6.12.2007 | 08:14
Heppinn
Heppinn,já ég vil meina að ég hafi verið oggulítið heppinn,málið er það að ég hafði áhuga og eiginlega langaði mikið á jólatónleikana með Bjögga,en einhvernvegin var buddan mín ekki á sama máli þannig að ekkert varð úr að ég keypti mér miða,en ég ásamt fl.skráði mig hjá kb,banka bara svona ganni allt gert til að reyna að fá miða,en neinei það virkaði ekki en hvað haldið þið,hún systir mín skráði sig og fl,og þar á meðal mömmu,og hvað mamman fékk miða og bauð hún ekki stelpunni sinni "MÉR" með ohhh hvað ég varð hamingjusöm semsagt er að fara á jólatónleikana með Bjögga á laugardaginn jibbý
Í gærmorgun fór ég til Ómars í smá skveringu,í strýpur og klippingu voða fín núna,snoðklippt en þannig vil ég bara hafa það Í gær kom svo Gudda litla við vorum búnar að plana smá videógláp,við höfum horft á allar Pirates of the Caribbeban saman,og pantað okkur pizzu og haft það gott og það var það sem við gerðum í gær hún kom eftir skóla og horfðum við á Pirates of the Caribbean at world's end og gæddum okkur á pizzu og nammi smákökum
voða notarlegt..Þegar ég vaknaði í morgun var jörð hvít en samt indislegt veður og verður það vonandi áfram,í dag fer ég svo til Diegó í smá sprikl,,,,,Læt þetta gott heita að sinni...Hafið það gott elskurnar
3.12.2007 | 07:51
Komin des,
Já desember er mættur í allri sinni dýrð,í gær sá ég fólk hangandi í stigum utan á húsum sínum að hengja upp jólaseríur,en þannig er það..
Þetta er búin að vera ansi góð helgi bara hjá mér,við Didda skruppum á Selfoss á laugardaginn og versluðum og held að við höfum keypt upp bónus svei mér þá skottið var fullt,svo fórum við í bykó og ætluðum svo í blómaval og húsasmiðjuna en flýttum okkur nú þaðan því það var pakkað af fólki jemundur minn fórum í staðin í skrýtnu lyktina í Eroprise það er alltaf svo ógeðslega skrýtin lykt þar inni eiginlega bra vond lykt pójjjjvorum kannski ekkert of lengi þar sökum lyktarinnar haha...Svo var skondrað heim í mínum fjallabíl,svo átti nú að djamma aðeins um kvöldið
en það klikkaði aðeins því Didda fékk í bakið og ég var alltaf í því að skoða augnlokin innanfrá allt kvöldið,,og djööö leið mér vel á sunnudagsmorguninn út sofin og fín
Ásunnudaginn bauð ég mömmu og Petu með mér á aðventuhátíðina á Laugalandi ég hef aldrei hef heyrt mikið talað um hvað það er gaman á þessari hátíð,þarna var handverksfólk í massavís,ég var alveg dáleidd af vörunum hennar Stellu hún er í glerinu,já ég keypti mér einn bakka svona kertabakka hjá henni,og svooooo keypti ég mér ástarpunga namm,Peta var alveg að drepa mig hún gerðist svo armennileg að éta smá hvítlauk við kvefinu áður en við fórum hoho og lyktin var að drepa mig,kannki ekki beint gáfulegt hjá henni kerlingunni,en það er hennar bara...Það var ansi margt um manninn þarna og kom hann Guðni og Sigmundur Ernir að lesa upp úr bókinni hans Guðna og held ég að hún sé bara snild af því hann Guðni er bara ein snild sjálfur skemmtilegur karl ein einu orði.
Þegar ég kom heim um fimm gerðist ég öfga dugleg og bakaði tvær smáköku svortir hoho önnur varð nú eitthvað skrítin en er vel æt hihih svæli henni í einhverja sem eiga leið hér um..
Nú er orðið stutt í það að vinkonu mínar þær Linda og Vigga fari til Kúbu og er ég bara spennt fyrir þeirra hönd skemmtið ykkur vel stelpur mínar,ég bauð nú Lindu aðstoð við að bera töskurnar en hún afþakkaði það,,,
29.11.2007 | 18:46
Tja......
Rak augun í það að það er lsprellifandi sumarblóm á svölunum hjá mér,bætti að vísu plastblómum við en mér sýnist þau eiginlega hálf daufleg
..Það er víst spáð bandbrjáluðu veðri í kvöld og er hann að byrja að hvessa hér,ég er viss um að ég myndi meira að segja fjúka,því það er líka fljúgandi hálka
´
Ég ætlaði mér að fara í bæin á morgun,en ég er ansi hrædd um að það frestist um óákveðin tíma,sökum veðurs,nenni ekki að vera að þælast þetta í leiðinda veðri,er bara að hugsa um að nota helgina til að henda upp jólaskrauti og seríum,er búin að setja eina út á hrísluna þessa dauðu sem ég er með í keri á svölunum,vona að hún fari ekki að taka upp á því að fjúka blessuð serían,ja hún um það þá,hún finnur sko ekkert betra heimili en þessa hrísluhahaha..Setti mynd af þessari fínu hríslu hér,ljósin sjást nú eiginlega EKKI á henni,og mér er nú bara eiginlega sléttsama,ég sé það hér úti..............Það var kolniða myrkur hér í þorpinu það var ekki kveikt á götuljósunum,þeir voru að setja upp jóla skreytingar á staurana,þess vegna kviknaði ekki á þeim strax þeir hafa klárað þetta dæmi áður,það er búið að skreyta brúnna,voða,voða fýnt,setur svip á þetta allt saman,,, Nú er ég hætt þessu
27.11.2007 | 14:26
Ísing
Bara að segja ykkur það að það er manndráps hálka hér á Hellu,púffff ég er skíthrædd að vera á ferðinni allavega að labba eitthvað,hef svosem ekkert þurft þess nema í bílin,en það var nú svolítið findið í morgun þegar ég staulaðist út á plan að fara að ræsa bifreiðina,haha það var klaka brynja yfir bílnum,svo ákvað ég að reyna opna hann og byrjaði farþegamegin,nei hurðin hreyfðist ekki,það var eiginlega þannig að bíllinn dró mig til sín allavega hefði það geta farið svo því ég stóð varla á svellinu spólaði bara,nú svo fór ég bílstjóra megin og ætlaði að að rífa hana upp meðlátum,huhh og hvar endaði ég,næstum því inn í næsta garði,en það var eitt elskulegt tré sem stoppaði mig Hey svo sá ég einn af þessum duglegu hrepps körlum hann var að sandbera gangstéttarnar ætli það hafi ekki verið svona ca 30 sandkorn allan Þrúðvangin, að sandbera sandin tekur því ekki hann er byggður á sandi
ég verð svo fúl þegar ég sé þetta og eins þegar það snjóar sem gerist sem betur fer ekki oft,þá er skafið svo vel af stéttunum að þær glansa= flughálar á eftir,fer eiginlega í vont skap að hugsa um þetta,,,
27.11.2007 | 08:13
Krafli,krafl
Eina sem ég heyri svona í morgunsárið er krafl,svona hingað og þangað,fólk að hamast við að skafa ísinguna af bílunum sínum,
Ég man nú ekki eftir neinu sérstöku til að skrifa um,haha,en í gær fór ég fyrir Dísu vinkonu mína að ná í lítin son hennar en stráksi var hjá vini sínum,til að byrja með er honum sagt að mamma hans sé komin,svo kom einhver pjakkur í gættina og sagði ef þú ert ekki mamma hans þá hlýtur þú að vera amma hans,ég sagði bara nei,þá segir sá stutti ekki ertu systir hans haha þú ert frænka hans,en Þröstur þessi dúlla sem ég var að ná í sagði hurðu þetta er bara hún Gulla Svo kom hann út með hrúgu af smákökum og sagðist hafa fengið nesti handa okkur alveg frábær....
Nú eru fréttir á bylgjuni og það er hálka hér og þar eins gott að fara varlega,ég er nú svosem ekki að fara neitt langt í dag,en samt að fara varlega,bara vona að það verði ekki einhver fljúgandi hálka um helgina,því ég er með í buxunum að keyra í hálku
Tók smá rúnt um litla þorpið í gærkvöldi,og það er að týnast upp jólaskreytingar.sumir reyndar búnir að vera með jólin uppi í gluggum síðan í byrjun nóv,
Ég á mágkonu frá Chile,og er hún og hennar fólk vön því að skreyta allt 1 des, og þar með talið jólatréð,það hafði ég aldrei fyrr séð fyrr en hún kom í fjölskylduna,en það hafa allir sína siði
Jæja nú er mín komin með hor í nös,jamm þetta kvef ætlar að sitja endalaust í mér urrr
25.11.2007 | 13:11
Hvað er að ??


25.11.2007 | 13:08
Helgin






21.11.2007 | 22:41
Kuldaboli
Í gær vildi ég fá frost og snjó,en ég fékk bara frost Kári halló!!!! hann er eitthvað stríðin þessi veðurguð hann hr Kári,jæja snjórin fer að koma ég bíð bara. Er búin að vera bara nokkuð dugleg í dag,minntist á það hér í gær að ég ætlaði sko að sofa út,en nei takk ekki svaf mín neitt út vaknaði sko mörgum tímum of snemma urrrrrr
,
Ég gerði alsherjar hreingerningu á eldhúsinu skápa og allt ekki veitti af sýndist mér og er ég bara nokkuð sátt við árangurinn trallllalala... Er að horfa á Herra Ísland með öðru auganu,einn pilturinn átti heima hér á Hellu einu sinni,hann hefur nú breyst ansi mikið síðan hann bjó hér,en svona er bara lífið ojá og já..Símin er búin að hringja í kvöld og allan dag eins og brjálæingur og ekki bara annar heldur báðir og akkúrat gerpðist það áðan þegar ég var að byrja að blogga og nú man ég barasta ekkert hvað ég ætlaði að skirifa úfff..Þannig að ég læt þetta bara gott heita núna.Kveðja
21.11.2007 | 00:21
Er komin vetur???
Það er spurning,það er nefnilega alltaf hálfgerð sýnishorna veður rigning á daginn og hiti,seinnipartinn læðist frostskel yfir og kannski gerir maður sér ekki alltaf grein fyrir því og pommsen ég slapp þó með skrekkin í dag hafði að grípa í næsta bíl hoho...Mér finnst á þessum tíma eigi bara að vera komin snjór og frost ekki þessi endalausa rignin,en Kári er auðsjáanlega ekki sammála mér susss...
Hvað hef ég gert í dag,jú vann,fór svo í tækin hjá Diegó á Lundi púlaði þar örugglega af mér nokkur grömm farvel grömm, Skrapp svo í heimsókn til bjúgnakrækis á Litla landi drakk slatta af kaffi þar og kjaftaði við kauða..
Á morgun er ég í fríi og þá ætla ég að reyna að sofa út en alltaf er það nú þannig þegar ég ætla að sofa út þá vakna ég fyrir allar aldir puhh óþvolandi urrr.Jæja ég að hugsa um að hætta þessu virðist ekki ætla að takast að hafa þetta neitt gáfulegt blogg....
19.11.2007 | 19:59
Dagurinn í dag.
Jæja mér ætlar að takast þetta skammlaust hér inni og verð mér varla til skammar með þetta blogg,ég er að spá ætti ég kannski að vera bara með hitt líka bara svona til að gera vini mína ættingja pínu ringlaða hihiKemur bara í ljós hvort ég hringli eða ringli fólk,trúlega geri ég það dags daglega án þess að vita það haha...
Ég var í minni vinnu bara í morgun framm að hádegi,núbb,rétt fyrir 12 hringdi Diegó í mig til að flýta sjúkraþjálfunni og er ég eiginlega hálf dauð eftir hana ennþá konan tók svo vel á mér,mér er sagt að það sé betra að finna fyrir þessu nuddi en ekki þá ber það árangur,jæja svo fór ég í nálastungur,á morgun ætlar diegó svo að pína mig í tækjunum haha ekki alvarlegar píningar...Gudda litla kom hér áðan eftir handboltaæfingu,svo hringdi mamma og bauð okkur í mat,þegar við komum þangað var Dagur þar voða fjörugurJæja nú kemur Arna,og ég er hætt gúddbæ
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)