1.5.2008 | 12:43
1 Maí.
Til hamingu með verkalýðsdaginn!!!!
Allt tókst þetta nú að lokum hjá mér,kláraði kortið ekki í gærkvöldi að vísu en var eiginlega að sama,til kl,03.30,og þá var ég eiginlega orðin dauð bæði úr þreytu og syfjuKláraði það í morgun og flýtti mér að skrifa inn í það og setja inn í það aur og loka því áður en ég sæi einhverjar vitleysur,en ég held að það sé í lagi með þaðHér er kortið er það ekki bara allt í lagi??? Hlýtur að vera nóg hafði ég fyrir þessu,álfarnir skiluðu öllu allavega sem betur fer..
Mér finnst eins og ég þurfi að leggja mig,er drullusyfjuð,en held nú samt ég láti það eiga sig og skelli mér bara í sturtu og dekri aðeins við sjálfa mig,svona í tilefni dagsins,,,,og svo ætla ég nú að vera gáfuð og sauma eitt kort til viðbótar um helgina því mér er boðið í aðra fermingu 11 maí,,svo ætla ég að fara með Petu í bæinn á laugardaginn og trúlega er það síðasta Reykjavíkurferðin mín með hana ég er jú búin að segja upp hjúkk,en ég þarf samt að skila inn tímum fyrir þennan mánuð,nú svo er nú að styttast í utanlandsferðina mína bara 24 dagar tralllalalala
Ekkert verður nú úr því að maður sprangi um á stuttbuxum í kröfugöngu,trúlega er hvortsem er engin kröfuganga hér,svo er ennþá þetta leiðinda rok og auðvitað mold og ryk með..Nú ætla ég að hætta og barasta já bara fá mér kaffisopa...Megið þið eiga góðan dag kæru bloggvinir..
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hey flott kortið hjá þér......veit við hvern ég tala þegar að mig vantar kort......ertu ekki farin að selja þetta stelpa
anars til hamingju með daginn.......það er nú samt orðið eitthvað minna að þetta sé eins heilagt og hann var áður t.d er Hagkaup og Húsasmiðjan opið í dag veistu hvaða skýringu þeir gáfu staffinu sínu..........að þeir fengu frí í staðin á Frídag verslunarmanna *múhahahahhahahahahah*
Guðrún, 1.5.2008 kl. 12:48
Heyrðu jú ég hef verið að selja kort,en ég er bara búin að vera löt að sauma þau,ætti kannski að taka mig saman í andlitinu og byrja á þessu aftur
Frídagur verslunarmanna er ekki það sama fjandin hafi það
Guðný Einarsdóttir, 1.5.2008 kl. 12:58
Sömuleiðis handavinnukona, vildi að ég gæti gert eitthvað af þessum listaverkum þínum, en er þvi miður fædd með ótal þumalputta
Heiður Helgadóttir, 1.5.2008 kl. 13:22
FRábært kort, æðislegt
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 1.5.2008 kl. 13:24
glæsilegt kort hjá þér og takk fyrir síðast
unnur frænka (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.