19.1.2008 | 18:11
Laugardagur til lukku
Er það ekki sagt að laugardagur sé til lukku???Mér bara datt það svona í hug hihi það er allt í lukku hjá mér svosem,nema hvað að í morgun ætlaði ég að skreppa heim til múttu,en þá fór að snjóa(enn meira) og allt var blint þannig að ég var sko ekki að eyða orku í það að fara út skreið frekar upp í bólið mitt og undir sæng og fékk mér smá stóra kríu..Núbb eftir hádegi ætlaði ég svo að reyna aftur hreinsaði bílin og stökk svo til Drífu á tveim misfljótum,og fékk hjá henni lítið dýrabúr(hvolpabúr) fyrir kött..en búrið er ennþá bara í bílnum örugglega í góðu yfirlæti,því ég komst ekkert upp á Ægissíðu því það var kol-ófært þangað,þó svo ég eigi bróðir sem býr þar líka og hann á nokkrar gröfur þá var drengurinn og hans menn bara að vinna inn í Þórsmörk,hann mokar þetta bara þegar hann kemur heim,ég bara reyni aftur í fyrramálið..Held að ég sé ekkert að eiga við þetta í kvöld,enda komin hálfgerð værð yfir mig,..Nú fara þorrablótin að byrja eru kannski bara byrjuð,er ekki búin að gera það upp við mig hvort ég fari á þorrablótið hér hef mánuð til að hugsa um það,það er 16 febr, við vinkonurnar höldum alltaf pínu þorrablót mmmm og er mér farið að hlakka mikið til að fara og gæða mér á þorramatþað verður í bænum að þessu sinni hjá Helgu bara um mánaðarmótin ca..Jæja læt þetta gott heita í dag............................................
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég fór á Bifröst á föstudaginn, kom samt tímalega til að sjá landsleikinn í noregi. Það var frábært að sjá þá loksins vinna.
Ester Sveinbjarnardóttir, 19.1.2008 kl. 20:13
Þu og þinar kriur og ogeðslegi þorramatur. Ætlar þu að gæða þer a hrurum surspungum a þorrablotinu hja Helgu ??
Linda litla, 19.1.2008 kl. 20:33
Já ég hafði sko hugsað mér það, OG SÚRUM HVAL OG HÁKARLI ertu með ????
Guðný Einarsdóttir, 19.1.2008 kl. 21:51
hehe einhvernvegin tókst mér að henda mér út,, ætlaði að breyta úrliti síðunnar. Ætli að ég nenni þessu nokkuð hvort sem er,, knús og hlýar kveðjur
Sigga Sv
Sigga Svavars (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.