Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
8.6.2008 | 09:18
Fullkomin dagur
3.6.2008 | 19:33
Sumarbros!!!!
Sumarbros
Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda
maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.
En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og
um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.
Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá
fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft
niður undir hné.
En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu
dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri
dagur.
Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við
þessum þremur hlutum
1. Rigningardegi
2. Týndum farangri
3. Flæktu jólatrésskrauti
Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, komum
við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.
Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama
og að skapa sér líf.
Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.
Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska
á báðum höndum. Öðru hvoru verðu maður líka að gefa boltann til baka.
Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég
yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.
Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.
Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir
þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.
Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir
ekki hvernig þú lætur því líða.
3.6.2008 | 08:17
Er ekki lífið yndislegt
Mér finnst lífið sko bara yndislegt,Ég er víst þó orðin árinu eldri en þegar ég bloggaði síðast,,og síðan þá hefur margt á daga mína drifið og margt gerst...
Ég er búin að vera í viku fríi og fór til Slóveníu sem er bara yndislegt land og fallegt,hef bara ekki komið á fallegri stað,já fyrir utan landið okkar fagraég fór héðan eða öllu heldur skellti í lás hér heima um sjö á laugardagskvöldi og fór heim til hennar mömmu,og horfði á júróvisjon með henni,um kl 02.00 um nóttina kom svo rútan að ná í okkur sem betur fer á ég gott með að sofa í rútum,ekki man ég mikið eftir ferðinni til Keflavíkur haha,svo var farið í loftið kl,06.00,og mikið djöööö var kallt í þessari flugvél brrrrlentum í Tríeste á Ítalíu rúmlega 10 og flýttum klukkunni um tvo tíma,vááá gekk maður á hitavegg já eiginlega,svo tók við klukkutíma keyrsla til Portoroz,og útsýnið það var nú bara vááá tré og aftur tré og mikill gróður,tók nokkrar myndir eiginlega margar myndir en þessi er bara tekin af svölunum á 8 hæð...
á mánudeginum áttum við að fara í siglingu en þeirri ferð var frestað til miðvikudags þannig að mánudagurinn var frjáls,og löbbuðum við í bæin að skoða okkur um,og auðvitað tókst mér að brenna í gegnum skýin,mér tekst´nú ýmsilegt,en kannski ekkert skrýtið því það var 25 stiga hiti,þannig að ég þurfti að vera annaðhvort í bol upp í háls eða með sjal eða klút sem huldi bakhlutan á mér,,Á þriðjudeginum fórum við svo að blet vatni það var rútuferð og ójjj það var 35 stiga hiti,en sem betur fer eru nú góðar loftræstingar í þessum rútum,Blet vatnið er bara með fallegri stöðum sem ég hef augum litiðVið keyrðum upp að þessum kastala hann var veið Blet vatnið,og þeir sem voru hraustastir löbbuðu niður fóru ekki með rútunni,ég get kjaftað frá því að ég var ekki ein af þessum hraustu,hahaÞessi eyja er við Blet vatnið líka og er kirkja í eyjunni,og fær fólk að reyna sig við að hringja kirkjuklukkunni það er víst frekar erfitt..Við löbbuðum um þennan litla fallega bæ og skoðuðum búðir,ég komst að því að það er ekki mikið um stór föt þarna né í portoroz en það var allt í lagi,því þetta var ekki verslunarferð,ég keypti mér að vísu nokkra boli,Þetta er Harpa Hallgríms fararstjórinn okkar,hey já svo þarna var mig farið að svíða aðeins í brunan minn,þó það hafi verið makað á hann smyrslum,þannig að hún ég fann þarna apótek og þar fyrir innan var ansi myndarlegur apótekari sem vildi allt fyrir mig gera meira að segja bara bera á mig smyrlsið sem hann ráðlagði mér að kaupaþetta var mjög gott smyrsl reddaði mér allveg...
Á miðvikudeginum var svo siglingin,man ekki hvað hehe fyrri bærin hét sem við fórum til en sá seinni hét og heitir Piran báðir mjög fallegir,smakkaði grillaðan smokkfisk,og rauðsprettu um borðOg hér eru herlegheitin og fannst mér þetta bara herramannsmatur skolað niður með ísssköldu vatni..jamm nenni ekki að setja fl myndir hér inn set þær bara annarstaðar,,
á fimmtudeginum fórum við svo til höfuðborgar Slóveníu Lublijana,og var hún auðvitað mjög fallegt eins og allt þarna,við fórum í skoðunarferð um borgina og löbbuðum svo og villtumst,með eldra fólkið með okkur vorum að leita að einhverju molli,og auðvitað tók ég ranga beyju haha en það vara bra gaman,,,á föstudeginum átti að fara til Feneyja en urrrr það var hætt við þá ferð því hún náði ekki 20 manns við vorum 18 eða eiginlega 19,því ein kona ætlaði bara að fara til þess að fylla upp í hópin,þannig að föstudagurinn var frjáls,og var hann bara notaður í gönguferðir um Portoroz í hitanum,þarna var veitingastaður sem Íslendingar sækja en hann eiga tveir Slóvenar sem hafa unnið mikið á Íslandi og eru þeir kallaðir Íslensku Slóvenarnir,haha bra fyndið,en þeir eru með mjög góðan mat og lúðu frá Íslandi,mjög skemmtilegir karlar...Laugardagurinn var frjáls líka og þá vorum við Stína búnar að redda mömmum okkar tælensku nuddi á hótelinu og fórum sjálfar í stóra og mikla gönguferð sem tók okkur allveg um 4 tíma..Notuðum ekkert sundlaugina,né heitu pottana þarna eins og margir gerðu og fengu á sig brúnku því það var saltvatn í lauginni ég gleymdi nú bara mínum sundbol heima,en eflaust hefði ég kannski getað fengið bol,en það vart bara nóg að gera hjá okkur þannig að við ákváðum að gera það næst þegar við förum að ligga í lauginni,auðvitað ætlum við að fara afturhvenar sem það verður,nú svo var bara farið heim á sunnudaginn,var lent rúmlega 3 og komin heim í heiðardalinn um 8 leitið um kvöldið ég var svo þreytt að mér fannst ég vera með sjóriðu ég ruggaði bara,en djöööö var kallt og mikið rok í Keflavík brrrr....
Jæja þetta er nú bara orðið ansi gott hjá mér þennan morguninn,ætla að segja það að í sumar veit ég ekki hvort ég verð mikið dugleg að blogga því ég ætla að reyna að vera meira úti en inni
Já get líka sagt frá því að þegar ég kom heim var hann Gaui smiður búin að setja upp skjólveggina,ohhh hvað ég var hamingjusöm
24.5.2008 | 14:32
Halló Hella!!!!
Það er blíðskapaveður hér,Guðni spurði mig hvað ég væri að fara út í svona góðu veðri,og ég benti kauða nú á það að það hefði ekki fylgt ísl,veðurspá farseðlinum mínum...Og ennþá er ég ekki búin að koma öllu í tösku en samt næstum því vara að strauja áðan,eitt af leiðinlegri húsverkum að mínu matenda reyni ég að passa mig á því að kaupa föt sem eru straufrí,en!!!!Akkúrat buxurnar sem ég ætla í út og aðrar til voru eitt krumpustykki inn í skáp,er bara að velta því fyrir mér hver setti þær óstraujaðar inn í skáp....Linda gerðir þú það??????
Það er víst nóg um að vera hér í dag eða bara um helgina hallló!!! Það er golfmót á Strandavelli ef ykkur langar þangað,svo er torfærukeppni í dag og á morgun hér við Gunnarsholtsveg,örugglega fullt af flottum gaurum þar og bílum haha,reyndar er ég hvorki fyrir golf né torfæru,nenni ekki orðið að fara á þetta,eftir að eitt torfærutröllið(jeppi) gerði mig næstum því heyrnalausa í Víkþað var hvorki gott né gaman.....
Ein vísa í lokin...
Ef forráðamennirnir segja ei satt,
en,svíkja,pretta og ljúga,
Í þjóðfélagi sem er þannig statt,
Er þefur af rotnu og fúa...
......
BLEEEEEEEEEEEEEEEEEEEESSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS:::::
Í sjónvarpinu er konunglegt brúðkaup,ég er nú svosem ekkert að horfa á það....Linda heimtaði annað blogg og hér er það,hef reyndar ekkert til að skrifa um,Ég get bara sagt að ég er bæði þreytt og syfjuð ennþá,er ekki búin að leggja mig ætlaði að reyna að treina það til kvölds Það er spurning hvort það hefst...
24.5.2008 | 10:25
Vikufrí!!!!!
Nú er ég á leið í vikufrí,leiðin liggur til Slóveníu,og leggjum við stað héðan kl 02.00 í nótt með rútubílsvo fer éf í loftið 06.00 í fyrramálið,það er nú eins gott að ég á gott með að sofa bæði í bíl og flugvél,því annars held ég að ég verði framlág um 10,leitið á morgun haha....jamm,jamm,er að rembast við að pakka,en skrítið aldrei veit maður hvað á að taka og hvað ekki,en svona er þetta bara.....
Ekki fór ég í útskriftarveisluna hjá Hönnu Láru í Reykjavík í gær ónei,ónei,mín var bara drulluþreytt eitthvað og nennti ekki að burra til Rvk,ég kíki bara á þær mæðgur síðar í rólegheitum.....En aftur á móti trússaði ég hestakerlingar í gærkvöldi,það var kvennareiðreið hér á Hellu þrjátíu og eitthvað kellur með fullt af hestum,ég sá um að geyma söngolíuna þeirra,og svoleiðisbauð Diddu með mér svo ég hefði nú selskap á leiðinni,,,ég lullaði á eftir þeim upp í Gunnarsholt,þar var matur á boðstólum mjög góður pottréttur,nammi namm,Bergþóra og Snæja buðu mér í matinn,þökk sé þeim þá varð ég ekki hungurmorða í þessari ferð haha...Hér er Elín tilbúin að fara með hestana sína tvo hún var með 3 og tvo til reiðarHér sýnist mér að það sé verið að fara heim aftur eftir matinn búið að smala hestunum,þeir voru eiginlega ekki á því að láta ná sér fengu að fara inn á svaka flott tún með grænu grasi sem þeim þykir svoooo gottÞetta á að vera hún Unnsa litla frænka mín eitthvað að geifla sig Ingvar Pétur var þeim innan handar,var sérlegur aðstoðarmaður...
Svo er hér gjörningurinn,sem ég rak augun í,í einu stoppinu,þetta er öngull,eða trúlega á þetta að vera fluga..
Jæja læt þetta gott heita að sinni...Nú ætla ég að fara að klára mig,(upp til agna haha) er nú samt að hugsa um að skreppa í kaffi til mömmu,það er góð afsökun til að þurfa ekki að gera neitt,,haha....
Hafið það gott,því það ætla ég pottþétt að gera sko...
Hey já ætla að deila því með ykkur að einhver misskylningur hefur verið hjá fólki í samb,við þessa utanlandsferð mína,,ein sagði við mig í gær afhverju ferðu eftir Júróvison?? einhver hafði þá sagt að ég væri að fara til Serbíu,,,en Það er SLÓVENÍA SKO
Blessssssssssssss,blessssssssssss
21.5.2008 | 22:28
um hvað skal blogga???
ÉÉÉgggg veeeeeiiiit það ekki,eeekkkki goooott að segja................................................Morguninn byrjaði hjá mér kl.730,hentist framm úr bólinu og þeysti framm og snérist þar í smá tíma og loksins þegar ég sá orðið á klukkuna,þá var hún sko ekkert hálf níu hún var hálf átta,,smá klúður,en alls ekki skreið ég upp í aftur að hlýja mér á tánum HA Sjúkraþjálfun um hálf tíu,puðaði og púlaði þar fékk enga sjúkraþjálfun,þar sem ég gaf mömmu minni tvo tíma frá mér gerði það til að reyna hressa hana við og ég held að Mríu hafi tekist að láta henni líða betur,hún er allavega núna komin inn og fær tíma áfram,sem betur fer,,jamm.jamm..Núbb meiningin var að skella sér í pakkhúsið en auðvitað frestaði ég því eina ferðina enn,og er að spá í að frasta því afram, haha,ææ fer bara þegar ég kem að utan..Doblaði Ingu til mín að hjálpa mér með skjólveggina,að setja þá inn á svalirnar,og það var nú lítið mál,,,Nú og hvað haldið þið ha,,,,!!!!! hann Gaui smiður kom og skoðaði þetta,eitthvert klúður er þetta nú hjá mér gat svosem verið,en ég reyndi nú bara að kenna pakkhús-körlunum um þetta,nefnilega hliðarveggirnir eru allt of litlir það hefur verið eitthvað að mér í augunum,jæja þannig er nú þaðhér eru herlegheitin,,,
............................................................................................................................
Svo ætla ég að sýna ykkur mynd af uppáhalds-karlinn minn>Og uppáhalds myndirnar mínarget horft á þær aftur og aftur og skemmt mér konunglega
20.5.2008 | 23:21
Villtust
Strákagreyin villtust í Mörkinni það er nú auðvelt fyrir fólk sem ekki þekkir til að villast þar og sérstaklega krakka.....Mig langar bara að komast inn í þórsmörk núna langt síðan ég hef farið þangað,ætti kannski að setja það á stefnuskrá fyrir sumarið humm þetta er barasta yndislegur staður
3 strákar villtust í Þórsmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2008 | 18:45
Grams,grams
Var að gramsa hér í skúffu hjá mér,lenti í hálfgerðum slagsmálum við skrifborðið sem átti skúffuna,því það átti ekki að hleypa mér í þessa andsk..... skúffu en ég hafði nú betur huhh hvað ætli ég fari að láta eitt skrifborð ráða því hvort ég opna skúffurnar í því ha,ég á nú þetta skrifborð,jæja þar fann ég stílabók með svona ýmsu skemmtilegu í vísur og málshættir og annað skemmtilegt Einmitt fann ég í þessari bók Hamingjuuppskrift og þar fyrir neðan Lukku-uppskriftina okkar Öddu haha bara fyndið og er ég að hugsa um að setja þetta hér bæði hamingju og lukku......
Já svona er þetta við þetta dunduðum við okkur vinkonurnar stundum eitthvað grín,,,enda er hún Adda algjör grínysti múhahaha......set inn hér mynd af konunniSvona hér er hún....
Þori ekki fyrir mitt litla líf að setja inn gamla mynd af henni það virðast allir fá hland fyrir hjartað ef þeir sjá gamlar myndir af sér, hahaha
Jæja nú er ég hætt þessu....
Njótið það sem eftir er dags,og eigið góðar SYNDIR OG STUNDIR......................Trallalala tæp,vika í brottför...P.S.. Það var smá óþekkt í tölvunni þegar ég var að blogga...
Hamingju-uppskrift.
1.Hjartafylli af ást......................2.sléttfullir hnefar af þolinmæði... Slatti af hlátri ... 1.höfuðfylli af skilningi........ Vætið örlátlega með góðvild...Látið nóg af trú og blandið vel...Breiðið yfir þetta heilli mannæfi...Berið á borð fyrir alla sem þið mætið..
Svo er það uppskriftin okkar Öddu...
Lukku-uppskrift..
Vikuskammtur af ást....1.flösku af þolinmæði.....4.dósir af hlátri....Sullið smá skilningi saman við...1.pakki af trú....Þeytið vel saman....Breiðið yfir þetta heilum mannskropp..Slengið framan í alla sem þið mætið
Vinir og fjölskylda | Breytt 20.5.2008 kl. 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.5.2008 | 21:44
Arfi og rusl
Skrapp út í skrúðgarðinn minn í dag og týndi smá af drasli og kraflaði aðeins í beðin,sko þessi skrúðgarður minn er næstum því minni en frímerki en samt hafði ég ekki af að klára hann,fékk nefnilega steinsmugu eða hvað það nú heitir(dr) nú svo þurfti endilega að kólna þá gat ég auðvitað ekki verið úti sko af því það var ekki bola veður haha,nei það fóru að koma leiðinda vindhviður þannig að ég bara ef ég á að vera hreinskilin þá nennti ég þessum ég þessu moldvörpu bauki ekki þannig er það bara,á morgun segir sá lati/lata og ég er sú lata og er mér nokkuð sama,því ég veit að arfinn og draslið situr sem fastast á þessu frímerki,og hana nú...........................
Fór í pakkhúsið á Hellu og keypti mér spes skó til að vera í,í garðvinnunni svaka flottir og þægilegir eins og sjá má
held ég ljúki þessu hér með eigið góðar syndir og stundir
15.5.2008 | 15:12
Sólin í haldaran
Sólarorkubrjóstahaldari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |