Krafli,krafl

Eina sem ég heyri svona í morgunsárið er krafl,svona hingað og þangað,fólk að hamast við að skafa ísinguna af bílunum sínum,

Ég man nú ekki eftir neinu sérstöku til að skrifa um,haha,en í gær fór ég fyrir Dísu vinkonu mína að ná í lítin son hennar en stráksi var hjá vini sínum,til að byrja með er honum sagt að mamma hans sé komin,svo kom einhver pjakkur í gættina og sagði ef þú ert ekki mamma hans þá hlýtur þú að vera amma hans,ég sagði bara nei,þá segir sá stutti ekki ertu systir hans haha þú ert frænka hans,en Þröstur þessi dúlla sem ég var að ná í sagði hurðu þetta er bara hún Gulla GrinSvo kom hann út með hrúgu af smákökum og sagðist hafa fengið nesti handa okkur alveg frábær....

Nú eru fréttir á bylgjuni og það er hálka hér og þar eins gott að fara varlega,ég er nú svosem ekki að fara neitt langt í dag,en samt að fara varlega,bara vona að það verði ekki einhver fljúgandi hálka um helgina,því ég er með Heartí buxunum að keyra í hálkuUndecided

Tók smá rúnt um litla þorpið í gærkvöldi,og það er að týnast upp jólaskreytingar.sumir reyndar búnir að vera með jólin uppi í gluggum síðan í byrjun nóv,

Ég á mágkonu frá Chile,og er hún og hennar fólk vön því að skreyta allt 1 des, og þar með talið jólatréð,það hafði ég aldrei fyrr séð fyrr en hún kom í fjölskylduna,en það hafa allir sína siðiSmile

Jæja nú er mín komin með hor í nös,jamm þetta kvef ætlar að sitja endalaust í mér urrrCrying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Amma hans ha ha ha ha ég ´hló upphátt hérna alein.

Passaðu þig á hálkunni.

Linda litla, 27.11.2007 kl. 09:05

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Ég trúi því allveg að þú hafir skellt upp úr´Já ég reyni að passa mig,

Guðný Einarsdóttir, 27.11.2007 kl. 09:37

3 Smámynd: josira

 innlitskvitt mín kæra, gaman að fá fréttir að austan...hér var líka allt í þunnri ísskel yfir öllu í morgun...maður var eins og hölt hæna að staulast hér út með ruslið í morgun...skíthrædd með að renna og detta...og núna í þessum töluðu orðum er orðið frekar dimmt yfir og slyddukebb snjókorn farinn að falla...

josira, 27.11.2007 kl. 16:03

4 Smámynd: josira

 ...slyDDukennd..átti orðið að vera...þú skilur.hahaha

josira, 27.11.2007 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband