9.2.2008 | 14:44
Kertaljós og rómatík
Með rómatík og reyktan lunda,rölti ég til vinafunda...........en það var nú ekki alveg þannig sko,í gærkvöldi voru svaka eldingar og hrikalegar þrumur það drundi í öllu og glumdi í húsinu,nú svo bara fór rafmagnið ég var nú samt búin að kveikja á einu kerti,svo var ég að ráfast um og leita að kertum og kveikjara mundi auðvitað ekkert hvar ég hafði sett hann,hann er aldrei á vísum stað núna þessi kveikjari sem betur fer var nú þetta rafmagnsleysi ekki allt kvöldið,en smá stund þó,þegar það kom keikti ég á tv,auðvitað orðin hálf þreytt á einsemdini og ákvað að horfa á Die Hard á stöð 2 bíó,,,en hvað svo þegar andsk..... myndin var hálfnuð datt allt digitalið út urrrr
ætlaði ég þá bara að horfa á eitthvað á kaplinum ohhnei það var ekkert þar,þannig að það var barasta eitt í stöðunni að fara að sofa og það gerði ég....Reyndi að sofa út en það auðvitað tókst ekki,fyrst kom sms,,og svo hringdi heimasímin hvað eftir annað,ákvað þá bara að fara á Æskuslóðir og vökva fyrir mömmu,og sá auðvitað sæng mína útbreidda og ákvað að leggja mig þar traalalalala,huhh ég var búin að loka augunum kannski í 5 mín hringdi símin hjá henni ohhhh þá sá einhver bílin minn þarna heima og var að tékka hvort ekki væri allt í lagi,góð nágrannagæsla þetta segi ekki annað.þannig að lúrin minn verður bara að bíða til kvölds,og þá ætla ég að muna að slökkva á öllu sem heitir sími svo ég fái nú minn svefn,ég þarf að svofa voða,voða mikið núna eftir að ég sleppti rettuni,en svona er lífið bara skrítið
Góða helgi allir...og verið dugleg að kvitta hjá mér þeir sem gæjast hér inn!!!!!!!!!!!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það var sama ástand hérna í gærkvöldi hjá okkkur, þrumur og eldingar. En rafmagnið fór samt ekki.
Þú ert algjör hetja að hætta að reykja. Þú stendur þig þokkalega vel, haltu áfram að láta þér ganga svona vel Gulla mín.
Linda litla, 9.2.2008 kl. 16:57
Ég fékk geðveikislega löngun í gær,en hann Helgi rétti mér silfraðan EXTRA og hann bjargar mér alltaf þessi extra..Mér líður bara orðið vel í öndunarfærunum
Guðný Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 17:06
Frábært, biddu mömmu þína að versla fyrir þig karton af tyggjói í fríhöfninni þegar hún kemur heim frá Kanarí.
Linda litla, 9.2.2008 kl. 17:13
Gerði það strax og ég tók þessa ákvörðun
Guðný Einarsdóttir, 9.2.2008 kl. 18:19
Mmmmmm, rómó bara í sveitinni þinni
Hérna fór nú rafmagnið ekki af, en ljósið flökti rosalega mikið. Þú ert rosalega dugleg að hætta að reykja. Gangi þér ógó vel með það áfram. Bestu kveðjur úr hinni sveitinni....
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 20:38
Það blikkaði hérna rafmagnið í gærkveldi, en fór ekki af. Við þurftum að fara út í grenjandi rigninguna og opna niðurfallið á planinu fyrir utan, ég var algjörlega gegndrepa þegar ég kom inn aftur, þvílíkt veður. Svo var allt hulið snjó þegar ég fór í yogað í morgun. Þessi vetur er miklu harðari en við höfum haft unanfarandi ár, ég er farin að hlakka til vorsins.
Flott hjá þér að hætta að reykja, þú ert alltaf svo dugleg Gulla mín.
Ester Sveinbjarnardóttir, 9.2.2008 kl. 22:21
dugleg stelpa..
Agnes Ólöf Thorarensen, 10.2.2008 kl. 13:02
kvittikvitt þú ert bara góður penni ! Ekkert smá dugleg að hætta reykja vááá ekki legg ég í það í bili úff
Mín veröld, 10.2.2008 kl. 21:13
kvittós
Ólafur fannberg, 10.2.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.