Bloggleti

Verð að segja það að ég þjáist af leti og líka bloggleti,er búin að nota þessa helgi í algjöra hvíld og mikla leti sem er bara æðislegt,veðrið hér bauð nú eiginlega ekki upp á mikið annað sko,endalaust rok,og rigning í bland,að vísu var skjól inn á pallinum mínum í gær og sólin skein í smá tíma þá var bongóblíða þar,en tveim skerfum fyrir utan pallinn fauk maður bara út í buskan,smá krydd þetta en svona næstum þvíWink

Á morgun er fundur hjá Slóveníuförum,það verður gaman að hitta fólkið sem ætlar að fara héðan,það kemur fararstjóri á þennan fund,og ég held að við þurfum að ákveða í hvaða kynnisferðir við ætlum að fara í,ég er búin að ákveða mig eða við mamma erum búnar að ákveða þetta í sameiningu,við ætlum til Feneyja og að fjallavatninu Bled sem margir telja fegursta stað Alpanna,jamm,jamm,og ég bara trúi því sko alveg allavega eru myndirnar frá þessum stað mjög fallegar..

Fór ekki í bæin með Petu í gær eins og ég ætlaði mér,ég ætlaði að hitta hana Sillu frænku mína,og fá hjá henni gasgrillið,og hjólbörur og hjólið mitt sem er í geymslu í skúrnum hennar á Hólavangnum,en hún lét ekki sjá sig stelpuskömminn,ég verð bara að fara þarna einhvert kvöldið og ná bara í hjólið og hjólbörurnar,hlýt að geta troðið því í bílin,eða labba þangað og keyra hjólið í hjólbörunum haha ekki svo vitlaust hummLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta verður bara skemmtilegt hjá ykkur, frábært að hafa tíma til að hlakka til.  knús til þín

Ester Sveinbjarnardóttir, 4.5.2008 kl. 19:07

2 Smámynd: Guðrún

kvitti kvitt

Guðrún, 4.5.2008 kl. 22:59

3 identicon

mér langar til Feneyja en mér lýst vel á hugmyndina með hjólbörurnar láttu mig bara vita áður en þú leggur af stað svo ég geti verið á myndavélinni

Unnur Dögg besta frænka (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:18

4 identicon

Bloggleti ?? Ég þjáist af bloggleti þessa dagana, nenni ekki að blogga. Nenni varla að koma við tölvuborð..... nenni ekki neinu. Ég er farin að sofa. Góða nótt elskan. Vonandi sefurðu fyrir hrotunum í mér.

Unnur Dögg: Endilega leyfðu mér svo að sjá myndirnar hehehehe

Linda litla (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:35

5 identicon

ekki málið

Unnur Dögg besta frænka (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:02

6 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Bööö,þið fáið sko ekki að taka myndir af mér burrandi um á hjólbörum ónei,ónei læðist í skjóli myrkurs svo engin sjái mig

Guðný Einarsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:10

7 Smámynd: Hrafnhildur Björk Jónsdóttir

Ég var farin að hlakka til að sjá hjólböru myndina

Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 6.5.2008 kl. 09:54

8 Smámynd: Linda litla

Ég er búin að sjá það út að Unnur Dögg verður að vera á myndavéla vaktinni allan sólarhringinn, til að ná að festa herlegheitin á mynd.

Linda litla, 6.5.2008 kl. 11:59

9 identicon

ég mun standa vaktina

Unnur (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 00:00

10 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Pjásurnar ykkar

Guðný Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 21:53

11 identicon

ertu ekki en farin af stað

unnur (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband