15.1.2008 | 15:16
Allt á kafi í snjó
Þegar ég ætlaði að fara út í morgun var bókstaflega allt á kafi í snjó,ég var bara HISSAen ákvað nú samt að reyna að komast í vinnuna,haha,komst ekki einu sinni út úr stæðinu,ákvað þá að labba,en gerðist hrakfallabálkur og datt,þannig að ég snéri bara við enda varla komin út götuna,og fór bara heim frekar fúl yfir þessum hremmingum mínum Helgi kom svo á sinni Fíat lús og náði í mig,Fíatin hans kemst allt,svo skutlaði hann mér heim um tvö aftur það má segja að ég hafi verið veðurteppt í vinnunni í hádeginu,en það var svosem allt í lagi...það snjóaði í alla nótt og snjóar enn,þannig að það verður engin Þykkvabær í kvöldFór í gær og það var bara fýnt,(já sæll)..Þannig er það í pottinn búiðsnúrurnar eru á kafi þarna sést kannski frekar illa en það er nú samt þannig...Ég er að vonast eftir því að það komi einhver að heimsækja mig sem er á jeppa eða eitthvað þarf að komast í búðina,en það er nú trúlega borin von...Svo eru frænkur mínar í Dómíníska lýðveldinu að drepast úr hita og geta ekki beðið eftir því að komast heim,er einmitt að tala við þær á msn núna,,og ég er bara hætt að blogga
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Sæl Gulla mín, tja þetta sést ekki oft á Hellu, svona mikill snjór. Ertu að vinna hjá Helga Bjarna? Við vorum að vinna saman inni í virkjunum og Anna Dís. Ég tognaði eitthvað í bakinu og er heima í dag, með hitapoka á bakinu, orðin nokkuð góð, ekki vön að þurfa að hægja neitt á mér, svo þetta reynir á þolinmæðina hjá mér.
Ester Sveinbjarnardóttir, 15.1.2008 kl. 15:36
Hva!! það er nú í lagi á meðan nefið stendur upp úr ,,, hehe. nei annars það var gott að þú meiddir þig ekki Gulla mín,, þú verður að fá þér Fíat lús svo að þú komist allra þinna ferða klakklaust. Ég rak augun í það sem Ester skrifar,,,, ekki Helgi Bjarna,, hjá Landsvirkjun ,, er hann ekki þar en þá.?? Við hvað vinnur þú annrs??? Knús á Helluna frá mér.
Sigga Svavars (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 15:41
Ég er að skúra á Kanslaranum Jú einmitt sá Helgi Bjarni..Hann é Kanslaran á Hellu..Nei það snjóar ekki mikið hér,þetta er nú samt pínu gaman bara
Guðný Einarsdóttir, 15.1.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.