5.2.2008 | 16:09
Sé ekki út
Ég myndi segja að ég búi svoldið langt frá sjónum,en eins og það er nú skrítið þá sé ég varla út um stofugluggan fyrir saltdrullu á gluggunum,og ekki kemur þetta af götunum hér því þær er alls ekki saltaðar og því síður gangstéttarnar,hverjum er ekki sama þó maður stingist á hausin neinei gangstéttarnar eru sandaðar,en hvaðan kemur þá þetta salt????fjúkandi af sjónum??Hella er öll út í salti allir gluggar alls-staðar ...
Já í dag var ég spurð hvort ég héti örugglega ekki Linda,ég var nú ekki alveg til í að samþykkja það,hún Patt ruglaðist víst eitthvað á okkur því það hafði einhver kona verið að spyrja um Lindu og Kanslaran,en þetta komst nú allt á hreint sem betur fer og nú veit hún Pat hver er hvað
Ég er eiginlega ekki að vita hvað skal bloggað meira hér,þannig að ég er bara hætt núna
4.2.2008 | 12:03
70 ráð:
Stolið frá GLJ...
70 ráð til að losna við meðleigjandan:
Góð ráð til að losna við meðleigjanda :o)
1. Reyktu mikið af hassi.....2. Settu rúmfötin hans/hennar á rúmið þitt og öfugt
3. Eitt orð: Taugakippir
4. Talaðu mikið og hátt uppúr svefni... reyndu að minnast á "helvítis fíknó" og "ég drap engan!"
5. Steldu fiskabúri. Fylltu það af bjór. Sturtaðu úr nokkrum niðursuðudósum af sardínum ofan í..... talaðu við sardínurnar...
|
3.2.2008 | 22:45
Komin heim
Þá er búið að blóta þorra með vinkonunum,þetta var voðalega gaman,mikið etið eins og sjá má var nóg til,það var mikið spjallað og mikið hlegið það mikið að maður var eiginlega komin með háturskrampa,svo var farið í teyjuleikinn og jeminn ég hélt ég myndi pissa niður,hvað ég hló,svo voru teknar ógulegar myndir af þessu öllu sem voru svo sýndar í sjónvarpinu á eftir og þá bara brjálaðist allt,ég á því miður bara eina mynd af því
það var nefnilega mjög erfitt að vera að bardúsa við það að koma teyjunni niður fyrir höku og vera í hláturskrampa og í þokkabót að reyna að taka myndir djööö mar
svo var farið á kringlukránna á eftir og ótrúlegt en satt þá var bara þrusu stuð þar,Geirmundur var að spila,ég hitti þar Nonna,Hönnu,Óla og Guðrúnu Lilja sem ég hef ekki séð í mörg ár bara gaman
Laugardagurinn:var nú hálfgerður letidagur sofið framm á hádegi,við gistum hjá Helgu,svo baruð Unnur okkur á rúntin,í kolaportið en það tók því nú varla að fara þangað inn því,þar var lokað skömmu seinna,en ég fékk hvalin minn mikil hamingja með það NAMMI,NAMMgistum svo hjá Unni í nótt og skildi hún okkur eftir einar í reiðuleysi heima hjá sér,stakk bara af kerlingarskömmin, og svo í þokkabót þá hætti hún við að fara austur í dag og sendi okkur með rútunni eins og hvern annan pakka varning
við ætluðum að taka rútuna austur kl,12.30.og brunuðum í Árbæin,og við biðum og biðum og biðum og hringdum á Bsí til að tékka á því hvort hún færi ekki eða hvort hún keyrði ekki Árbæin jújú var svarið,og við biðum og biðum enn meir og það var farið að síga í mig
ákváðum að sleppa því að bíða þetta og taka þá bara rútu á Selfoss kl,15.00 og fara bara niður á BSÍ,fórum nú fyrst í bakarýið til Helgu að fá okkur kaffi og bollu,auðvitað hafði maður svo gott af því að fá sér eina bollu hoho..Fórum svo á rútubílast,og þegar við vorum komnar upp í rútu rak ég augun í miða sem stóð á að eftir 31 jan"08 þá hætti rútan að aka í gegnum Árbæin og einhvern háls sem ég man ekki hvað hét,urrrr og þetta virtist daman sem svaraði símanum ekki vita og lét okkur bíða í óratíma eftir rútu sem fór svo ekki þarna um,við hefðum náð henni við Rauðavatn,,
jæja við erum allavega komnar heim og það er bara þannig að HEIMA ER BEST.Set inn myndir af þessari átveislu okkar.
31.1.2008 | 20:16
Þorrablót.
Þá er komið að kerlingar-blótinu...en ég myndi eiginlega segja að þetta væri frekar skvísublót bara skemmtilegra nafnJamm,þetta blót er annað kvöld,og eru það Reykjavíkurskvísurnar sem halda það..Við skondrum í höfuðborgina um hádegi á morgun,því elsta skvísan vill vera komin tímalega,enda býr hún í Reykjavík haha,hún mætir nú samt reglulega hingað til að huga að barnabörnunum sínum og þau eru EKKI FÁ
En semsagt við Didda förum með Unnsu í bæin og til Helgu,sem verður með átveisluna sem er auðvitað þorramatur ohh mig hlakkar svo til bæði að hitta Helgu og gæða mér á kræsingunumVeit ekki hvað verður svo gert um kvöldið örugglega eitthvað sprellað ef ég þekki okkur rétt..En mér skilst að það eigi nú að þvælast á útsölulokin á laugardaginn kannski maður fái á sig spjör fyrir lítið þó svo ég efi það nú,því bumban verður örugglega stærri á laugardaginn en hún er í dag
Er að horfa á rauðhærða tröllið hann Eika Hauks og mér finnst hann bara FLOTTUR allavega góður söngvari þar á ferð
Það er komin bullandi gaddur,,eða hörkufrost er víst réttara að segja,hélt að puttarnir myndu detta af mér áðan brrrr,..
Gott að sinni,GÓÐA HELGI GOTT FÓLK
31.1.2008 | 13:00
Aðlögunarhæfni kvenna er aðdáunarverð:)
Af því ég er ekki alveg að standa mig í bloggi þessa dagana þá set ég þetta bara inn,reyni svo að standa mig eftir þetta..En ég er eitthvað frosin núna


birtist gullfalleg stúlka við borðið þeirra og gefur manninum
svakalegan
koss, beint á munninn, segist ætla að hitta hann seinna og hverfur jafn
skyndilega og hún birtist.
Konan hans starir á hann og segir: "Hver í veröldinni var þetta??"
"Ó, þessi ? Þetta var viðhaldið mitt, " segir hann rólegur.
"Jæja já !! Þetta fyllir mælinn. Ég heimta skilnað."
"Ég get skilið það," svara eiginmaðurinn, "en mundu eitt, ef við
skiljum
þá þýðir það að þú ferð ekki fleiri verslunarferðir til Parísar, ekki
fleiri vetrarferðir til Barbados, ekki fleiri sumarferðir til Toscana
og það verða ekki lengur BMW og Porsche í bílskúrnum þínum.
Þú missir klúbbskírteinið í skútuklúbbnum og þú þarft ekki mæta meira í
golf,
en ákvörðunin er þín."
Einmitt þá kemur inn sameiginlegur vinur þeirra inn á veitinghúsið
með rosa gellu uppá arminn.
"Hver er þessi kona með Svenna?" spyr konan.
"Þetta er viðhaldið hans, " svarar eiginmaðurinn.
Þá segir konan: "Okkar er sætari!"-----------------------------------------------------------------------------------Hvernig á að heilla konu: Hrósaðu henni, faðmaðu hana, kysstu hana, haltu utan um hana, elskaðu hana, strjúktu henni, stríddu henni, huggaðu hana, verndaðu hana, eyddu peningum í hana, bjóddu henni út að borða, kauptu gjafir handa henni, hlustaðu á hana, stattu við hlið hennar, styddu hana, farðu hvert sem er fyrir hana... Hvernig á að heilla mann: Mættu nakin... með bjór.

28.1.2008 | 12:59
Karlmenn
Karlmenn

27.1.2008 | 18:51
Gaman
helgin búin að vera bara alveg ágæt,Íbbsi brennivínsperri kom í heimsókn á laugardaginn,ég hef nú ekki séð hann síðan í fyrrahann var voða kátur að koma í sveitina,nóg að spjalla og mikið spjallað
Fórum á kanslarann í gærkv,og hittum þar fyrir vertan og brjóstgóðu bardömuna æææ sorrý mátti til með að segja þetta guð blessi þig
Ekkert gert í dag nema glápa á tv,og sofa bara...jamm...
Einn góður brandari í lokin
Drukkinn maður gengur inn á bar þar sem mótorhjólagengi heldur til, sest við barinn og pantar sjúss.
Hann lítur í kring um sig og sér þrjá mótorhjólatöffara sitjandi við borð.
Hann stendur upp, staulast að borðinu, hallar sér fram, horfist í augu við stærsta, illvígasta mótorhjólatöffarann og segir: "Ég kom við hjá ömmu þinni í dag og ég sá hana á ganginum kviknakta. Maður minn, hún er stykki sem stingandi er í!"
Mótorhjólatöffarinn horfir á hann og segir ekki orð. Félagar hans eru undrandi, því hann er hörkunagli og er vanur, að efna til slagsmála út af litlu tilefni.
Sá fulli hallar sér yfir borðið aftur og segir: "Ég fékk það hjá ömmu þinni og hún er góð í rúminu, sú besta se ég hef nokkur tíma prófað!"
Félagar mótorhjólatöffarans eru að verða alveg brjálaðir úr reiði, en mótorhjólatöffarinn segir ekki orð.
Sá fulli hallar sér yfir borðið einu sinni enn og segir, "Ég skal segja þér svolítið annað, drengur minn, ömmu þinni fannst það helvíti gott!"
Þá stendur mótorhjólatöffarinn upp, tekur um axlirnar á þeim fulla,
Horfist í augun á honum og segir...........
"Afi,....... Farðu heim, þú ert fullur
26.1.2008 | 12:16
Ástin og börnin
Ástin og börnin
"Þegar maður verður skotin í ástfanginn, þá er það rosalega sárt og
maður getur meitt sig alveg fullt."
-Magnús 7. ára.
"Ég veit ekki alveg hvers vegna það eru svona margir ástfangnir,
en ég held það sé vegna þess að konur eru með ilmvatn og karlar rakspíra
og það er þá líklega vegna þess að þau ilma svo vel. Þess vegna
seljast ilmvötn svo mikið.
Mamma kaupir alltaf fullt þegar hún fer til útlanda og oftast fyrir pabba."
-Siggi 8. ára.
"Ég hef heyrt að ástin og að verða ástfanginn sé það mikilvægasta í heiminum,
en það er líka mikilvægt að Manchester United gangi vel!"
-Friðrik 8. ára.
"Strax á eftir þegar ég er búinn í leikskólanum ætla ég að finna mér konu."
-Tómas 5 ára.
"Mér finnst voða gaman að horfa á ástina, bara ekki á meðan Birta
og Bárður eru. Ég vil frekar horfa á þau."
-Helga 7. ára.
"Fyrst þegar kærustupar ferð út saman þá skrökva
þau alveg fullt að hvort örðu, en samt fara þau út aftur...og verða
kannski hjón?"
-Finnur 10. ára.
"Ég er með svolítið margar freknur, svo að konan mín
verður að hafa freknur líka."
-Andri 6. ára.
"mamma sagði að ég ætti að velja mér mann sem væri
blaður og myndarlegur."
-Katrín 8. ára.
"Æ, hættu að spyrja mig að þessu með ástina, ég fæ hausverk...
ég bara krakki og ég þarf enga ástina."
-Ragnar 7 ára.
"Ég ætla sko ekkert að flýta mér að verða ástfanginn.
Það er alveg nógu erfitt að vera í skólanum."
-Regína 10.ára.
"Mamma segir að karlmenn séu heilalausir. Hún er búin að
reyna að finna marga sem eru með heila en það gengur illa."
-Agnes 10. ára.
"Maður og kona lofa að fara í gegnum allt saman, líka Hvalfjarðagöngin."
-Ómar 7. ára.
"Ég ætla sko ekki að eignast börn! Eða jú kannski? En ekki að skipta um
bleyjur! Ég myndi bara hringja í mömmu og bjóða henni í kaffi til að
fá hana til að skipta um bleyjur."
-Kristín 10. ára
"Ástin er mjög asnaleg...en ég held ég verði
samt að prófa hana?"
-Sigrún 9. ára.
"Ástin finnur mann sko alltaf... jafnvel þótt þú reynir
að fela þig. Ég hef reynt að fela mig oft, oft, en alltaf finna
stelpurnar mig og verða skotnar í mér."
-Davíð 8. ára.
24.1.2008 | 08:35
Ekkert að gerast...
Urrr,var búin að skrifa góða romsu hér,en hvert fór hún þetta net er alveg gaga núna og óþvolandi
En hér er ekkert að gerast,það allavega fer fram hjá mér,jú hér bara snjóar og snjóar,var að hugsa um það í morgun hvað ef það myndi snjóa fyrir hurðina hjá mér(dyrina)ætli einhver myndi vera svo góður og moka mig út haþað er spurning hihi,en ég yrði nú sko ekki lengi lokuð inni,færi nú bara út um svalahurðina...
Unnssa kom í gær og bauð mér með til Diddu( Diddfríði,Diddiriddi,Diðrika) og mikið ofsalega var nú helgið svo tapaði Unnsa sér þegar við vorum að fara því ég teiknaði einhverja broskarls fígúru í snjóin sem var á varadekkinu á bílnum hans Ómars hahaÞessi skvísa er nú flott
Hvort er þetta Didda eða Unnur vitið þið það?
Fór með bílin á bílaþjónustuna í gærdag ogf er hann þar enn,en mér sýndist nú í gærkvöldi að hann væri komin út,ætla að tékka á því á eftir hvort þeir séu búnir að gera við hann,það kannski breytir ekki svo miklu,því það er lítið hægt að hreyfa sig hér því það er allt hálf ófært,þeir hrepparar hafa ekki undan að moka karlagreyin loksins fengu þeir eitthvað að gera neiii usssss svona segir maður ekki skamm gulla
Ætla að setja hér inn eina mynd sem ég held upp áÞetta er sko algjört letilíf hjá þessum mjááá
Og ein vísa að lokum sem ein góð kona sem býr fyrir norðan sendi mér einu sinni
Þessi gullvæga setning heyrðist við kvöldmatarborð frá einni á leikskólaaldri nýverið.
Dóttirin: "Var ég búin til í glasi eða ættleidd eða rídd?"
Sem er tilefni þessarar vísu
Úr hvaða efni er ég smídd,
af íslensku holdi eða þýdd?
Ég vita það vil
því víst er ég til.
Er ég ættleidd, úr glasi eða rídd? > >
Við spurningu barnsins svarar pabbinn svona
Úr ágætis efn' ertu snídd
og kostunum bestu ertu prýdd.
En eitt máttu vita
ég vann mér til hita,
því á gamaldags hátt varstu rídd
Hahaha.................................
22.1.2008 | 17:44
Guttavísur 30 árum seinna
Haha..Mér finnst þetta auðvitað fyndið
(Lag: Guttavísur)
Gutti þrjátíu árum síðar
Senn þið heyrið sögu flutta
sem þó allir hafa frétt.
Reyndar þolið þið ei Gutta,
það er alveg rétt.
Moldfullur er ætíð maður sá,
milli bara ráfar hann á kvöldin til og frá.
Konu sinni unir aldrei hjá
og hann heldur fram hjá henni, já, já, svei mér þá.
Allan daginn út um bæinn
eilíft heyrist hennar breim:
Gutti, Gutti, Gutti, Gutti,
Gutti, komdu heim.
Eftir tvo, þrjá, átta stutta
alltaf lendir hann í slag.
Kvalin mjög er kona Gutta,
kveinar sérhvern dag:
Hvað varst þú að gera, Gutti minn?
Gleðikonan, hirti'hún af þér allan peninginn?
Rándýrt er að flengja ræfilinn.
Reifstu svona kjaft við nýja yfirmanninn þinn?
Þú skalt ekki þjóra, Gutti.
Þú þolir ekki meira svall.
Almáttugur, enn sú mæða
að eiga svona karl!
Gutti aldrei gegnir þessu,
með Gretti Sig. hann fer á bar.
Laminn var af trukkalessu
á laugardaginn var.
Alveg hroðalega'í dag hann datt.
Drottinn minn og hjónabandið illa'á vegi statt.
Þar er allt í klessu, er það satt?
Ójá, því er ver og miður, þetta er svo gratt.
Ævi hans er alla daga
ekkert nema skakkaföll.
Enn er þessi angurssaga
ekki næstum öll