1.4.2008 | 16:09
Viðvörun á vínflöskum.
Nú er verið að hanna viðvörunarmerki í Bandaríkjunum til að setja á áfengisflöskur.Ljósrit af nokkrum tillögum fóru á flakk svo hér má sjá sýnishorn af því sem Bandaríkjamenn ætla hugsanlega að setja á allar vínflöskur..
1.Þú átt á hættu að dansa eins og fífl ef þú drekkur úr þessari flösku.
2.Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú segir sömu leiðinlegu söguna aftur og aftur,þar til vini þína langar mest til að berja þig.
3.Neysla áfengis getur orðið til þess að þú"þegir þlutina þvona",
4.Neysla áfengis getur komið þeirri ranghugsun inn hjá þér að fyrrverandi elskhugar þrái að heyra í þér klukkan fjögur að morgni.
5.Neysla áfengis getur orðið þess valdandi að þú hafir ekki hugmynd um hvar nærbuxurnar þínar eru niðurkomnar.
6. Neysla áfengis getur orðið til þess að þegar þú opnar augun morguninn eftir sjáir þú eitthvað sem vekur þér ótta(eitthvað sem þú getur ómögulega munað hvað heitir).
7.Neysla áfengis getur valdið því að þú teljir þig miklu laglegri,sterkbyggðari og gáfaðri en þann sem ætlar að berja þig..............
Þá hafið þið það hahaha
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta passar allt saman.
Linda litla, 1.4.2008 kl. 18:37
haha jájá stelpur mínar ekkert aprílgabb hér á ferð
Guðný Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 19:21
hehehe nebb, ég get sko staðfest það LOL
Linda litla, 1.4.2008 kl. 19:37
Humm,hefur eitthvað af þessu komið fyrir þig hihi
Guðný Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 19:55
Já Gulla mín. Það hefur eitthvað af þessu komið fyrir mig, eiginlega allt nema nr. 5 en ég hef aftur á móti lent í öðru......... fann ekki pilsið mitt.
Linda litla, 1.4.2008 kl. 20:02
já alveg rétt þú sagðir mér þaðég er nú ekki alsaklaus en samt hefur nr.5.ekki hent mig,frekar en þig
Guðný Einarsdóttir, 1.4.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.