Sé ekki út

Ég myndi segja að ég búi svoldið langt frá sjónum,en eins og það er nú skrítið þá sé ég varla út um stofugluggan fyrir saltdrullu á gluggunum,og ekki kemur þetta af götunum hér því þær er alls ekki saltaðar og því síður gangstéttarnar,hverjum er ekki sama þó maður stingist á hausin neinei gangstéttarnar eru sandaðar,en hvaðan kemur þá þetta salt????fjúkandi af sjónum??Hella er öll út í salti allir gluggar alls-staðar ...

Já í dag var ég spurð hvort ég héti örugglega ekki Linda,ég var nú ekki alveg til í að samþykkja það,hún Patt ruglaðist víst eitthvað á okkur því það hafði einhver kona verið að spyrja um Lindu og Kanslaran,en þetta komst nú allt á hreint sem betur fer og nú veit hún Pat hver er hvað LoL

Ég er eiginlega ekki að vita hvað skal bloggað meira hér,þannig að ég er bara hætt núna


70 ráð:

Stolið frá GLJ...

70 ráð til að losna við meðleigjandan:

Góð ráð til að losna við meðleigjanda :o)

1. Reyktu mikið af hassi.....

2. Settu rúmfötin hans/hennar á rúmið þitt og öfugt

3. Eitt orð: Taugakippir

4. Talaðu mikið og hátt uppúr svefni... reyndu að minnast á "helvítis fíknó" og "ég drap engan!"


5. Steldu fiskabúri. Fylltu það af bjór. Sturtaðu úr nokkrum niðursuðudósum af sardínum ofan í..... talaðu við sardínurnar...

6. Þykstu vera gáfumenni

7. Settu laxerolíu í alla drykkina hjá honum/henni meðan hann/hún sefur!

8. Reyndu að fljúga.

9. Talaðu tungum

10. Færðu allt persónulega dótið hans/hennar til... byrjaðu smátt, færðu svo stóru hlutinu.... límdu eitthvað sem hann/hún á fast!

11. Labbaðu og talaðu afturábak.

12. Eyddu öllum þínum peningum í malt í dós... raðaðu tómu dósunum upp í miðju herberginu og tilbiddu þær

13. Keyptu þér fullt af pleimó dóti... leiktu þér með það á nóttini... ef hann/hún minnist eitthvað á það, segðu brosandi "þeir leyna á sér!"

14. Lestu upphátt kvikmyndahandrit af myndum einsog "casablanca" og "Citizen Kane"

15. Þykstu sjá skordýr útum allt! ...reyndu að drepa þau með hamri...

16. Safnaðu þvagi í flöskur og geymdu við rúmið þitt.

17. Hlekkjaðu þið fasta/nn við rúmið hjá honum/henni... fáðu hann/hana til að koma með mat til þín!

18. Fáðu þér tölvu. Hafðu kveikt á henni þegar þú notar hana ekki.... hafði slökkt þegar þú þykist nota hana

19. Spurðu hann/hana hvort fjölskylda þín megi flytja inn til ykkar í "eina-tvær vikur"

20. Safnaðu saman fullt af gömlum "hús og hýbýli" blöðum.... þykstu vera að runka þér yfir þeim.

21. Þykstu fá hjartaáfall.... þegar hann/hún nær í hjálp og kemur aftur... láttu einsog ekkert hafi skeð

22. Borðaðu glerbrot

23. Reyktu blýanta

24. Brostu! ....ALLTAF!

25. Safnaðu hundaskít í krukkur undan barnamat... raðaðu þeim upp eftir því hvað þú heldur að hundurinn hafi borðað!

26. Brenndu pappírana þína.... horfðu grunsamlega á herbergisfélagann á meðan

27. Feldu snakkpoka neðst í ruslatunnuni... þegar hann/hún kemur, þóstu vera svangur og náðu í pokann
28. Lýstu yfir stríði á hendur herbergisfélagans... skildu eftir undirritaða stríðyfirlysingu á koddanum hans/hennar.

29. Teiknaðu myndir með hori á gluggan í herberginu.

30. Skjóttu teygjum í herbergisfélagann þegar hann/hún sér ekki.... láttu einsog ekkert hafi skeð ef hann/hún lítur við

31. Litaðu öll nærfötin þín ljósgræn

32. Helltu fullt af bjór í rúmið hans/hennar og þóstu vera að synda í því

33. Safnaðu saman matvörum á hilluna.... láttu það mygla

34. Feldu nærfötin þín í skúffuni hjá herbergisfélagan... sakaðu hann/hana um að hafa stolið þeim!

35. Taktu herbergishurðina af...

36. Tilbiddu guðinn Zoroaster... fórnaðu fyrir hann sítrónum og inniskóm vikulega

37. Í hvert skipti sem herbergisfélaginn labbar inn... segðu að þú ætlir í sturtu

38. Raðaðu 13 tannburstum á náttborðið hjá þér... neitaðu að ræða nokkuð um þá

39. Málaðu þinn helming af herberginu svartan

40. Í hvert skipti sem hann/hún er að sobbna... spurðu spurningar einsog "afhverju ætli það séu settir steinar inní appelsínur?"

41. Rakaðu af þér aðra augnabrúnina

42. Sofðu undir rúminu þínu og geymdu fötin ofan á því.... ef hann/hún spyr afhverju... röflaðu þá "verð að spara plássið" svona 20 sinnum

43. Settu hestaskeifur undir skónna þína

44. Sturtaðu alltaf niður þrisvar

45. Lifðu á eingöngu gúrkum í heila viku... reyndu að æla sem oftast

46. Keyptu disk með Polka tónlist og spilaðu stanslaust... ef herbergisfélaginn kvartar... segðu að þetta sé verkefni fyrir tíma...

47. Biddu hann/hana um vasapeninga

48. Hlustaðu á útvarp... en enga útvarpsrás, bara truflanirnar...

49. Opnaðu fyrir gardínurnar þegar þú ferð að sofa... dragðu fyrir strax og þú vaknar á morgnana

50. Sestu upp æst/ur og segðu hátt "jæja, verða að búa til kleinuhringina" og strunsaðu út ...gerðu þetta sem oftast

51. Farðu að dyrunum á 10mín fresti, líttu útum þær vel.... andvarpaðu og sestu aftur niður

52. Gefðu sokkunum þínum nöfn

53. Segðu að þú sért með ofnæmi fyrir sólini... hafðu alltaf myrkur í herberginu

54. Taktu upp símann þinn að öðruhverju... segðu halló? ...vertu svo hissa og legðu hann frá þér

55. Eldaðu eitthvað sniðugt í rúminu hjá honum/henni

56. Hengdu upp plaköt af dauðarokkshljómsveitum um allt herbergið... á hvolfi

57. Taktu utan af súkkulaðistykki... hentu súkkulaðinu, borðaðu umbúðirnar og brostu

58. Syngu allt annað lag þegar þú ert að spila eitthvað annað..

59. Kallaðu herbergisfélagann aldrei sama nafni

60. Láttu allt ríma sem þú segir!

61. Svaraðu í vekjaraklukkuna þegar síminn hringir

62. Lokaðu umslagi... skrifaðu bréf... taktu svo kast því það er ekki hægt að koma bréfinu í umslagið... endurtaktu þetta nokkrum sinnum

63. Hafðu nærfataskúffuna þína alltaf opna... segðu að það verði að lofta um þau

64. Drekktu alltaf úr tómu glasi

65. Svaraðu öllum spurningum með svörum sem koma málinu ekkert við

66. Farðu í gúmmíhanska í hvert skipti sem þú snertir eitthvað sem herbergisfélaginn á

67. Í hvert skipti sem þú læsir herberginu með lykli.. kvartaðu að það fari ekki í gang... grenjaðu alltaf jafn mikið úr hlátri yfir þessu

68. Skýrðu alla ávexti sem þú borðar... syrgðu þá þegar þú ert búin að borða þá.

69. Settu svart teip yfir augun á öllum á myndunum hjá herbergisfélaganum... segðu að "þau hafi alltaf verið að stara á þig"

70. Notaðu alltaf gluggann til að komast inní og útur herberginu

 


Komin heim

Þá er búið að blóta þorra með vinkonunum,þetta var voðalega gaman,mikið etið Skvisublot 004eins og sjá má var nóg til,það var mikið spjallað og mikið hlegið það mikið að maður var eiginlega komin með háturskrampa,svo var farið í teyjuleikinn og jeminn ég hélt ég myndi pissa niður,hvað ég hló,svo voru teknar ógulegar myndir af þessu öllu sem voru svo sýndar í sjónvarpinu á eftir og þá bara brjálaðist allt,ég á því miður bara eina mynd af þvíSkvisublot 014það var nefnilega mjög erfitt að vera að bardúsa við það að koma teyjunni niður fyrir höku og vera í hláturskrampa og í þokkabót að reyna að taka myndir djööö marLoLsvo var farið á kringlukránna á eftir og ótrúlegt en satt þá var bara þrusu stuð þar,Geirmundur var að spila,ég hitti þar Nonna,Hönnu,Óla og Guðrúnu Lilja sem ég hef ekki séð í mörg ár bara gamanWizard

Laugardagurinn:var nú hálfgerður letidagur sofið framm á hádegi,við gistum hjá Helgu,svo baruð Unnur okkur á rúntin,í kolaportið en það tók því nú varla að fara þangað inn því,þar var lokað skömmu seinna,en ég fékk hvalin minn mikil hamingja með það NAMMI,NAMMGringistum svo hjá Unni í nótt og skildi hún okkur eftir einar í reiðuleysi heima hjá sér,stakk bara af kerlingarskömmin, og svo í þokkabót þá hætti hún við að fara austur í dag og sendi okkur með rútunni eins og hvern annan pakka varningShockingvið ætluðum að taka rútuna austur kl,12.30.og brunuðum í Árbæin,og við biðum og biðum og biðum og hringdum á Bsí til að tékka á því hvort hún færi ekki  eða hvort hún keyrði ekki Árbæin jújú var svarið,og við biðum og biðum enn meir og það var farið að síga í migDevilákváðum að sleppa því að bíða þetta og taka þá bara rútu á Selfoss kl,15.00 og fara bara niður á BSÍ,fórum nú fyrst í bakarýið til Helgu að fá okkur kaffi og bollu,auðvitað hafði maður svo gott af því að fá sér eina bollu hoho..Fórum svo á rútubílast,og þegar við vorum komnar upp í rútu rak ég augun í miða sem stóð á að eftir 31 jan"08 þá hætti rútan að aka í gegnum Árbæin og einhvern háls sem ég man ekki hvað hét,urrrr og þetta virtist daman sem svaraði símanum ekki vita og lét okkur bíða í óratíma eftir rútu sem fór svo ekki þarna um,við hefðum náð henni við Rauðavatn,,Cryingjæja við erum allavega komnar heim og það er bara þannig að HEIMA ER BEST.Set inn myndir af þessari átveislu okkar.


Þorrablót.

Þá er komið að kerlingar-blótinu...en ég myndi eiginlega segja að þetta væri frekar skvísublót bara skemmtilegra nafnWhistlingveski%20skvisaJamm,þetta blót er annað kvöld,og eru það Reykjavíkurskvísurnar sem halda það..Við skondrum í höfuðborgina um hádegi á morgun,því elsta skvísan vill vera komin tímalega,enda býr hún í Reykjavík haha,hún mætir nú samt reglulega hingað til að huga að barnabörnunum sínum og þau eru EKKI FÁUndecided

En semsagt við Didda förum með Unnsu í bæin og til Helgu,sem verður með átveisluna sem er auðvitað þorramatur ohh mig hlakkar svo til bæði að hitta Helgu og gæða mér á kræsingunumGrinVeit ekki hvað verður svo gert um kvöldið örugglega eitthvað sprellað ef ég þekki okkur rétt..En mér skilst að það eigi nú að þvælast á útsölulokin á laugardaginn kannski maður fái á sig spjör fyrir lítið þó svo ég efi það nú,því bumban verður örugglega stærri á laugardaginn en hún er í dagBlush

Er að horfa á rauðhærða tröllið hann Eika Hauks og mér finnst hann bara FLOTTUR allavega góður söngvari þar á ferðSmile

Það er komin bullandi gaddur,,eða hörkufrost er víst réttara að segja,hélt að puttarnir myndu detta af mér áðan brrrr,..

Gott að sinni,GÓÐA HELGI GOTT FÓLK


Aðlögunarhæfni kvenna er aðdáunarverð:)

Af því ég er ekki alveg að standa mig í bloggi þessa dagana þá set ég þetta bara inn,reyni svo að standa mig eftir þetta..En ég er eitthvað frosin núnaWhistling

Aðlögunarhæfni kvenna er aðdáunarverð.....!GrinGrinHjón nokkur eru á mjög fínu veitingahúsi að borða þegar allt í einu
birtist gullfalleg stúlka við borðið þeirra og gefur manninum
svakalegan
koss, beint á munninn, segist ætla að hitta hann seinna og hverfur jafn
skyndilega og hún birtist.
Konan hans starir á hann og segir: "Hver í veröldinni var þetta??"
"Ó, þessi ? Þetta var viðhaldið mitt, " segir hann rólegur.
"Jæja já !! Þetta fyllir mælinn. Ég heimta skilnað."
"Ég get skilið það," svara eiginmaðurinn, "en mundu eitt, ef við
skiljum
þá þýðir það að þú ferð ekki fleiri verslunarferðir til Parísar, ekki
fleiri vetrarferðir til Barbados, ekki fleiri sumarferðir til Toscana
og það verða ekki lengur BMW og Porsche í bílskúrnum þínum.
Þú missir klúbbskírteinið í skútuklúbbnum og þú þarft ekki mæta meira í
golf,
en ákvörðunin er þín."
Einmitt þá kemur inn sameiginlegur vinur þeirra inn á veitinghúsið
með rosa gellu uppá arminn.
"Hver er þessi kona með Svenna?" spyr konan.
"Þetta er viðhaldið hans, " svarar eiginmaðurinn.
Þá segir konan: "Okkar er sætari!"
-----------------------------------------------------------------------------------Hvernig á að heilla konu: Hrósaðu henni, faðmaðu hana, kysstu hana, haltu utan um hana, elskaðu hana, strjúktu henni, stríddu henni, huggaðu hana, verndaðu hana, eyddu peningum í hana, bjóddu henni út að borða, kauptu gjafir handa henni, hlustaðu á hana, stattu við hlið hennar, styddu hana, farðu hvert sem er fyrir hana...  Hvernig á að heilla mann: Mættu nakin... með bjór. W00t

 


Karlmenn

Karlmenn

>Hér er saga einnar sem er nýlega orðin 43 ára:
>
>Þegar ég var 16, vonaðist ég til að einhvern daginn myndi ég eignast
>kærasta.
>
>Þegar ég var orðin 18 eignaðist ég kærasta, en það var engin ástríða.
>Svo ég ákvað að finna mér ástríðufullan náunga með tilfinningu fyrir
>lífinu og tilverunni.
>
>Á háskólaárunum var ég með ástríðufullum strák, en hann var of
>tilfinningasamur. Allt var neyðarástand í hans augum. Hann grét og
>hótaði að drepa sig. Ég fann fljótlega að mig vantaði mann sem væri
>traustur og jarðbundinn.
>
>Loks, þegar ég var orðin 25 hitti ég mjög jarðbundinn mann, en hann var
>leiðinlegur. Hann var algjörlega útreiknanlegur og varð aldrei spenntur
>yfir einu eða neinu. Lífið varð svo leiðinlegt að ég ákvað að reyna að
>finna mér mann sem að væri spennandi.
>
>Þegar ég var 28 fann ég mjög spennandi gaur, en ég gat engan veginn
>haldið í við hann. Hann rauk úr einu í annað og gat aldrei verið lengi á
>sama stað eða verið lengi með sömu áhugamálin. Hann framkvæmdi allt sem
>honum datt í hug, hvort sem það var hættulegt eða fífldjarft og daðraði
>við allt sem hreyfðist. Hann var skemmtilegur en áttavilltur. Þannig að
>ég ákvað að reyna að finna mann með metnað.
>
>Þegar ég var orðin 31 fann ég loksins gáfaðan mann með metnað. Hann var
>með fæturna á jörðinni og við giftum okkur. Hann var svo metnaðarfullur
>að hann skildi við mig, hirti allt sem ég átti og stakk af með bestu
>vinkonu minni.
>
>
>
>
>Núna er ég 43 og er að leita að kalli með stórt typpi.
Er eitthvað til í þessu hummErrm

Gaman

helgin búin að vera bara alveg ágæt,Íbbsi brennivínsperri kom í heimsókn á laugardaginn,ég hef nú ekki séð hann síðan í fyrrabrennivinsperrinn 003hann var voða kátur að koma í sveitina,nóg að spjalla og mikið spjallaðSmileFórum á kanslarann í gærkv,og hittum þar fyrir vertan og brjóstgóðu bardömuna æææ sorrý mátti til með að segja þetta guð blessi þigTounge

Ekkert gert í dag nema glápa á tv,og sofa bara...jamm...

Einn góður brandari í lokinGrin


Drukkinn maður gengur inn á bar þar sem mótorhjólagengi heldur til, sest við barinn og pantar sjúss.

Hann lítur í kring um sig og sér þrjá mótorhjólatöffara sitjandi við borð.

Hann stendur upp, staulast að borðinu, hallar sér fram, horfist í augu við stærsta, illvígasta mótorhjólatöffarann og segir: "Ég kom við hjá ömmu þinni í dag og ég sá hana á ganginum kviknakta. Maður minn, hún er stykki sem stingandi er í!"

Mótorhjólatöffarinn horfir á hann og segir ekki orð. Félagar hans eru undrandi, því hann er hörkunagli og er vanur, að efna til slagsmála út af litlu tilefni.

Sá fulli hallar sér yfir borðið aftur og segir: "Ég fékk það hjá ömmu þinni og hún er góð í rúminu, sú besta se ég hef nokkur tíma prófað!"

Félagar mótorhjólatöffarans eru að verða alveg brjálaðir úr reiði, en mótorhjólatöffarinn segir ekki orð.

Sá fulli hallar sér yfir borðið einu sinni enn og segir, "Ég skal segja þér svolítið annað, drengur minn, ömmu þinni fannst það helvíti gott!"

Þá stendur mótorhjólatöffarinn upp, tekur um axlirnar á þeim fulla,

Horfist í augun á honum og segir...........

"Afi,....... Farðu heim, þú ert fullur


Ástin og börnin

pray



 

 Ástin og börnin

 

 "Þegar maður verður skotin í ástfanginn, þá er það rosalega sárt og
maður getur meitt sig alveg fullt."
 -Magnús 7. ára.
 "Ég veit ekki alveg hvers vegna það eru svona margir ástfangnir,
 en ég held það sé vegna þess að konur eru með ilmvatn og karlar rakspíra
 og það er þá líklega vegna þess að þau ilma svo vel. Þess vegna
seljast ilmvötn svo mikið.
 Mamma kaupir alltaf fullt þegar hún fer til útlanda og oftast fyrir pabba."
 -Siggi 8. ára.
 "Ég hef heyrt að ástin og að verða ástfanginn sé það mikilvægasta í heiminum,
 en það er líka mikilvægt að Manchester United gangi vel!"
 -Friðrik 8. ára.

 "Strax á eftir þegar ég er búinn í leikskólanum ætla ég að finna mér konu."
 -Tómas 5 ára.
 "Mér finnst voða gaman að horfa á ástina, bara ekki á meðan Birta
 og Bárður eru. Ég vil frekar horfa á þau."
 -Helga 7. ára.
 "Fyrst þegar kærustupar ferð út saman þá skrökva
 þau alveg fullt að hvort örðu, en samt fara þau út aftur...og verða
kannski hjón?"
 -Finnur 10. ára.

 "Ég er með svolítið margar freknur, svo að konan mín
 verður að hafa freknur líka."
 -Andri 6. ára.
 "mamma sagði að ég ætti að velja mér mann sem væri
 blaður og myndarlegur."
 -Katrín 8. ára.
 "Æ, hættu að spyrja mig að þessu með ástina, ég fæ hausverk...
 ég bara krakki og ég þarf enga ástina."
 -Ragnar 7 ára.

 "Ég ætla sko ekkert að flýta mér að verða ástfanginn.
 Það er alveg nógu erfitt að vera í skólanum."
 -Regína 10.ára.

 "Mamma segir að karlmenn séu heilalausir. Hún er búin að
 reyna að finna marga sem eru með heila en það gengur illa."
 -Agnes 10. ára.

 "Maður og kona lofa að fara í gegnum allt saman, líka Hvalfjarðagöngin."
 -Ómar  7. ára.
 "Ég ætla sko ekki að eignast börn! Eða jú kannski? En ekki að skipta um
 bleyjur! Ég myndi bara hringja í mömmu og bjóða henni í kaffi til að
fá hana til að skipta um bleyjur."
 -Kristín 10. ára
 "Ástin er mjög asnaleg...en ég held ég verði
 samt að prófa hana?"
 -Sigrún 9. ára.

 "Ástin finnur mann sko alltaf... jafnvel þótt þú reynir
 að fela þig. Ég hef reynt að fela mig oft, oft, en alltaf finna
stelpurnar mig og verða skotnar í mér."
 -Davíð 8. ára.


Ekkert að gerast...

Urrr,var búin að skrifa góða romsu hér,en hvert fór hún þetta net er alveg gaga núna og óþvolandiDevil

En hér er ekkert að gerast,það allavega fer fram hjá mér,jú hér bara snjóar og snjóar,var að hugsa um það í morgun hvað ef það myndi snjóa fyrir hurðina hjá mér(dyrina)ætli einhver myndi vera svo góður og moka mig út haErrmþað er spurning hihi,en ég yrði nú sko ekki lengi lokuð inni,færi nú bara út um svalahurðina...

Unnssa kom í gær og bauð mér með til Diddu( Diddfríði,Diddiriddi,Diðrika) og mikið ofsalega var nú helgið svo tapaði Unnsa sér þegar við vorum að fara því ég teiknaði einhverja broskarls fígúru í snjóin sem var á varadekkinu á bílnum hans Ómars hahauntitledÞessi skvísa er nú flottSmileHvort er þetta Didda eða Unnur vitið þið það?

Fór með bílin á bílaþjónustuna í gærdag ogf er hann þar enn,en mér sýndist nú í gærkvöldi að hann væri komin út,ætla að tékka á því á eftir hvort þeir séu búnir að gera við hann,það kannski breytir ekki svo miklu,því það er lítið hægt að hreyfa sig hér því það er allt hálf ófært,þeir hrepparar hafa ekki undan að moka karlagreyin loksins fengu þeir eitthvað að gera neiii usssss svona segir maður ekki skamm gullaCool

Ætla að setja hér inn eina mynd sem ég held upp áMjáááÞetta er sko algjört letilíf hjá þessum mjáááGrin

Og ein vísa að lokum sem ein góð kona sem býr fyrir norðan sendi mér einu sinniWink

Þessi gullvæga setning heyrðist við kvöldmatarborð frá einni á leikskólaaldri nýverið. 
  
Dóttirin: "Var ég búin til í glasi eða ættleidd eða rídd?" 
 
Sem er tilefni þessarar vísu 


Úr hvaða efni er ég smídd, 
af íslensku holdi eða þýdd? 
Ég vita það vil 
því víst er ég til. 
Er ég ættleidd, úr glasi eða rídd? > > 
  
Við spurningu barnsins svarar  pabbinn svona  

Úr ágætis efn' ertu snídd 
og kostunum bestu ertu prýdd. 
En eitt máttu vita 
ég vann mér til hita, 
því á gamaldags hátt varstu rídd 

Hahaha.................................


Guttavísur 30 árum seinna

Haha..Mér finnst þetta auðvitað fyndið


(Lag: Guttavísur)

Gutti þrjátíu árum síðar

Senn þið heyrið sögu flutta
sem þó allir hafa frétt.
Reyndar þolið þið ei Gutta,
það er alveg rétt.

Moldfullur er ætíð maður sá,
milli bara ráfar hann á kvöldin til og frá.
Konu sinni unir aldrei hjá
og hann heldur fram hjá henni, já, já, svei mér þá.

Allan daginn út um bæinn
eilíft heyrist hennar breim:
Gutti, Gutti, Gutti, Gutti,
Gutti, komdu heim.

Eftir tvo, þrjá, átta stutta
alltaf lendir hann í slag.
Kvalin mjög er kona Gutta,
kveinar sérhvern dag:

Hvað varst þú að gera, Gutti minn?
Gleðikonan, hirti'hún af þér allan peninginn?
Rándýrt er að flengja ræfilinn.
Reifstu svona kjaft við nýja yfirmanninn þinn?

Þú skalt ekki þjóra, Gutti.
Þú þolir ekki meira svall.
Almáttugur, enn sú mæða
að eiga svona karl!

Gutti aldrei gegnir þessu,
með Gretti Sig. hann fer á bar.
Laminn var af trukkalessu
á laugardaginn var.

Alveg hroðalega'í dag hann datt.
Drottinn minn og hjónabandið illa'á vegi statt.
Þar er allt í klessu, er það satt?
Ójá, því er ver og miður, þetta er svo gratt.

Ævi hans er alla daga
ekkert nema skakkaföll.
Enn er þessi angurssaga
ekki næstum öll


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband