1 brandari í tilefni dagsins

Lyfjafræðingur var dag einn með elsta son sinn í versluninni, þegar síminn hringdi og hann þurfti nauðsynlega að bregða sér frá. Hann bað því strákinn að gæta verslunarinnar fyrir sig en bannaði honum að afgreiða lyfseðilskyld lyf.“Ekki málið” sagði stráksi fullur sjálftrausts og ætlaði sko að sýna þeim gamla hvað hann væri flottur “dealer”.Eftir skamma stund kemur lyfsalinn aftur og spyr strákinn hvernig hafi gengið.“Þetta var ekkert mál, það kom bara einn kall með alveg geðveikan hósta” sagði stráksi“Nú! og hvað léstu hann fá?” spurði lyfsalinn.“Ég lét hann hafa Laxerolíu” sagði stráksi hróðugur.“Ertu alveg snarvitlaus drengur, hvernig heldur þú að laxerolía geti læknað HÓSTA!?” sagði lyfsalinn titrandi röddu.

“Nú, þú getur séð það sjálfur, hann stendur þarna úti og styður sig við ljósastaurinn og þorir ekki fyrir sitt litla líf að hósta”. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Góður...... mér dettur nú eiginlega bara í hug k...töflurnar LOL

Linda litla, 23.2.2008 kl. 01:27

2 Smámynd: Mín veröld

argasta gaaaaarg!

góður!

Mín veröld, 23.2.2008 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband