4.1.2008 | 13:49
Er á lífi.
Var fólk farið að halda það að ég hafi andast endanlega um áramótin hmmaf því ég hef ekki verið sérlega dugleg að blogga núna hoho,er bara búin að vera værukær og lesa á kvöldin ekki kveikt á tölvunni síðan í fyrra jiii skrítið ekki kveikt á tölvunni síðan í fyrra hahaha góður...Áramótin fóru bara vel framm hjá mér,var í mat hjá múttu minni ásamt systir minni og hennar fólki,var bara þar framm á nótt,fór ekkert annað en heim að sofa það hefur nú ekki gerst lengi að ég sé svona róleg um áramót,
Það er svolítið erfitt að koma sér á rétt ról aftur sérstaklega með svefnin hef verið að lesa langt framm á nótt og lúlla svona næstum framm að hádegi,
Og nú á að fara að taka sig saman í andlitinu og gera eitthvað af viti fyrir sjálfa mig,búin að segja bumbuni stríð á hendur,byrja í Þykkvabænum eftir helgi,byrjuð að borða hollustu er nú samt alltaf hálf svöng og langar liggur við í nammi á kvöldin yfir imbanum,lét mér næja mandarínur í gærkvöldi,í morgun ætlaði ég svo að stíga á vigtina og kannski var það lán í óláni að það vantar batterý í hana það kom bara error næstum því eða lol hahahahaha það hefur liðið yfir greyið að fá þessa hlussu á sig ekki vildi ég að ég myndi stíga á mig,get svo svarið það,,Srítið allt var þvegið og skrúbbað fyrir jól og áramót og þvottur þvegin samt er þvottagrindin stútfull af óhreinum þvotti og gólfið farið að láta á sjá ohhh ég sem geng bara yfirleitt hér ein um fyrir utan einn og einn gest,,dreymdi í nótt að það væri komin mús inn til mín,spratt á fætur og spennti músagildru,,það hefur nefnilega gerst tvisvar að það hafi komist inn mús hér ójjjjen þær hafa að vísu átt mjög stutta lífdaga hér inni,það kemur engin hér inn óboðin og sest hér að ónei það kvikyndi sem gerir það andast bara....Ég var samt með hálfgert samviskubit yfir því að hafa drepið sjálf eina músina,það er nú bara þannig að mýs eiga ekki heima í blokkaríbúðum þær eiga bara að vera úti,svo það er eins gott að passa sig að hafa ekki opið of lengi ef það er kallt úti þá skjótast þessi kvikyndi inn
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ég fór að athuga hvað það þýddi að dreyma mús. Ráðningin er hér fyrir neðan.
Margar mýs boða samkvæmi með lítilfjörlegu fólki. Að vera bitinn af mús er fyrir illu umtali. Oft eru mýs fyrir góðu.... segir síðan,, þannig að það á örugglega við drauminn þinn
það á ekki að síga á vog,,rétt eftir jólin,, hún ein hefur bara gaman af því,, þess vegna glottir hún til manns það er best að gera það eftir langa göngutúra og léttara fæði...jafnvel að vera í léttu skapi þá glottir hún ekki eins mikið. Ég brosi alltaf þegar ég stíg á mína vog. Þú varst heppin að þín virkaði ekki því að þá værir þú pirruð núna, miðað við lýsingar þínar Samviskubit og eilíf hugsun um kg hjálpa ekkert,, það er bara hvað maður er að borða og hvað má borða sem gefur lífinu gildi. Um að gera að borða og borða en bara rétt fæði. Hum.
Eigðu góðan dag mín kæra.
Sigga Svavars (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 18:09
Gott hjá þér Gulla mín að skella þér í mandarínur í staðinn fyrir nammi! Mín er í sama ham, verð að viðurkenna að ég hálf kvelst yfir nammileysi. Þetta er einhver andsk.... fíkn og maður er bara ómögulegur fyrst um sinn. Þurfum að láta okkur hafa það og hugsa hvað við vorum að gera líkamanum. Ég veit að hnén á mér eru orðin ógurlega leið á þyngdinni og kvarta reglulega. Ég dæmi það á aukakílóin, alveg klárlega! Svo ef maður á að geta aulast á milli staða er ekkert annað að gera en að moka þessari mör út! HALLELÚJA!
Við stöndum saman í baráttunni...eða er það bar-"át"tunni?... Farðu vel með þig vinkona.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 21:30
fyrir mér mætti útrýma músum mér finnst þetta ógeðsleg dýr svo ekki hafa neitt samviskubit yfir að myrða þær gangi þér svo vel í þybbanum það er aldrei að vita nema maður fari að láta sjá sig þar líka
unnur dögg (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 21:40
Gott að heyra að þú sért enn á meðal vors, ég var farin að hafa áhyggjur af þér kona góð!!!!
Gangi þér vel í baráttunni við kílóin,ég er að berjast í sama stríði og þú - gerði smá æfingar í gær og í dag get ég varla sést á klóið því harðsperrurnar eru að drepa mig he he he. Vona að við sjáumst fljótlega
Baráttu kílóakveðjur
Dísaskvísa
Dísaskvísa, 5.1.2008 kl. 13:57
Takk stelpur mínarþað er auvelt að borða á sig kílóin en öllu meiri höfuðverkur að ná þeim af ohhh
Guðný Einarsdóttir, 7.1.2008 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.