Á ég eitthvað að vera að blogga!!!

Veit ekki alveg hvort ég ætti eitthvað að vera að þessu,andin sem kom í mig áðan gerði sér lítið fyrir og stakk af bölvaður..

Enn eina ferðina er ég að fá nýja nágranna,spurning hvað hún verður lengi,ég er eiginlega komin á þá skoðun að ég sé ómögulegi nágranninn af því ég er alltaf með partý og spila músík í botni hahaha,og fyllirý á pallinum auðvitað geri ég það ef ég vil losna við liðið á efri hæðinni ekki spurning,tel mig meiga allt því ég er íbúðareigandi sko,en þetta er nú ekki alveg þannig,ég er nú bara fyrirmyndar nágranni hef allavega ekki heyrt annað,en aftur á móti......usss nei Gulla nú þegir þúCooljamm best að vera ekkert að tjá sig um þetta meir..En allavega er hún Inga vinkona mín sem er búin að búa þarna síðan í haust að yfirgefa svæðið og meira en það hún fer af landi brott til Sverge....gott mál,að fól þori og geti flutt,ég bara held ég nenni ekki að standa í flutningum,eiginlega búin að fá nóg af því í gegnum tíðina,en nú þegar ég á mitt slot þá ætla ég nú bara að vera í því sæl og sátt við menn og málleysingja,alla nema þingmennina okkar,en ég hata að tala og skrifa um pólitík þannig að ég sleppi því sko bara.....

Hvað haldið þið með það,að það komi páskahret,ég er nefnilega kannski of bjartsýn með að vona það að það sé komið vor......öööö allavega vor í lofti og fuglarnir syngja hástöfum meira að segja í nótt heyrði ég fuglasöng.............Vorið er komið og fuglarnir syngja trallalalalal

Þetta er gott í dag góða helgi elskurnar mínarHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gaman að sjá þig hérna aftur eftir smá hvíld. Auðvitað kemur páskahret, annað væri ekki við hæfi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.3.2012 kl. 13:38

2 Smámynd: Guðný Einarsdóttir

Takk fyrir Axeljá þetta páskahret tilheyrir svona næstum því pákunum hjá okkur

Guðný Einarsdóttir, 31.3.2012 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband