11.12.2007 | 09:48
Bæjarferðin
Jæja þá er ég bara búin vonandi með bæjarferðir fyrir jól,allavega búin að kaupa allar jólagjafir kláraði það í gær en við mútta tókum þessu bara rólega og komum ekki austur fyrr en í gær,það var náttúrulega bara kleppur að vera í bænum um helgina púfffeitthvað sem fer ekki vel í mig að vera inn í troðfullum búðum get orðið bara geðvond þegar það er þannig...
Já við fórum á tónleikana á laugardaginn og voru þeir æðislegir einu orði sagt og Bjöggi klikkar ekki,gæti bara alveg hugsað mér að fara aftur,og ég fékk nú svo mikla gæsahúð þegar Helgi Björns kom framm að ég hefði getað flogið á gæsahúðinni hahaþví hann syngur eitt af mínum uppáhaldslögum EF ÉG NENNI...Ótrúlegt líka hvað hann Raggi Bjarna heldur sér brattir karlar...Um kvöldið fór ég að skila af mér pökkum,fór til öddu þar var allt á hvolfi því þau hjón voru í framkvæmdum svosem ekkert nýtt á þeim bæ allavega ekki þegar ég kem,ansi dularfullt samt farið að minnka núna einu sinni var það alltaf þannig ef að ég var að koma íbæin þá stóðu þau í framkvæmdum haha skrýtið hummSvo fór ég með smá pakka til Konna sponna,hann var auðitað í stuði karlin eins og venjulega,svo komu Kriss og Þröstur og voru þeir að fara á djammið en mín fór nú bara heim eða smá rúnt með Unnsu og svo heim,reyndar buðu þessar elskur okkur með á djammið þeir voru að fara á nýjan gay stað sem var verið að opna ennnnn mig langaði eiginlega ekki hihi...set inn nokkrar myndir frá helgini gott í dag hafið það gott...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vá, þvílíkur dugnaður í þér stelpa! Ég er ekki komin lengra en að hugsa hvað ég ætla að hafa í jólapökkunum þetta árið. Þarf að fara að gaufast í málið. Reyndar leggst það einmitt svo illa í mig að vera innan um svona mikið af fólki að ég vil helst hlaupa í burtu. Það var svo huggulegt að vera á Selfossi um daginn þegar ég keypti sparipeysu og skó á börnin. Engin læti og ekkert verið að troða manni um tær. Voða ljúft allt saman. Hafðu það gott dúfan mín.
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.