13.5.2008 | 00:17
Hvítasunna
Hvítasunnan liðin og ég varð varla vör við hana nema kannski í dag,aaaa ég segi bara svona Ég er nú búin að afreka ýmislegt í dag,sópaði hrísludraslið af götunni,því það var verið að klippa hjá mér þannig að ég neyddist víst til að hirða drasliðþað var einn svartur ruslapoki sem krummi varð svoooo ógurlega hrifin af ohhh og auðvitað náði hann að gogga gat á pokann hann hefur haldið að það væri eitthvað ætilegt í honum,ææææ aumingja krummi sá hefur orðið fyrir vonbrigðum,að það skildi ekki vera gúmmilaði í honumJæja en allavega ég bjargaði pokanum frá því að verða tættur og allt út um allt ónei takk Krummi minn...Svo ákvað mín að hreinsa svalirnar allur mosi sem var á milli hellnana var fjarðlægður og sópað og tekið til drasli hent,og veit ekki hvort ég eigi að segja frá því,en tók jólaseríuna sem var á trénu sem er í horninu á svölunum tók hana úr sambandi,og henti henni í ruslið hún var orðin eitthvað hálf skrítin ekkert skrítið ha búið að loga á henni fimm og hálfan mánuð hahaha,en þetta var sætt...svo er það bara garðurinn eftir,dunda mér við það í vikunni,ef ég nenni,jú ég nenni því auðvitað,,
Á morgun á svo að ganga frá öllu í sambandi við skoðunarferðirnar,erum eiginlega að gera það upp við okkur hvort við eigum að fara í allar eða ekki,jæja það kemur í ljós.............Er þetta bara ekki orðið ágætt hjá mér,,get ekkert bullað núna því kollurinn er hálftómur haha
Góða nótt allir
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Myndarskapurinn í þér Gulla. Ég fór ekkert út úr húsi í dag. Svaf bara megnið af deginum, þurfti að fara á fætur í kvöld þar sem að Kormákur kom með rútunni í bæinn og Brynja sótti hann og kom með heim og stoppaði audda í kaffi hjá mér.
Það styttist í þessa utanlandsferð þína, ég væri sko alveg til í að koma með þér. Hvernig er þetta annars með skoðunarferðir, eru einhverjar svona "strákaskoðunnarferðir" ?? Ef að svo er, kipptu einum flottum með þér hingað heim handa mér.
Linda litla, 13.5.2008 kl. 00:21
ÉÉggg veiiiiiit það ekkien ég skal ath málið bara fyrir þig darling
Guðný Einarsdóttir, 13.5.2008 kl. 00:27
Serían var búin að gera sitt, kalla það gott að hún hélt svona lengi, finnst þessar seríur vera hálfgert drasl
Heiður Helgadóttir, 14.5.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.