12.2.2008 | 16:20
Ekki minn dagur
Nei þetta er sko ekki minn dagur í dag,held ég hafi örugglega farið öfugu megin fram úr í orðsins fyllstnu merkingu Hafði það nú af að komast klakklaust í vinnuna annað varð ekki klakklaust,gerði tómar vitleysur og var bara í tómu tjóni,hádegis-strákarnir hlógu bara að mér,en það fannst ekki öllum þetta jafn fyndið hehe
sérstaklega EKKI mér sjálfri huhh,,svo kom nú pólski vinur minn og sagði hæ Gúla vað þú segja haaha hann er nú bara fyndin karlin...Eins gott að ég muni nú eftir barninu sem ég á að sækja á leikskólan á eftir,það væri nú svosem eftir því að það dytti út úr minninu á toppstykkinu á mér,
Ég sagði nú við Gunnu að þessi vitleysa í mér í dag væri bara út af því að ég væri hætt að reykja,ha ég ætti kannski að byrja aftur..........................En nei´það ætla ég ekki að gera,þetta er dagur níu hjá mér og er ég bara þokkalega ánægð með sjálfa mig þrátt fyrir nokkur grömm á,þau eru nú ekki æskileg,en er nú farin að taka á því bara líka,er byrjuð í ræktini í Þykkvabænum, byrjaði í gær með Elínu klipparafrú hún er búin að vera hætt í rúman 1 mán,við stefnum að því að fara þrisvar í viku,ég æfði að vísu tvisvar í gær hjá sjúkraþjálfanum um morgunin,og ég var eiginlega með harðsperrur í morgun verð að viðurkenna það sko
Ég var byrjuð að æfa í jan,en varð fyrir því óláni að detta á hausin og meiða mig aðeins í hnénu þannig að ég gat ekki æft,fyrr en nú...
Ég var að fá sms frá Gorminum mínum honum Kormáki hann læðir einu og einu smsi til mín hann kemur austur með mömmu sinni um helgina,ég bauð stráksa í heimsókn hingað,það verður gaman að sjá fjörkálfin hef ekki hitt hann síðan í fyrra HAAAAALLLLLLÓ Kormákur ég hef ekki séð þig síðan í fyrra hvað er að.
Jæja nú hætti ég þessu mundi allt í einu eftir leikskólabarninu honum Degi,best að fá sér einn kaffibolla áður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
sumir dagar eru bara svona
Ólafur fannberg, 12.2.2008 kl. 16:28
Passaðu þig í hálkunni Gulla mín..
Agnes Ólöf Thorarensen, 12.2.2008 kl. 18:18
Hvað segirðu, var Kormákur að senda þér sms í dag ?? Ég frétti líka að hann hefði hringt í hana Svövu vinkonu. Hann er nú alveg ótrúlegur, hann hringir alltaf í einhverja vinkonu mína og sendir einhverjum sms þegar hann er einn heima.
Heyrðu það er flott að þú ert byrjuð í ræktinni með Elínu og ég er ekkert smá stolt af þér.....reyklaus í níu daga ?!?!?!?! Þú ert algjör snilli. By the way, ég tilnefndi þig sem baráttumann ársins 2008 á netinu um daginn.
Linda litla, 12.2.2008 kl. 18:31
Takk fyrir það Linda mín
Guðný Einarsdóttir, 12.2.2008 kl. 18:58
Jiiii þú ert rosa dugleg og svo er bara að halda áfram og ekki láta neitt buga sig!
Mín veröld, 12.2.2008 kl. 23:24
Þú ert hetja, 9 dagar, ekki smá flott hjá þér Gulla mín og svo farin að sprikla líka í kartöflugarðinum heima ;)
Ester Sveinbjarnardóttir, 13.2.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.