31.1.2008 | 20:16
Þorrablót.
Þá er komið að kerlingar-blótinu...en ég myndi eiginlega segja að þetta væri frekar skvísublót bara skemmtilegra nafnJamm,þetta blót er annað kvöld,og eru það Reykjavíkurskvísurnar sem halda það..Við skondrum í höfuðborgina um hádegi á morgun,því elsta skvísan vill vera komin tímalega,enda býr hún í Reykjavík haha,hún mætir nú samt reglulega hingað til að huga að barnabörnunum sínum og þau eru EKKI FÁ
En semsagt við Didda förum með Unnsu í bæin og til Helgu,sem verður með átveisluna sem er auðvitað þorramatur ohh mig hlakkar svo til bæði að hitta Helgu og gæða mér á kræsingunumVeit ekki hvað verður svo gert um kvöldið örugglega eitthvað sprellað ef ég þekki okkur rétt..En mér skilst að það eigi nú að þvælast á útsölulokin á laugardaginn kannski maður fái á sig spjör fyrir lítið þó svo ég efi það nú,því bumban verður örugglega stærri á laugardaginn en hún er í dag
Er að horfa á rauðhærða tröllið hann Eika Hauks og mér finnst hann bara FLOTTUR allavega góður söngvari þar á ferð
Það er komin bullandi gaddur,,eða hörkufrost er víst réttara að segja,hélt að puttarnir myndu detta af mér áðan brrrr,..
Gott að sinni,GÓÐA HELGI GOTT FÓLK
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hva þetta er SKVÍSA sástu það ekki hahaha
Guðný Einarsdóttir, 31.1.2008 kl. 21:19
Góða skemmtun, örugglega frábær ferð hjá þér Gulla framundan.
Ester Sveinbjarnardóttir, 31.1.2008 kl. 22:00
Góða skemmtun um helgina snúllan mín. Vertu nú dugleg að éta hákarl fyrir mig, nammi namm! knús,
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 22:15
en ég er viss um að þessi barnabörn séu alveg frábær og æðislega skemmtilegt og efast ekki um að þar standi samt eitt uppúr
unnur d (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:49
Það er alltaf sama andsk..... fylleríið og súrátið á þér gamla..... éttu nú ekki yfir þig af pungum.
Bestalitla (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 21:49
passaðu þig á pungunum Gulla mín..það er ekki sama PUNGUR og PUNGUR..
Agnes Ólöf Thorarensen, 3.2.2008 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.