14.12.2007 | 08:08
Stormur í aðsigi
Hvernig er með þennan desembermánuð eiginlega það er endalaus stormur og rok...eins og maðurinn söng,það er rok,rok,ég ræ ekki rok,rok ég ræ ekki,ræ ekki í dag,þetta er kannski smá hreinsun segi það ekki,er að hlusta á ísland í bítið og heyrði áðan að þeir eru í viðbraggðsstöðu í Reykjavíkinni,trúlega er það alls staðar sem þessi rembingur hans Kára fer um....Kannski ég geti prófað að fljúga í dag,renni bara frá úlpunni minni og rétti handleggina út og ath hvað gerist hahahaha
Í gær skruppum við Arna á Selfoss í smá verslunar leiðangur,og það get ég svo svarið að ég varð ekkert pirruð eða skapvond í búðunum á Selossi eins og ég varð í Reykjavík um síðustu helgi..Kannski vantar bara Hagkaup og rúmfatalagerin á Selfoss þá þarf maður ekkert að vera að þvælast yfir heiðina allavega ekki til að búðarápast..
Nú er ég bara eiginlega búin að redda jólunum búin að senda öll kort gerði það fyrir síðustu helgi,búin með alla pakka þarf eiginlega bara að losna við þá,á bara eftir að þrífa og bóna og verður það gert um helgina,búin að fá bjóðu að vísu á tveim stöðum,hjá systir minni í rvk,og bróðir mínum sem er hér á svæðinu,og það er ekki spurning hvað ég geri,er búin að gefa út yfirlýsingu fyrir löngu síðan að ég vilji bara vera á heimaslóðum um jólinÞó að alltaf sé nú gott að koma til systir þá verður hún að vera án mín á jólunum,hún og hennar fjölsk,koma nú alltaf austur á jóladag,þannig að þá verðum við systkynin öll saman komin í mat með tilheyrandi fjöri..Jæja ætli ég láti þetta nú ekki gott heita að sinni,hafið það gott og passið ykkur á Kára veðurguði
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
HA HA HA HA HA Gulla ertu búin að prófa að fljúga? Þú ert alveg frábær! En já, það er stórmunur að fara á Selfoss að versla. Við Heiða fórum saman í fyrradag og ákváðum eftir þann dag, hálf hlæjandi, að fara ALDREI aftur til Reykjavíkur. Báðar nýfluttar úr borginni. Það er svo MIKLU MIKLU huggulegra að fara í búðarráp á Selfossi. Hafðu það gott í vindkviðunum Gulla mín, ekki láta Kára plata þig í neina vitleysu
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 12:39
Hehe, ekki prófa að fljúga í úlpunni, þú gætir brotlent og það harkalega. ÆÆÆ. Þú er greinilega dugleg Gulla mín búin að öllu,, það er svo góð tilfinning að vera búin og ekki verri þegar pakkarnir eru farnir,, til sveinkana Krúttstúfar og Gamlagaurs. Hehe mínir eru farnir þangað. Gott hjá þér að auglýsa eftir Hagkaup og Rúmfatalagernum til Selfoss. Ég er satt best að segja hissa á að þessar búðir séu ekki löngu komnar þangað. Í sambandi við Karlrembuna,, gæti þetta orðið staða okkar kvenna, , þegar við verðum komnar með sömu laun og karlarnir,, ég tala nú ekki um hærri .?? Eigðu góðan dag mín kæra.
Sigga Svavars (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 15:15
Gangi þér vel að þrífa um helgina.
Góða helgi
Ásdís (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 15:44
takk stelpur mínar
Guðný Einarsdóttir, 14.12.2007 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.