Komin des,

Já desember er mættur í allri sinni dýrð,í gær sá ég fólk hangandi í stigum utan á húsum sínum að hengja upp jólaseríur,en þannig er það..

Þetta er búin að vera ansi góð helgi bara hjá mér,við Didda skruppum á Selfoss á laugardaginn og versluðum og held að við höfum keypt upp bónus svei mér þá skottið var fullt,svo fórum við í bykó og ætluðum svo í blómaval og húsasmiðjuna en flýttum okkur nú þaðan því það var pakkað af fólki jemundur minn fórum í staðin í skrýtnu lyktina í Eroprise það er alltaf svo ógeðslega skrýtin lykt þar inni eiginlega bra vond lykt pójjjjGaspvorum kannski ekkert of lengi þar sökum lyktarinnar haha...Svo var skondrað heim í mínum fjallabíl,svo átti nú að djamma aðeins um kvöldið  en það klikkaði aðeins því Didda fékk í bakið og ég var alltaf í því að skoða augnlokin innanfrá allt kvöldið,,og djööö leið mér vel á sunnudagsmorguninn út sofin og fínGrin

Ásunnudaginn bauð ég mömmu og Petu með mér á aðventuhátíðina á Laugalandi ég hef aldrei hef heyrt mikið talað um hvað það er gaman á þessari hátíð,þarna var handverksfólk í massavís,ég var alveg dáleidd af vörunum hennar Stellu  hún er í glerinu,já ég keypti mér einn bakka svona kertabakka hjá henni,og svooooo keypti ég mér ástarpunga namm,Peta var alveg að drepa mig hún gerðist svo armennileg að éta smá hvítlauk við kvefinu áður en við fórum hoho og lyktin var að drepa mig,kannki ekki  beint gáfulegt hjá henni kerlingunni,en það er hennar bara...Það var ansi margt um manninn þarna og kom hann Guðni og Sigmundur Ernir að lesa upp úr bókinni hans Guðna og held ég að hún sé bara snild af því hann Guðni er bara ein snild sjálfur skemmtilegur karl ein einu orðiGrin.

Þegar ég kom heim um fimm gerðist ég öfga dugleg og bakaði tvær smáköku svortir hoho önnur varð nú eitthvað skrítin en er vel æt hihih svæli henni í einhverja sem eiga leið hér um..

Nú er orðið stutt í það að vinkonu mínar þær Linda og Vigga fari til Kúbu og er ég bara spennt fyrir þeirra hönd skemmtið ykkur vel stelpur mínar,ég bauð nú Lindu aðstoð við að bera töskurnar en hún afþakkaði það,,,ToungeWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Já Gulla mín, ég hef alltaf sagt þetta. Hann Guðni "minn" er ein hrein snilld. Enda átti ég einu sinni kött sem að var skírður í höfuðið á honum.

JIBBÍ JA HÚ !!!!!!!   Við erum að fara til Kúbu annað kvöld. Og ég verð nú að segja það að ég er ekkert smá spennt fyrir ferðinni sem að verður eiginlega góðgerðarferð.

Hafðu það gott Gulla mín og sjáumst vonandi fyrir jólin.

Kv. Linda litla

Linda litla, 3.12.2007 kl. 08:52

2 identicon

Lyktin já!  Það er svona stæk þvottaefnislykt einhver.  Og aumingja Gulla mín, alltaf einhver vond lykt í kringum þig.....eeeee, þetta hljómaði hálf asnalega hjá mér.....Tí hí hí hí  Vona að baksturslyktin hafi bætt hitt upp!

Bið að heilsa í sveitina

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband