemmtilegir karlar...Laugardagurinn var frjáls líka og þá vorum við Stína búnar að redda mömmum okkar tælensku nuddi á hótelinu og fórum sjálfar í stóra og mikla gönguferð sem tók okkur allveg um 4 tíma..Notuðum ekkert sundlaugina,né heitu pottana þarna eins og margir gerðu og fengu á sig brúnku því það var saltvatn í lauginni ég gleymdi nú bara mínum sundbol heima,en eflaust hefði ég kannski getað fengið bol,en það vart bara nóg að gera hjá okkur þannig að við ákváðum að gera það næst þegar við förum að ligga í lauginni,auðvitað ætlum við að fara afturSmileCoolhvenar sem það verður,nú svo var bara farið heim á sunnudaginn,var lent rúmlega 3 og komin heim í heiðardalinn um 8 leitið um kvöldið ég var svo þreytt að mér fannst ég vera með sjóriðu ég ruggaði bara,en djöööö var kallt og mikið rok í Keflavík brrrr....

Jæja þetta er nú bara orðið ansi gott hjá mér þennan morguninn,ætla að segja það að í sumar veit ég ekki hvort ég verð mikið dugleg að blogga því ég ætla að reyna að vera meira úti en inniSmile

Já get líka sagt frá því að þegar ég kom heim var hann Gaui smiður búin að setja upp skjólveggina,ohhh hvað ég var hamingjusömSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Gúdd morning Gulla og vertu velkomin á fætur. Ég ætlaði að byrja á því að skoða myndirnar úr fríinu aftur, en þær voru ekki komnar inn hjá þér. Allt í lagi, ég skoða þær bara næst.

Það var gott að fá þig heim, það var hálf fáráðnlegt að vera heima hjá þér um helgina en engin Gulla.... en þú varst nú komin heim á sunnudaginn þegar ég var búin að vinna.

Heyrðu, ég segi bara velkomin heim og njóttunúna góða veðursins á klakanum ;o)

Linda litla, 3.6.2008 kl. 08:42

2 identicon

Þetta hefur verið skemmtileg ferð hjá ykkur stelpunum  En þvílíkur hiti maður, vá!  Segi bara velkomin heim enn og aftur og njóttu sumarsins í botn

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Frábærar myndir bæði í albúminu og á blogginu sjálfur, gott að þú ert komin heim

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 3.6.2008 kl. 13:20

4 Smámynd: Linda litla

Jæja, sá að myndirnar eru komnar núna. Flottar.....

Heyrðu þetta með mig og minn feld.... ég og Hr. Feldur erum eitt. I thought you knew that honey......

Linda litla, 3.6.2008 kl. 13:51

5 identicon

Happy birthday babe
Og velkomin heim frá útlandinu, flottar myndir.
Sí ja later !

Ásdís (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband